Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2015 23:44 Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir nýsamþykkta tillögu um afglæpavæðingu vændis á heimsþingi samtakanna miða að því að tryggja mannréttindi þeirra sem starfa við vændi. Umræðan um málið sé hér á villigötum. Tillagan sem samþykkt var í gær hefur verið harðlega gagnrýnd. Meðal annars segir formaður Kvenréttindafélags Íslands í Fréttablaðinu í dag að með þessu sé Amnesty byrjað að skipuleggja eigin jarðarför. Forsvarsmenn Amnesty hér á landi segja hinsvegar misskilning gæta í fjölmiðlum um efni tillögunnar og að umræðan sé á villigötum. „Í henni felst að Amnesty hefur nú tekið þá afstöðu að samtökin eru andvíg því að það sé gert refsivert að stunda vændi. Sömuleiðis, önnur lög sem að refsa mönnum fyrir að stunda þessa iðju eða vera í þessari starfsemi, það er einnig löggjöf sem við leggjumst gegn,“ segir Hörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty International.Sátu hjá Íslandsdeild samtakanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna en Hörður segir engin áform um að leggjast einhvers konar baráttu fyrir þessari stefnu hér á landi. „Hún er tekin á alþjóðavísu og er tekin með liðlega 180 atkvæðum í gær á heimsþingi okkar. Henni er ætlað aðallega að horfa til ástands í öðrum löndum heldur en á Íslandi.“ Rökin á bakvið tillöguna segir Hörður að séu að Amnesty hafi árum saman barist fyrir því að tryggja mannréttindi þeirra sem að eru í vændisiðnaðinum, hjálpa einstaklingum að komast út úr honum og koma í veg fyrir fólk leiðist út í hann.“ „Þeirra mannréttindi þarf að horfa til og þessari stefnu er ætlað að horfa til þess hvernig hægt er að tryggja þau með bestum hætti. Afstaða samtakana er þá sú að það tryggi það ekki að leggja refsingu við iðjunni eða iðnaðinum.“Ekki vör við fleiri úrsagnirHörður segir að Íslandsdeildin hafi ekki orðið vör við að sérstaklega margir hafi sagt sig úr samtökunum en áður. Nokkur umræða hefur verið um úrsagnir vegna stefnunnar.Sjá einnig: Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændisÍ ályktun Amnesty segir að einstaklingar í kynlífsiðnaði séu mikill jaðarhópur sem í flestum tilvikum eigi á hættu að verða fyrir mismunun, ofbeldi og misbeitingu. Sjö kvennasamtök á Íslandi höfðu skorað á Íslandsdeild Amnesty International að beita sér af alefli fyrir því að tillaga alþjóðahreyfingar Amnesty um að gefa vændi frjálst verði felld. Talskona Stígamóta sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kvennasamtök víða um heim loguðu vegna niðurstöðunnar og að þegar stefni í fjöldaúrsagnir úr samtökunum. „Ég held að Amnesty þurfi sjált að meta það hvaða áhrif þetta muni hafa á þeirra starf. Það tók okkur 10 ár að koma á þeim lögum sem eru í gildi á Íslandi. Við munum vera trúar sannfæringu okkar og gera það sem við getum til að farið verði með vændi eins og okkur finnst rétt að gert sé,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastýra Stígamóta í gær. Tengdar fréttir Amnesty frábiður sér afskipti annarra samtaka Íslandsdeild Amnesty frábiður sér afskipti annarra samtaka af starfi deildarinnar, sem sat hjá við vændistillögu á heimsþingi Amnesty 12. ágúst 2015 13:02 Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30 Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir nýsamþykkta tillögu um afglæpavæðingu vændis á heimsþingi samtakanna miða að því að tryggja mannréttindi þeirra sem starfa við vændi. Umræðan um málið sé hér á villigötum. Tillagan sem samþykkt var í gær hefur verið harðlega gagnrýnd. Meðal annars segir formaður Kvenréttindafélags Íslands í Fréttablaðinu í dag að með þessu sé Amnesty byrjað að skipuleggja eigin jarðarför. Forsvarsmenn Amnesty hér á landi segja hinsvegar misskilning gæta í fjölmiðlum um efni tillögunnar og að umræðan sé á villigötum. „Í henni felst að Amnesty hefur nú tekið þá afstöðu að samtökin eru andvíg því að það sé gert refsivert að stunda vændi. Sömuleiðis, önnur lög sem að refsa mönnum fyrir að stunda þessa iðju eða vera í þessari starfsemi, það er einnig löggjöf sem við leggjumst gegn,“ segir Hörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty International.Sátu hjá Íslandsdeild samtakanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna en Hörður segir engin áform um að leggjast einhvers konar baráttu fyrir þessari stefnu hér á landi. „Hún er tekin á alþjóðavísu og er tekin með liðlega 180 atkvæðum í gær á heimsþingi okkar. Henni er ætlað aðallega að horfa til ástands í öðrum löndum heldur en á Íslandi.“ Rökin á bakvið tillöguna segir Hörður að séu að Amnesty hafi árum saman barist fyrir því að tryggja mannréttindi þeirra sem að eru í vændisiðnaðinum, hjálpa einstaklingum að komast út úr honum og koma í veg fyrir fólk leiðist út í hann.“ „Þeirra mannréttindi þarf að horfa til og þessari stefnu er ætlað að horfa til þess hvernig hægt er að tryggja þau með bestum hætti. Afstaða samtakana er þá sú að það tryggi það ekki að leggja refsingu við iðjunni eða iðnaðinum.“Ekki vör við fleiri úrsagnirHörður segir að Íslandsdeildin hafi ekki orðið vör við að sérstaklega margir hafi sagt sig úr samtökunum en áður. Nokkur umræða hefur verið um úrsagnir vegna stefnunnar.Sjá einnig: Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændisÍ ályktun Amnesty segir að einstaklingar í kynlífsiðnaði séu mikill jaðarhópur sem í flestum tilvikum eigi á hættu að verða fyrir mismunun, ofbeldi og misbeitingu. Sjö kvennasamtök á Íslandi höfðu skorað á Íslandsdeild Amnesty International að beita sér af alefli fyrir því að tillaga alþjóðahreyfingar Amnesty um að gefa vændi frjálst verði felld. Talskona Stígamóta sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kvennasamtök víða um heim loguðu vegna niðurstöðunnar og að þegar stefni í fjöldaúrsagnir úr samtökunum. „Ég held að Amnesty þurfi sjált að meta það hvaða áhrif þetta muni hafa á þeirra starf. Það tók okkur 10 ár að koma á þeim lögum sem eru í gildi á Íslandi. Við munum vera trúar sannfæringu okkar og gera það sem við getum til að farið verði með vændi eins og okkur finnst rétt að gert sé,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastýra Stígamóta í gær.
Tengdar fréttir Amnesty frábiður sér afskipti annarra samtaka Íslandsdeild Amnesty frábiður sér afskipti annarra samtaka af starfi deildarinnar, sem sat hjá við vændistillögu á heimsþingi Amnesty 12. ágúst 2015 13:02 Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30 Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Amnesty frábiður sér afskipti annarra samtaka Íslandsdeild Amnesty frábiður sér afskipti annarra samtaka af starfi deildarinnar, sem sat hjá við vændistillögu á heimsþingi Amnesty 12. ágúst 2015 13:02
Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11
Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30
Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11
Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53
Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47