Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. ágúst 2015 16:53 Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. „Þeir verða að afhenda gögnin,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, sem bíður eftir gögnum frá ríkisfyrirtækinu Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, sem varða útboð á veitinga- og verslunarhúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði í fyrra. Kaffitár var eitt þeirra fyrirtækja sem gerði tilboð í veitingarými í flugstöðinni en fékk ekki. Fyrirtækin Joe and the Juice og Segafredo hrepptu rýmið og krafðist Aðalheiður þess að fá að sjá niðurstöður og rökstuðning Isavia fyrir því að velja þessi fyrirtæki fram yfir önnur. Isavia neitaði að afhenda gögnin og fór svo að Aðalheiður fór með málið fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda henni þessi gögn.Úrskurður féll 31. júlí síðastliðinn og sendi Aðalheiður Isavia bréf síðastliðinn föstudag þar sem óskað var eftir gögnunum tafarlaust. „Enda segir úrskurðurinn að það eigi að afhenda þetta strax,“ segir Aðalheiður. Hún segir að ef Isavia afhendir ekki gögnin verður farið með málið til sýslumanns sem mun sækja þau. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia eru lögmenn fyrirtækisins með úrskurðinn til skoðunar og verið sé að skoða næstu skref. „Við eigum von á að fá einhverjar fleiri hundruð síður af einhverjum gögnum og þá skoðum við hvað hinir voru að bjóða,“ segir Aðalheiður. „Þá sjáum við bara hvernig var gefið miðað við útboðsgögnin af því okkur finnst frekar skrýtið að við höfum tapað fyrir þessu ítalska kaffifyrirtæki Segafredo. Af því að í útboðsgögnum er til dæmis lögð áhersla á íslenskar áherslur, íslenskt bakkelsi og bjóða upp á það besta sem Ísland og Reykjavík hefur upp á að bjóða og ég skil ekki hvernig þessi ítalska keðja skorar hærra en við.“ Tengdar fréttir Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00 Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
„Þeir verða að afhenda gögnin,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, sem bíður eftir gögnum frá ríkisfyrirtækinu Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, sem varða útboð á veitinga- og verslunarhúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði í fyrra. Kaffitár var eitt þeirra fyrirtækja sem gerði tilboð í veitingarými í flugstöðinni en fékk ekki. Fyrirtækin Joe and the Juice og Segafredo hrepptu rýmið og krafðist Aðalheiður þess að fá að sjá niðurstöður og rökstuðning Isavia fyrir því að velja þessi fyrirtæki fram yfir önnur. Isavia neitaði að afhenda gögnin og fór svo að Aðalheiður fór með málið fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda henni þessi gögn.Úrskurður féll 31. júlí síðastliðinn og sendi Aðalheiður Isavia bréf síðastliðinn föstudag þar sem óskað var eftir gögnunum tafarlaust. „Enda segir úrskurðurinn að það eigi að afhenda þetta strax,“ segir Aðalheiður. Hún segir að ef Isavia afhendir ekki gögnin verður farið með málið til sýslumanns sem mun sækja þau. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia eru lögmenn fyrirtækisins með úrskurðinn til skoðunar og verið sé að skoða næstu skref. „Við eigum von á að fá einhverjar fleiri hundruð síður af einhverjum gögnum og þá skoðum við hvað hinir voru að bjóða,“ segir Aðalheiður. „Þá sjáum við bara hvernig var gefið miðað við útboðsgögnin af því okkur finnst frekar skrýtið að við höfum tapað fyrir þessu ítalska kaffifyrirtæki Segafredo. Af því að í útboðsgögnum er til dæmis lögð áhersla á íslenskar áherslur, íslenskt bakkelsi og bjóða upp á það besta sem Ísland og Reykjavík hefur upp á að bjóða og ég skil ekki hvernig þessi ítalska keðja skorar hærra en við.“
Tengdar fréttir Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00 Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00
Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11