Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Birgir Olgeirsson skrifar 12. ágúst 2015 13:11 Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. ANNA OG VÍSIR/GETTY „Miðað við það sem við höfðum heyrt frá félögum okkar áður en við fórum út þá held ég að þetta sé í samræmi við það, hvorki meira né minna,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, um úrsagnir úr samtökunum á Íslandi eftir að alþjóðasamtökin samþykktu á heimsþingi sínu í Dyflinni á Írlandi að leggja til að vændi verði ekki gert refsivert. Íslandsdeild Amnesty studdi ekki þessa tillögu og sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær að fjöldaúrsagnir úr samtökunum væru fyrir dyrum á Norðurlöndunum og víðar eftir að þessi tillaga var samþykkt. Um 8.800 manns er í Íslandsdeild Amnesty og einhver hópur sagt úr samtökunum það sem af er degi. Íslandsdeildin vildi ekki gefa upp að svo stöddu hve margir hafa sagt sig úr samtökunum fyrr en það hefur verið tekið saman að fullu. Anna Lúðvíksdóttir segir stjórn Íslandsdeildarinnar hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum áður en haldið var á heimsþingið og sé niðurstaðan eins og við var að búast. „Þetta er bara í samræmi við það sem við bjuggumst við.“En veldur það henni vonbrigðum að félagsmenn kjósi að segja sig úr samtökunum eftir að þessi tillaga var samþykkt?„Nú verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig hvort honum finnst hann eiga samleið með samtökunum. Auðvitað finnst mér leitt að fólk segi sig úr samtökum sem vinna að mannréttindum fólks. Við munum hvergi slaka á í mannréttindabaráttunni þó þessi tillaga hafi farið í gegn, þá þykir mér það auðvitað leitt. En auðvitað verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig hvort hann eigi samleið með viðkomandi samtökum.“ Tengdar fréttir Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Miðað við það sem við höfðum heyrt frá félögum okkar áður en við fórum út þá held ég að þetta sé í samræmi við það, hvorki meira né minna,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, um úrsagnir úr samtökunum á Íslandi eftir að alþjóðasamtökin samþykktu á heimsþingi sínu í Dyflinni á Írlandi að leggja til að vændi verði ekki gert refsivert. Íslandsdeild Amnesty studdi ekki þessa tillögu og sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær að fjöldaúrsagnir úr samtökunum væru fyrir dyrum á Norðurlöndunum og víðar eftir að þessi tillaga var samþykkt. Um 8.800 manns er í Íslandsdeild Amnesty og einhver hópur sagt úr samtökunum það sem af er degi. Íslandsdeildin vildi ekki gefa upp að svo stöddu hve margir hafa sagt sig úr samtökunum fyrr en það hefur verið tekið saman að fullu. Anna Lúðvíksdóttir segir stjórn Íslandsdeildarinnar hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum áður en haldið var á heimsþingið og sé niðurstaðan eins og við var að búast. „Þetta er bara í samræmi við það sem við bjuggumst við.“En veldur það henni vonbrigðum að félagsmenn kjósi að segja sig úr samtökunum eftir að þessi tillaga var samþykkt?„Nú verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig hvort honum finnst hann eiga samleið með samtökunum. Auðvitað finnst mér leitt að fólk segi sig úr samtökum sem vinna að mannréttindum fólks. Við munum hvergi slaka á í mannréttindabaráttunni þó þessi tillaga hafi farið í gegn, þá þykir mér það auðvitað leitt. En auðvitað verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig hvort hann eigi samleið með viðkomandi samtökum.“
Tengdar fréttir Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11
Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30
Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53