Vandfundinn meiri lúxus Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 11:15 Myndarlegur á velli og sannkallaður lúxusbíll. Reynsluakstur - Audi Q7 Vart var hægt að gleðja bílaáhugamann mikið meira en afhenda honum eina eintakið af nýjustu kynslóð Audi Q7 til afnota um verslunarmannahelgina. Það var þó einmitt það sem Hekla gerði á dögunum og var þess notið til hins ítrasta. Hér er kominn bíll sem margir Audi aðdáendur hafa beðið eftir og sú bið er að taka enda og var þess virði ef mið er tekið af gæðum hans og þeim yfirmáta lúxusakstri sem hann býður uppá. Þetta er önnur kynslóð þessa myndarlega jeppa og seldist sú fyrri mjög vel hér á landi og hefur reynst vel. Því má ímynda sér að margur eigandinn af fyrstu kynslóðinni geti hugsað sér að endurnýja og fá fyrir vikið gerbreyttan og enn betri bíl. Fyrir það fyrsta hefur Audi tekist að létta bílinn um heil 325 kíló. Audi er þekkt fyrir mikla álnotkun í bíla sína og hér hefur fyrirtækið gengið ennþá lengra. Allt var gert til að létta bílinn sem mest og átti það ekki einungis við yfirbyggingu hans heldur einnig undirvagn sem og hvaðeina sem létta mátti. Fyrir vikið er bíllinn frábær akstursbíll og afar snöggur með öllum þeim vélum sem í boði eru.Styttri og mjórri en aukið rými Ólíkt mörgum öðrum nýjum bílum hefur Audi minnkað Q7 og er hann nú 3,7 sentimetrum styttri og 1,5 cm mjórri. Það þýðir ekki að innanrými hans hafi minnkað, heldur þvert á móti. Bilið milli fram- og aftursæta hefur aukist um 2,1 cm og höfuðrými hefur einnig aukist í bæði fram og aftursætum. En það er ekki nóg að tala um fram- og aftursæti í þessum bíl, hann er með þriðju sætaröðina og þar fer líka einkar vel um farþega. Hægt að fá þau með rafrænni uppsetningu og magnað er að sjá þau fara uppúr flötu gólfinu með því að styðja á takka. Þannig var reynsluakstursbíllinn útbúinn. Innanrými bílsins er hreint út sagt stórkostlega fallegt og mjög yfrið. Til dæmis var leikur einn að setja tvö fjallahjól inní bílinn og ekkert fór fyrir þeim og nóg pláss fyrir annan farangur, sem ekki var þó með í för. Audi Q7 væri hinn fullkomni bíll til ferðalaga með sitt gríðarlega pláss og aksturs- og torfærugetu. Það er ekki heldur leiðinlegt að aka honum í bænum og vakti hann allsstaðar mikjla athygli og störðu margir úr sér augun á þennan fagra bíl. Að ytra útliti má glöggt sjá að hér fer Audi Q7, hann er ekki svo mikið frábrugðinn fyrri kynslóð bílsins, enn bara enn fagurri. Sumir hafa velt fyrir sér af hverju Audi breytti útliti hans ekki meira, en sumu fögru þarf bara ekki að breyta svo mikið. Þarna hefur audi fengið á sig gagnrýni og margir vildu sjá drastíska breytingu á útliti bílsins, en sitt sýnist hverjum um það.Sex strokka dísil- og bensínvélar og tvíorkuaflrás Þessi fyrsti Q7 sem kominn er til landsins er með hinni kunnu 3,0 lítra dísilvél, sem nú er orðin 272 hestöfl. Þannig voru flestir þeir bílar af fyrri kynslóð sem seldust hér á landi, þó svo margir þeirra hafi verið með 8 strokka og 4,2 lítra bensívélinni. Þessi dísilvél er ferlega öflug og skemmtileg og þeytir þessum myndarlega bíl í 100 km hraða á 6,3 sekúndum og gera fáir stórir jeppar betur. Enn betur má þó gera með 333 hestafla bensínvélinni, sem nú er orðin 6 strokka, en með henni er spretturinn tekinn á 6,1 sekúndu. Þriðja aflrásin sem í boði verður er tvíorkuaflrás með bensínsvél og rafmótorum sem skilar 368 hestöflum. Sá bíll kemur örlítið seinna á markað en hinir, en er ekki síður freistandi kostur með sinni litlu eyðslu. Uppgefin eyðsla hans er aðeins 1,7 lítrar og hann kemst fyrstu 56 kílómetrana á rafmagninu einu og mengar aðeins 46 CO2 g/km. Hann ætti því að vera í lægsta tollflokki og fást fyrir vikið á lágu verði. Við akstur dísilbílsins vakti það strax furðu að svo til ekkert heyrðist í vélinni og bíllinn er svo hljóðlátur í alla staði að minnið rekur ekki til annars eins. Ökumaður hefur ekki hugmynd um það að hann sé að aka dísilbíl og þó gefið sé inn þarf að leggja við hlustir til að greina annars mjög fallegt hljóðið í dídilvélinni og þætti sumum það hreinlega og lágvært, því stundum fylgir mikil nautn inngjöfum hvað hjóð varðar.Eins og á persnesku töfrateppi Akstur þessa bíls fylgir ein sú mesta lúxustilfinning sem greinarskrifari hefur reynt. Allt er svo áreynslulaust og fallegt. Bæði er svo gaman að taka á bílnum, hvort sem er í beygjum eða mikilli hröðun á beinum köflum og hann hegðar sér eins og sönnum hefðarmanni sæmir. Fjöðrun bílsins er algert yndi og hann hlær af hraðahindrununum og snýtir þeim eins og þær aldrei hafi verið til. Sama á við í akstri á malarvegum og reynsla erlendra ökumanna við hraðan akstur á vondum vegum í Namibíu var slík að aldrei höfðu þeir reynt eins litla fyrirhöfn við stýringu bíls á öðru hundraðinu á slíku undirlagi. Hann svífur bara yfir eins farið væri um á persnesku töfrateppi. Auk þess var hægt að halda uppi lágværum samræðum í bílnum á meðan. Audi hefur tekist að lækka þyngdarpunkt bílsins um 5 sentimetra og hefur það orðið til að auka akstureiginleika hans til muna. Hérna fer því bíll fyrir vandláta. Verð Audi Q7 með dísilvélinni er 11.890.000 krónur, með 333 hestafla bensínvélinn kostar hann 13.590.000 krónur en verð hans með tvíorkuaflrásinni er ekki ljóst ennþá. Verð Land Rover Discovery með sambærilegri dísilvél í afli er 13.990.000. Verð nýja Volvo XC90 jeppans með mun aflminni 225 hestafla dísvél er 10.590.000 í ódýrustu útfærslu og 11.890.000 í dýrustu útfærslu.Kostir: Rými, góðir aksturseiginleikar, hljóðlátur, frábærar vélarÓkostir: Lítil útlitsbreyting frá fyrri kynslóð 3,0 l. dísilvél, 272 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 149 g/km CO2 Hröðun: 6,3 sek. Hámarkshraði: 234 km/klst Verð frá: 11.890.000 kr. Umboð: HeklaInnanrými Audi Q7 er stórbrotinn staður að vera í.Stafrænt mælaborðið er ferlega flott.Þrjár sætaraðir og þegar tvær öftustu eru lagðar niður er gólfið marflatt. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent
Reynsluakstur - Audi Q7 Vart var hægt að gleðja bílaáhugamann mikið meira en afhenda honum eina eintakið af nýjustu kynslóð Audi Q7 til afnota um verslunarmannahelgina. Það var þó einmitt það sem Hekla gerði á dögunum og var þess notið til hins ítrasta. Hér er kominn bíll sem margir Audi aðdáendur hafa beðið eftir og sú bið er að taka enda og var þess virði ef mið er tekið af gæðum hans og þeim yfirmáta lúxusakstri sem hann býður uppá. Þetta er önnur kynslóð þessa myndarlega jeppa og seldist sú fyrri mjög vel hér á landi og hefur reynst vel. Því má ímynda sér að margur eigandinn af fyrstu kynslóðinni geti hugsað sér að endurnýja og fá fyrir vikið gerbreyttan og enn betri bíl. Fyrir það fyrsta hefur Audi tekist að létta bílinn um heil 325 kíló. Audi er þekkt fyrir mikla álnotkun í bíla sína og hér hefur fyrirtækið gengið ennþá lengra. Allt var gert til að létta bílinn sem mest og átti það ekki einungis við yfirbyggingu hans heldur einnig undirvagn sem og hvaðeina sem létta mátti. Fyrir vikið er bíllinn frábær akstursbíll og afar snöggur með öllum þeim vélum sem í boði eru.Styttri og mjórri en aukið rými Ólíkt mörgum öðrum nýjum bílum hefur Audi minnkað Q7 og er hann nú 3,7 sentimetrum styttri og 1,5 cm mjórri. Það þýðir ekki að innanrými hans hafi minnkað, heldur þvert á móti. Bilið milli fram- og aftursæta hefur aukist um 2,1 cm og höfuðrými hefur einnig aukist í bæði fram og aftursætum. En það er ekki nóg að tala um fram- og aftursæti í þessum bíl, hann er með þriðju sætaröðina og þar fer líka einkar vel um farþega. Hægt að fá þau með rafrænni uppsetningu og magnað er að sjá þau fara uppúr flötu gólfinu með því að styðja á takka. Þannig var reynsluakstursbíllinn útbúinn. Innanrými bílsins er hreint út sagt stórkostlega fallegt og mjög yfrið. Til dæmis var leikur einn að setja tvö fjallahjól inní bílinn og ekkert fór fyrir þeim og nóg pláss fyrir annan farangur, sem ekki var þó með í för. Audi Q7 væri hinn fullkomni bíll til ferðalaga með sitt gríðarlega pláss og aksturs- og torfærugetu. Það er ekki heldur leiðinlegt að aka honum í bænum og vakti hann allsstaðar mikjla athygli og störðu margir úr sér augun á þennan fagra bíl. Að ytra útliti má glöggt sjá að hér fer Audi Q7, hann er ekki svo mikið frábrugðinn fyrri kynslóð bílsins, enn bara enn fagurri. Sumir hafa velt fyrir sér af hverju Audi breytti útliti hans ekki meira, en sumu fögru þarf bara ekki að breyta svo mikið. Þarna hefur audi fengið á sig gagnrýni og margir vildu sjá drastíska breytingu á útliti bílsins, en sitt sýnist hverjum um það.Sex strokka dísil- og bensínvélar og tvíorkuaflrás Þessi fyrsti Q7 sem kominn er til landsins er með hinni kunnu 3,0 lítra dísilvél, sem nú er orðin 272 hestöfl. Þannig voru flestir þeir bílar af fyrri kynslóð sem seldust hér á landi, þó svo margir þeirra hafi verið með 8 strokka og 4,2 lítra bensívélinni. Þessi dísilvél er ferlega öflug og skemmtileg og þeytir þessum myndarlega bíl í 100 km hraða á 6,3 sekúndum og gera fáir stórir jeppar betur. Enn betur má þó gera með 333 hestafla bensínvélinni, sem nú er orðin 6 strokka, en með henni er spretturinn tekinn á 6,1 sekúndu. Þriðja aflrásin sem í boði verður er tvíorkuaflrás með bensínsvél og rafmótorum sem skilar 368 hestöflum. Sá bíll kemur örlítið seinna á markað en hinir, en er ekki síður freistandi kostur með sinni litlu eyðslu. Uppgefin eyðsla hans er aðeins 1,7 lítrar og hann kemst fyrstu 56 kílómetrana á rafmagninu einu og mengar aðeins 46 CO2 g/km. Hann ætti því að vera í lægsta tollflokki og fást fyrir vikið á lágu verði. Við akstur dísilbílsins vakti það strax furðu að svo til ekkert heyrðist í vélinni og bíllinn er svo hljóðlátur í alla staði að minnið rekur ekki til annars eins. Ökumaður hefur ekki hugmynd um það að hann sé að aka dísilbíl og þó gefið sé inn þarf að leggja við hlustir til að greina annars mjög fallegt hljóðið í dídilvélinni og þætti sumum það hreinlega og lágvært, því stundum fylgir mikil nautn inngjöfum hvað hjóð varðar.Eins og á persnesku töfrateppi Akstur þessa bíls fylgir ein sú mesta lúxustilfinning sem greinarskrifari hefur reynt. Allt er svo áreynslulaust og fallegt. Bæði er svo gaman að taka á bílnum, hvort sem er í beygjum eða mikilli hröðun á beinum köflum og hann hegðar sér eins og sönnum hefðarmanni sæmir. Fjöðrun bílsins er algert yndi og hann hlær af hraðahindrununum og snýtir þeim eins og þær aldrei hafi verið til. Sama á við í akstri á malarvegum og reynsla erlendra ökumanna við hraðan akstur á vondum vegum í Namibíu var slík að aldrei höfðu þeir reynt eins litla fyrirhöfn við stýringu bíls á öðru hundraðinu á slíku undirlagi. Hann svífur bara yfir eins farið væri um á persnesku töfrateppi. Auk þess var hægt að halda uppi lágværum samræðum í bílnum á meðan. Audi hefur tekist að lækka þyngdarpunkt bílsins um 5 sentimetra og hefur það orðið til að auka akstureiginleika hans til muna. Hérna fer því bíll fyrir vandláta. Verð Audi Q7 með dísilvélinni er 11.890.000 krónur, með 333 hestafla bensínvélinn kostar hann 13.590.000 krónur en verð hans með tvíorkuaflrásinni er ekki ljóst ennþá. Verð Land Rover Discovery með sambærilegri dísilvél í afli er 13.990.000. Verð nýja Volvo XC90 jeppans með mun aflminni 225 hestafla dísvél er 10.590.000 í ódýrustu útfærslu og 11.890.000 í dýrustu útfærslu.Kostir: Rými, góðir aksturseiginleikar, hljóðlátur, frábærar vélarÓkostir: Lítil útlitsbreyting frá fyrri kynslóð 3,0 l. dísilvél, 272 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 149 g/km CO2 Hröðun: 6,3 sek. Hámarkshraði: 234 km/klst Verð frá: 11.890.000 kr. Umboð: HeklaInnanrými Audi Q7 er stórbrotinn staður að vera í.Stafrænt mælaborðið er ferlega flott.Þrjár sætaraðir og þegar tvær öftustu eru lagðar niður er gólfið marflatt.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent