Sala bíla 41% meiri en í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 09:46 Seslt hafa flestir bílar af Toyota gerð í ár, sem oft áður. Sala nýrra bíla frá janúar til enda júlí í ár hefur verið góð miðað við sama tíma í fyrra. Alls hafa selst 10.823 bílar sem er 41% fleiri bílar en í fyrra þegar þeir voru 7.674. Allir markaðshlutar eru að vaxa ágætlega en þó er áberandi meiri vöxtur í sölu til einstaklinga eða 49,1% og enn meiri vöxtur til fyrirtækja eða 56,5%, annarra en bílaleiga. Bílaleigur hafa síðan keypt 32,7% fleiri bíla en í fyrra og er því hlutdeild bílaleiga heldur að minnka og er það sem af er ári 52,7% af heildarsölunni, miðað við 56% í fyrra. Seinnipart ársins er lítið um sölu til bílaleiga og líklegt er að hlutdeild þeirra endi í um 37% af heildarsölunni.Toyota langsöluhæsta bílamerkið Toyota hefur selst best af einstaka bílamerkjum, eða alls 1.781 bíll en á sama tíma í fyrra voru þeir 1.178, vöxtur uppá 51,2%. Næst söluhæsta bílamerkið er Volkswagen með 1.006 selda bíla en þeir voru 836 í fyrra, 20,3% vöxtur þar. Kia kemur svo í þriðja sæti með 939 bíla, en í fyrra voru þeir 625, 50,2% vöxtur. Þar á eftir koma bílamerkin Suzuki, Skoda, Hyundai, Ford, Renault, Nissan og Mazda er í tíunda sæti. Hástökkvarar ársins er samt Opel með 382 bíl seldan, en aðeins 17 í fyrra, eða 2.141% vöxt. Bílabúð Benna tók yfir Opel merkið frá BL í fyrra. Ennfremur var gríðarlegur vöxtur í sölu Mitsubishi bíla, en selst hafa 206 slíkir á árinu en aðeins 26 í fyrra, sem svarar til 692% vaxtar. Citroën bílar hafa einnig selst 103% betur, með 203 bíla í ár en 100 í fyrra.Mercedes Benz selst best af lúxusbílamerkjunum Vel hefur gengið að selja bíla þá sem teljast til lúxusbílamerkja. Þar trónir Mercedes Benz hæst með 295 bíla selda. Þar á eftir kemur Land Rover/Range Rover með 151 bíl, Volvo 127, Audi 98 og BMW 68. Mest aukning hefur orðið hjá Audi, en þeir hafa selst 55,6% betur en í fyrra, en vöxturinn hjá Volvo er 51,2%. Sala Porsche bíla hefur einnig gengið mjög vel á þessu ári og selst hafa einir 50 bílar, umtalsvert meira en á sama tíma í fyrra og aukningin ef til vill hjá Porsche af lúxusbílamerkjunum. Sala BMW hefur svo til staðið í stað, en selst hafa 68 bílar í ár en 66 á sama tíma í fyrra.BL söluhæsta umboðið Af einstaka bílaumboðum er BL söluhæst með 2.447 selda bíla. Þar á eftir kemur Hekla með 1.970 bíla, Toyota með 1.809 bíla, Brimborg með 1.314 bíla og Askja með 1.234 bíla selda. Þau umboð sem eru enn undir 1.000 bílum seldum eru Bílabúð Benna með 808 bíla, Suzuki með 700 bíla og Bernhard 395 bíla. Aðrir söluaðilar hafa svo selt 146 bíla. Mest aukning á milli ára hefur orðið hjá Brimborg, eða 53,0%, 51,3% hjá Toyota/Lexus, 47,7% hjá BL, 44,2% hjá Bernhard og 42,2% hjá Öskju. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Sala nýrra bíla frá janúar til enda júlí í ár hefur verið góð miðað við sama tíma í fyrra. Alls hafa selst 10.823 bílar sem er 41% fleiri bílar en í fyrra þegar þeir voru 7.674. Allir markaðshlutar eru að vaxa ágætlega en þó er áberandi meiri vöxtur í sölu til einstaklinga eða 49,1% og enn meiri vöxtur til fyrirtækja eða 56,5%, annarra en bílaleiga. Bílaleigur hafa síðan keypt 32,7% fleiri bíla en í fyrra og er því hlutdeild bílaleiga heldur að minnka og er það sem af er ári 52,7% af heildarsölunni, miðað við 56% í fyrra. Seinnipart ársins er lítið um sölu til bílaleiga og líklegt er að hlutdeild þeirra endi í um 37% af heildarsölunni.Toyota langsöluhæsta bílamerkið Toyota hefur selst best af einstaka bílamerkjum, eða alls 1.781 bíll en á sama tíma í fyrra voru þeir 1.178, vöxtur uppá 51,2%. Næst söluhæsta bílamerkið er Volkswagen með 1.006 selda bíla en þeir voru 836 í fyrra, 20,3% vöxtur þar. Kia kemur svo í þriðja sæti með 939 bíla, en í fyrra voru þeir 625, 50,2% vöxtur. Þar á eftir koma bílamerkin Suzuki, Skoda, Hyundai, Ford, Renault, Nissan og Mazda er í tíunda sæti. Hástökkvarar ársins er samt Opel með 382 bíl seldan, en aðeins 17 í fyrra, eða 2.141% vöxt. Bílabúð Benna tók yfir Opel merkið frá BL í fyrra. Ennfremur var gríðarlegur vöxtur í sölu Mitsubishi bíla, en selst hafa 206 slíkir á árinu en aðeins 26 í fyrra, sem svarar til 692% vaxtar. Citroën bílar hafa einnig selst 103% betur, með 203 bíla í ár en 100 í fyrra.Mercedes Benz selst best af lúxusbílamerkjunum Vel hefur gengið að selja bíla þá sem teljast til lúxusbílamerkja. Þar trónir Mercedes Benz hæst með 295 bíla selda. Þar á eftir kemur Land Rover/Range Rover með 151 bíl, Volvo 127, Audi 98 og BMW 68. Mest aukning hefur orðið hjá Audi, en þeir hafa selst 55,6% betur en í fyrra, en vöxturinn hjá Volvo er 51,2%. Sala Porsche bíla hefur einnig gengið mjög vel á þessu ári og selst hafa einir 50 bílar, umtalsvert meira en á sama tíma í fyrra og aukningin ef til vill hjá Porsche af lúxusbílamerkjunum. Sala BMW hefur svo til staðið í stað, en selst hafa 68 bílar í ár en 66 á sama tíma í fyrra.BL söluhæsta umboðið Af einstaka bílaumboðum er BL söluhæst með 2.447 selda bíla. Þar á eftir kemur Hekla með 1.970 bíla, Toyota með 1.809 bíla, Brimborg með 1.314 bíla og Askja með 1.234 bíla selda. Þau umboð sem eru enn undir 1.000 bílum seldum eru Bílabúð Benna með 808 bíla, Suzuki með 700 bíla og Bernhard 395 bíla. Aðrir söluaðilar hafa svo selt 146 bíla. Mest aukning á milli ára hefur orðið hjá Brimborg, eða 53,0%, 51,3% hjá Toyota/Lexus, 47,7% hjá BL, 44,2% hjá Bernhard og 42,2% hjá Öskju.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent