Erlent

Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis

Atli Ísleifsson skrifar
Heimsþing Amnesty International fer nú fram í Dublin.
Heimsþing Amnesty International fer nú fram í Dublin. Mynd/Amnesty
Mannréttindasamtökin Amnesty International samþykktu í dag ályktun um afglæpavæðingu vændis á heimsþingi samtakanna í Dyflinni. Alþjóðaráð samtakanna munu nú þróa stefnu samtakanna í málinu.

Í ályktunni segir að einstaklingar í kynlífsiðnaði séu mikill jaðarhópur sem í flestum tilvikum eigi á hættu að verða fyrir mismunun, ofbeldi og misbeitingu.

Í frétt á vef Amnesty segir að með ályktuninni sé mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullra og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali.

Sjö kvennasamtök á Íslandi höfðu skorað á Íslandsdeild Amnesty International að beita sér af alefli fyrir því að tillaga alþjóðahreyfingar Amnesty um að gefa vændi frjálst verði felld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×