UNICEF: Nepölsk börn lýsa ótta og óöryggi á skjálftasvæðinu Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2015 10:07 Börn sem starfsmenn UNICEF ræddu við segjast kvíðin yfir því hvaða áhrif skortur á hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og læknisþjónustu hafi á heilsu þeirra og fjölskyldna þeirra og eru áhyggjufull yfir því hvaða áhrif lokanir skóla í kjölfar skjálftans hafa á framtíð þeirra. Mynd/Unicef Mörg börn á jarðskjálftasvæðinu í Nepal upplifa ótta og óöryggi yfir að þurfa að búa í tjöldum og yfirfullum neyðarskýlum. Starfsmenn UNICEF og samstarfsaðila hafa rætt við nærri tvö þúsund börn á skjálftasvæðinu sem lifðu af jarðskjálftana í Nepal í vor. Segjast börnin kvíðin yfir því hvaða áhrif skortur á hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og læknisþjónustu hafi á heilsu þeirra og fjölskyldna þeirra og eru áhyggjufull yfir því hvaða áhrif lokanir skóla í kjölfar skjálftans hafa á framtíð þeirra. Í tilkynningu frá UNICEF segir að börnin á skjálftasvæðinu hafi komið með nákvæmar og praktískar ráðleggingar varðandi uppbyggingarstarfið og meðal annars sagst vilja vera betur undirbúin fyrir jarðskjálfta í framtíðinni. „Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Nepal er enn í fullum gangi og þegar hafa þúsundir landsmanna lagt henni lið. Fjölmargir hafa auk þess skráð sig í áheitahlaup fyrir UNICEF á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoninu í næstu viku. „Við erum ákaflega þakklát öllum þeim sem ætla að hlaupa fyrir UNICEF og öllum sem þegar hafa heitið á hlauparana. Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að bætast í hópinn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Börn berskjölduð fyrir misnotkunÍ tilkynningunni segir að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er þau varðar og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. „Skýrslan sem gefin var út í kjölfar samráðsins við börnin nefnist After the earthquake: Nepal´s children speak out. „Börnin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn – nokkuð sem fullorðnir gætu ekki hafa komið auga á,“ segir yfirmaður hjá UNICEF á svæðinu, Dr. Rownak Khan. UNICEF og samtökin fjögur sem stóðu að verkefninu undirstrika þörfina á því að gera samfélög í Nepal betur í stakk búin til að mæta meiriháttar áföllum sem þessum og vara einnig við því að án hjálpar sé heilsu barna, velferð og öryggi verulega ógnað nú þegar monsún-rigningarnar standa yfir. „Rigningarnar gera allt hjálparstarfið erfiðara. Börn á svæðinu hafa gengið í gegnum einstaklega ógnvekjandi reynslu sem orsakar mikla streitu hjá þeim. Þessi reynsla hefur kippt fótunum undan tilveru þeirra og haft veruleg áhrif á skólagöngu þeirra. Börnin þurfa margvíslega aðstoð og einnig sálrænan stuðning til að jafna sig. Veita þarf hjálp hratt og örugglega,“ segir Bergsteinn Jónsson. Tugþúsundir barna á jarðskjálftasvæðinu í Nepal búa við óviðunandi aðstæður í neyðarskýlum. Umfangsmikil hjálp hefur þegar verið veitt en þörfin er enn gríðarleg,“ segir í tilkynningunni. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Mörg börn á jarðskjálftasvæðinu í Nepal upplifa ótta og óöryggi yfir að þurfa að búa í tjöldum og yfirfullum neyðarskýlum. Starfsmenn UNICEF og samstarfsaðila hafa rætt við nærri tvö þúsund börn á skjálftasvæðinu sem lifðu af jarðskjálftana í Nepal í vor. Segjast börnin kvíðin yfir því hvaða áhrif skortur á hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og læknisþjónustu hafi á heilsu þeirra og fjölskyldna þeirra og eru áhyggjufull yfir því hvaða áhrif lokanir skóla í kjölfar skjálftans hafa á framtíð þeirra. Í tilkynningu frá UNICEF segir að börnin á skjálftasvæðinu hafi komið með nákvæmar og praktískar ráðleggingar varðandi uppbyggingarstarfið og meðal annars sagst vilja vera betur undirbúin fyrir jarðskjálfta í framtíðinni. „Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Nepal er enn í fullum gangi og þegar hafa þúsundir landsmanna lagt henni lið. Fjölmargir hafa auk þess skráð sig í áheitahlaup fyrir UNICEF á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoninu í næstu viku. „Við erum ákaflega þakklát öllum þeim sem ætla að hlaupa fyrir UNICEF og öllum sem þegar hafa heitið á hlauparana. Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að bætast í hópinn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Börn berskjölduð fyrir misnotkunÍ tilkynningunni segir að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er þau varðar og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. „Skýrslan sem gefin var út í kjölfar samráðsins við börnin nefnist After the earthquake: Nepal´s children speak out. „Börnin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn – nokkuð sem fullorðnir gætu ekki hafa komið auga á,“ segir yfirmaður hjá UNICEF á svæðinu, Dr. Rownak Khan. UNICEF og samtökin fjögur sem stóðu að verkefninu undirstrika þörfina á því að gera samfélög í Nepal betur í stakk búin til að mæta meiriháttar áföllum sem þessum og vara einnig við því að án hjálpar sé heilsu barna, velferð og öryggi verulega ógnað nú þegar monsún-rigningarnar standa yfir. „Rigningarnar gera allt hjálparstarfið erfiðara. Börn á svæðinu hafa gengið í gegnum einstaklega ógnvekjandi reynslu sem orsakar mikla streitu hjá þeim. Þessi reynsla hefur kippt fótunum undan tilveru þeirra og haft veruleg áhrif á skólagöngu þeirra. Börnin þurfa margvíslega aðstoð og einnig sálrænan stuðning til að jafna sig. Veita þarf hjálp hratt og örugglega,“ segir Bergsteinn Jónsson. Tugþúsundir barna á jarðskjálftasvæðinu í Nepal búa við óviðunandi aðstæður í neyðarskýlum. Umfangsmikil hjálp hefur þegar verið veitt en þörfin er enn gríðarleg,“ segir í tilkynningunni.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira