Lífið

Sjaldgæfur hvítur hvalur festur á filmu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hvalurinn sem talinn er vera sonur Migaloo.
Hvalurinn sem talinn er vera sonur Migaloo. Skjáskot
Hvítur hnúfubakur sást við strendur Ástralíu í morgun. Upprunalega var talið að um hvalinn Migaloo væri að ræða, en sérfræðingar segja svo ekki vera. Migaloo varð heimsfrægur árið 1991. Þá sást hann fyrst og var hann eini hvíti hnúfubakurinn í heiminum. Þangað til hann sást á sundi með hvítum kálf árið 2011.

Hvalurinn sem sást í dag er einmitt talinn vera sonur Migaloo, það hefur þó ekki verið staðfest samkvæmt Washington Post.

Einungis er vitað til þess að þrír slíkir hvalir séu til. Migaloo, „sonur hans“ og einn enn sem er með svarta bletti á sporðinum. Þeir hafa allir sést við strendur Ástralíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×