Innlent

Yfirlýsing frá fjölskyldu Arngríms

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Líðan Arngríms Jóhannsonar, þaulreynda flugmannsins sem komst lífs af í flugslysi í Hörgárdal í gær, er stöðug en hann dvelur nú á gjörgæsludeild Landsspítalans með alvarlega brunaáverka.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu Arngríms. Fjölskyldan vill jafnframt koma á framfæri þakklæti til lögreglu, Landhelgisgæslunnar og björgunarsveita sem komu að leit og björgun Arngríms auk þeirra sem sjá um ummönnun hans á Landspítalanum.

Um 200 björgunarmenn tóku þátt í leitinni ásamt þyrlum Landhelgisgæslu Íslands. Leit stóð yfir í um þrjá og hálfan tíma áður en flak vélarinnar fannst. Flogið var með Arngrím til Reykjavíkur með sjúkraflugi en kanadískur karlmaður lést í slysinu. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin.



Yfirlýsing frá fjölskyldu Arngríms:

Við viljum koma á framfæri kæru þakklæti til lögreglu, Landhelgisgæslunnar og þeirra fjölmörgu björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem komu að leit og björgun Arngríms. Hann dvelur nú á gjörgæsludeild Landspítala. Líðan hans er stöðug eftir atvikum en hann hlaut alvarlega brunaáverka.

Fjölmiðlar hafa verið nokkuð ágengir um nýjar upplýsingar um líðan Arngríms. Við biðjum þá um að sýna okkur tillitsemi á þessum erfiða tíma og að Arngrími sé veitt það næði sem nauðsynlegt er til að hann nái bata.

Að lokum viljum við koma á framfæri kæru þakklæti fyrir þá góðu ummönnun sem hann hefur fengið á Landspítala og allar hlýjar kveðjur frá bæði vinum og ættingjum.


Tengdar fréttir

Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur

Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður.

Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni

Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins.

Leit hafin að lítilli flugvél

Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni.

Með alvarlega áverka eftir flugslysið

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×