Innlent

Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan hélt uppi markvissu eftirliti á hátíðinni.
Lögreglan hélt uppi markvissu eftirliti á hátíðinni. Vísir/Vilhelm
Tuttugu og níu fíknefnamál komu upp hjá lögreglunni á Vesturlandi um liðna helgi en embættið segir flest þeirra tengd gestum tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival sem haldin var á Hellissandi á Snæfellsnesi daga 7. til 9. ágúst.

Lögreglan telur að um 200 manns hafi sótt þessa hátíð en hún segist hafa þurft að hafa afskipti af fólki sem var í fíkniefnaneyslu og með ung börn. Hún nefnir einnig í fréttapósti sínum að í tvígang hafi verið gerður aðsúgur að lögreglu þegar hún hafði afskipti af fólki.

Lögreglan segir hátíðina hafa verið haldna á mikilla afskipta lögreglu síðustu ár en nú hélt lögreglan uppi markvissu eftirliti og notaði meðal annars tvo fíkniefnahunda.

Lögreglan segist hafa að mestu hafa lagt hald á neysluskammta hjá fólki en einnig fundust efni sem talin eru hafa verið ætluð til sölu. Lögreglan segir að mest megnis hafi verið um kannabisefni að ræða en einnig fundust harðari efni eins og amfetamín og kókaín.

Lagði lögregla einnig hald á ætlaða ofskynjunarsveppi og skammta af ætluðu LSD og nokkrar töflur af ætluðu MDMA.

Tvö barnaverndarmál komu upp í tengslum við samkomuna og þurfti lögregla að hafa afskipti af fólki á tjaldstæði sem var í fíkniefnaneyslu og var með ung börn. Var þeim málum komið til barnaverndaryfirvalda. Lögreglan segir marga samkomugesti hafa verið mjög ósátta við afskipti lögreglu og segir hún að aðsúgur hafi verið gerður að lögreglunni í tvígang þegar hún hafði afskipti af fólki.

Um helgina komu 29 fíkniefnamál upp hjá Lögreglunni á Vesturlandi og voru flest þeira tengd gestum tónleikanna 'Extreme...

Posted by Lögreglan Vesturlandi on Monday, August 10, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×