Erlent

Fjöldi skipulagðra árása í Tyrklandi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Rannsakendur girtu af svæðið umhverfis lögreglustöðina þar sem ein sprengjanna sprakk.
Rannsakendur girtu af svæðið umhverfis lögreglustöðina þar sem ein sprengjanna sprakk. Vísir/epa
Nokkrar skipulagðar árásir hafa verið gerðar í Tyrklandi í dag. Fimm meðlimir tyrkneskra öryggissveita létust í sprengjuárás í suðausturhluta landsins auk þess sem sprengju var kastað í borginni Istanbúl, þar sem að minnsta kosti sjö særðust. 

Tveir árásarmenn skutu úr byssum fyrir utan ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Istanbúl í morgun en enginn slasaðist í þeirri árás. Árásarmennirnir flúðu af vettvangi en lögreglu tókst að handsama annan þeirra, sem er talin vera kona samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum. Sendiráðinu hefur nú verið lokað þar til tilkynnt verður um annað.

Önnur árás varð á svipuðum tíma í héraðinu Sirnak í suðaustur hluta Tyrklands, þar sem sprengju var kastað með þeim afleiðingum að fjórir lögreglumenn létust.  Þá sprakk bílasprengja nálægt lögreglustöð í hverfinu Sultanbeyli þar sem tíu manns slösuðust, þar af þrír lögreglumenn. Tveir grunaðir árásarmenn voru í kjölfarið skotnir af lögreglu en í þeim átökum slasaðist lögreglumaður illa og lést af sárum sínum á spítala.

Í kjölfar árásanna hafa herþyrlur kastað sprengjum að búðum kúrdíska verkamannaflokssins, en kúrdar eru taldir bera ábyrgð á árásunum. Spenna á milli tyrkneskra yfirvalda og kúrda hefur farið vaxandi síðustu vikur, eða síðan tyrkneska ríkisstjórnin tilkynnti að hún myndi taka virkari þátt í baráttunni gegn íslamska ríkinu.  Kúríski verkamannaflokkurinn, PKK, hefur barist gegn vígamönnum íslamska ríkisins og sigrað þá í nokkrum bardögum í bæði Sýrlandi og Írak. Tyrknesk yfirvöld, sem og nokkur vestræn ríki, telja kúrdíska verkamannaflokkinn aftur á móti hryðjuverkasamtök. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×