Viðar Örn: „Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2015 19:00 Viðar Örn leikur knattspyrnu í Kina. vísir/getty „Ég er orðinn vel vanur flugum og flýg alveg einu sinni til tvisvar í viku þarna út í Kína,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Jiangsu Guoxin-Sainty og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, en hann var gestur í þættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Hann tók nokkur flug til að koma sér til Íslands frá Kína og þá til að að koma til móts við íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir því hollenska á fimmtudaginn í Amsterdam. „Þetta er mjög fínt en auðvitað nokkuð sérstakt. Veðrið, fólkið og maturinn er allt annað en maður er vanur. Æfingarnar taka svona þrjá til fjóra tíma af deginum og síðan er maður bara mikið að slaka á, horfa á þætti og kíki annað slagið og skoðar menninguna. Þetta er risa stór borg,“ segir viðar en lið hans er staðsett í kínversku borginni Nanjing og þar búa yfir átta milljónir. „Það kemur alveg fyrir að maður er stoppaður út á götu og fólk þekkir mann, kannski meira í hverfinu sem ég bý í,“ segir Viðar sem er ekki enn kominn með bílpróf. „Það er aðeins minna vesen en ég hélt að taka prófið, fyrst hélt ég að maður þyrfti að kunna kínversku en það er víst hægt að komast í gegnum þetta próf með smá vinnu,“ segir Viðar sem er ávallt sóttur á æfingar og hefur hann sinn eigin bílstjóra. „Það er helvíti þægilegt og enginn ástæða til að hætta því.“ Lið Viðars er nú í 8. sæti kínversku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 24 umferðir. „Þetta er töluvert undir markmiðum okkar og liðið á að vera ofar í töflunni. Það eru yfirleitt fimm útlendingar í hverju liði en það mega bara þrír spila inn á vellinum í einu. Kínverjar eru á mikilli uppleið í boltanum og þeir eru bara mjög seigir. Það eru fáar stórstjörnur í deildinni en leikmennirnir eru mjög klókir og með góða tækni.“Vantar upp á leikskilning Hann segir að það vanti kannski aðeins upp á leikskilning hjá leikmönnum liðanna. „Ég fékk mikið fleiri færi í Noregi og ég er ekki að fá eins góða aðstoð frá leikmönnunum í mínu liði núna, auðvitað liggur þetta einnig eitthvað hjá mér,“ segir Viðar sem hefur skorað átta mörk í deildinni í Kína og þrjú í bikarkeppninni. „Stundum skorar maður ekki eins mikið og maður vill en maður verður bara að halda áfram og leggja sig fram. Ég er klárlega búinn að taka skref framá við sem leikmaður með því að skipta um lið. Það var auðvitað allt inni hjá mér í fyrra og sjálfstraustið vissulega aðeins meira þegar kemur að markaskori en mér finnst ég hafa spilað betur í deildinni í Kína en ég gerði í Noregi, ég bara skoraði meira í Noregi.“ Viðar líður vel í Kína, svona fyrir utan fjörutíu stiga hitann sem er þar. „Ég kem til með að koma til Evrópu aftur, bara spurning hvort það verði á næstu ári eða þarnæsta. Ég bara gat ekki sagt nei við þessum tilboði frá Kína, það var of gott. En það væri alveg gaman að fá að spila í stórri deild í Evrópu.“ Viðar er í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Hollendingum og Kasökum. „Maður kemur alltaf inn í hópinn með það að markmiði að spila leikina og því leggur maður sig alltaf hundrað prósent fram. En þetta verkefni er gríðarlega spennandi og skemmtilegt. Við erum með sjálfstraustið alveg í botni og vonandi náum við flottum úrslitum og ég hugsa að draumur allra Íslendinga er að komast á stórmót á næsta ári. Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig.“ Hlusta má á viðtalið hér að neðan en það hefst eftir 1:31:00. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira
„Ég er orðinn vel vanur flugum og flýg alveg einu sinni til tvisvar í viku þarna út í Kína,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Jiangsu Guoxin-Sainty og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, en hann var gestur í þættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Hann tók nokkur flug til að koma sér til Íslands frá Kína og þá til að að koma til móts við íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir því hollenska á fimmtudaginn í Amsterdam. „Þetta er mjög fínt en auðvitað nokkuð sérstakt. Veðrið, fólkið og maturinn er allt annað en maður er vanur. Æfingarnar taka svona þrjá til fjóra tíma af deginum og síðan er maður bara mikið að slaka á, horfa á þætti og kíki annað slagið og skoðar menninguna. Þetta er risa stór borg,“ segir viðar en lið hans er staðsett í kínversku borginni Nanjing og þar búa yfir átta milljónir. „Það kemur alveg fyrir að maður er stoppaður út á götu og fólk þekkir mann, kannski meira í hverfinu sem ég bý í,“ segir Viðar sem er ekki enn kominn með bílpróf. „Það er aðeins minna vesen en ég hélt að taka prófið, fyrst hélt ég að maður þyrfti að kunna kínversku en það er víst hægt að komast í gegnum þetta próf með smá vinnu,“ segir Viðar sem er ávallt sóttur á æfingar og hefur hann sinn eigin bílstjóra. „Það er helvíti þægilegt og enginn ástæða til að hætta því.“ Lið Viðars er nú í 8. sæti kínversku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 24 umferðir. „Þetta er töluvert undir markmiðum okkar og liðið á að vera ofar í töflunni. Það eru yfirleitt fimm útlendingar í hverju liði en það mega bara þrír spila inn á vellinum í einu. Kínverjar eru á mikilli uppleið í boltanum og þeir eru bara mjög seigir. Það eru fáar stórstjörnur í deildinni en leikmennirnir eru mjög klókir og með góða tækni.“Vantar upp á leikskilning Hann segir að það vanti kannski aðeins upp á leikskilning hjá leikmönnum liðanna. „Ég fékk mikið fleiri færi í Noregi og ég er ekki að fá eins góða aðstoð frá leikmönnunum í mínu liði núna, auðvitað liggur þetta einnig eitthvað hjá mér,“ segir Viðar sem hefur skorað átta mörk í deildinni í Kína og þrjú í bikarkeppninni. „Stundum skorar maður ekki eins mikið og maður vill en maður verður bara að halda áfram og leggja sig fram. Ég er klárlega búinn að taka skref framá við sem leikmaður með því að skipta um lið. Það var auðvitað allt inni hjá mér í fyrra og sjálfstraustið vissulega aðeins meira þegar kemur að markaskori en mér finnst ég hafa spilað betur í deildinni í Kína en ég gerði í Noregi, ég bara skoraði meira í Noregi.“ Viðar líður vel í Kína, svona fyrir utan fjörutíu stiga hitann sem er þar. „Ég kem til með að koma til Evrópu aftur, bara spurning hvort það verði á næstu ári eða þarnæsta. Ég bara gat ekki sagt nei við þessum tilboði frá Kína, það var of gott. En það væri alveg gaman að fá að spila í stórri deild í Evrópu.“ Viðar er í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Hollendingum og Kasökum. „Maður kemur alltaf inn í hópinn með það að markmiði að spila leikina og því leggur maður sig alltaf hundrað prósent fram. En þetta verkefni er gríðarlega spennandi og skemmtilegt. Við erum með sjálfstraustið alveg í botni og vonandi náum við flottum úrslitum og ég hugsa að draumur allra Íslendinga er að komast á stórmót á næsta ári. Við förum til Hollands til að ná í þrjú stig.“ Hlusta má á viðtalið hér að neðan en það hefst eftir 1:31:00.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira