Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 14:43 Frá vatnavöxtunum á Siglufirði í gær. mynd/andri freyr sveinsson Samráðshópur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kallaði eftir að kæmi saman vegna mikilla vatnavaxta á Norðurlandi og Ströndum í vikunni kom saman í hádeginu í dag. Fulltrúar frá forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti funduðu ásamt veðurstofustjóra, vegamálastjóra og forstjóra viðlagatryggingar. „Málið kemur strax inn á borð viðlagatryggingar og það fóru þrír fulltrúar frá þeim norður strax í gær. Þetta snýst um að meta tjónið sem varð,“ segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann segir fundinn í hádeginu hafa snúist um að samræma viðbrögð þeirra sem að málinu koma. „Þó að tjónið sé mikið þá er ljóst að það er engin bráðahætta. Það er svo stefnt á annan fund á mánudaginn þar sem staðan verður tekin aftur.“ Páll Kristjánsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Akureyri, segir ekki ljóst á þessari stundu hve mikið tjón stofnunarinnar sé í krónum talið vegna úrhellisins. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að því hreinsa veginn sitthvoru megin við Strákagöng. „Þetta er margra daga vinna að hreinsa þetta upp. Það er alveg gríðarlegt magn af efnum sem hefur komið niður með þessu,“ segir Páll. Hann segist vonast til að hægt verði að opna vegina eftir helgi þó að ekki sé öruggt að það takist. Þá bíði jafnframt feiknavinna starfsmannanna utan vega. Það geti því tekið meira en viku að koma vegunum í samt lag á ný. Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Allt á floti og Hólavegur farinn í sundur á Siglufirði Allir starfsmenn Fjallabyggðar nú vinna að því að lágmarka tjónið vegna úrhellsins og flóðanna. 28. ágúst 2015 14:22 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samráðshópur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kallaði eftir að kæmi saman vegna mikilla vatnavaxta á Norðurlandi og Ströndum í vikunni kom saman í hádeginu í dag. Fulltrúar frá forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti funduðu ásamt veðurstofustjóra, vegamálastjóra og forstjóra viðlagatryggingar. „Málið kemur strax inn á borð viðlagatryggingar og það fóru þrír fulltrúar frá þeim norður strax í gær. Þetta snýst um að meta tjónið sem varð,“ segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann segir fundinn í hádeginu hafa snúist um að samræma viðbrögð þeirra sem að málinu koma. „Þó að tjónið sé mikið þá er ljóst að það er engin bráðahætta. Það er svo stefnt á annan fund á mánudaginn þar sem staðan verður tekin aftur.“ Páll Kristjánsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Akureyri, segir ekki ljóst á þessari stundu hve mikið tjón stofnunarinnar sé í krónum talið vegna úrhellisins. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að því hreinsa veginn sitthvoru megin við Strákagöng. „Þetta er margra daga vinna að hreinsa þetta upp. Það er alveg gríðarlegt magn af efnum sem hefur komið niður með þessu,“ segir Páll. Hann segist vonast til að hægt verði að opna vegina eftir helgi þó að ekki sé öruggt að það takist. Þá bíði jafnframt feiknavinna starfsmannanna utan vega. Það geti því tekið meira en viku að koma vegunum í samt lag á ný.
Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Allt á floti og Hólavegur farinn í sundur á Siglufirði Allir starfsmenn Fjallabyggðar nú vinna að því að lágmarka tjónið vegna úrhellsins og flóðanna. 28. ágúst 2015 14:22 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59
Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24
Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27
Allt á floti og Hólavegur farinn í sundur á Siglufirði Allir starfsmenn Fjallabyggðar nú vinna að því að lágmarka tjónið vegna úrhellsins og flóðanna. 28. ágúst 2015 14:22