Pawel segir Sigmund Davíð bæði brjóta lög og ljúga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2015 10:15 Sigmundur Davíð gagnrýndi borgaryfirvöld í Reykjavík í vikunni. Vísir Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra brjóta lög og ljúga. Ráðherrann gerði alvarlegar athugasemdir við borgarskipulag í Reykjavík í vikunni. Segir hann að gamla byggðin í Reykjavík hafi aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn. „Það er hlutverk borgaryfirvalda að leggja línurnar í skipulagsmálum á þann hátt að það skapi jákvæða hvata en ekki neikvæða, ýti undir fegrun umhverfisins og vernd menningararfsins, þess sem tengir okkur við sögu borgarinnar og gerir gamla bæinn að sérstæðum og aðlaðandi stað. [...] Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg,“ segir Sigmundur í niðurlagi greinarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var sammála sumum punktum ráðherrans en ósammála öðrum. Borgarstjóri segir rétt að fram undan sé mikil uppbygging í Reykjavík og að vanda þurfi til verka við hana. Hann bendir á að uppbyggingin sé í flestum tilvikum á grundvelli endurskoðaðs skipulags þannig að samhliða nýbyggingum hafi aldrei fleiri gömul hús verið vernduð og endurbyggð. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur.Megi ekki búa hvar sem er samkvæmt lögunum „Ef Sigmund Davíð langar að hafa áhrif á skipulagsmál í Reykjavík, þá getur hann allavega byrjað á því að flytja lögheimilið sitt borgina sem hann sannarlega býr í. Þetta hljómar eins og rasshausaathugasemd en þá verður það bara að vera svo,“ segir Pawel og segir athugasemdir ráðherrans fara í taugarnar á sér. „Í fyrsta lagi er Sigmundur Davíð klárlega að brjóta lög. Lögin heimila þingmönnum og ráðherrum að halda lögheimili á staðnum sem þeir bjuggu áður en þeir urðu þingmenn og ráðherrar. Lögin heimila ekki að þeir geti bara verið með það hvar sem er.“ Sigmundur Davíð er sem kunnugt er sem kunnugt er þingmaður Framsóknarflokksins fyrir Norðausturkjördæmi þótt þar hafi hann aldrei búið. Hann er búsettur í Seljahverfinu í Reykjavík í dag.Katrín Oddsdóttir lögmaður.Katrín Oddsdóttir lögmaður, vísar í lög um lögheimili þar sem segir að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. „Einhverra hluta vegna teljast þó hælisleitendur ekki eiga lögheimili á Íslandi og SDG út á landi…,“ segir Katrín sem unnið hefur mikið með hælisleitendum hér á landi. „Í öðru lagi fer þetta bara í taugarnar á mér því þótt Sigmundur segist ekki þiggja fé fyrir þetta þá eru þetta samt lygar,“ segir Pawel. Vísar hann til þess að ráðherrann hefur greint frá því að hann þiggji ekki þá fjárhæð sem landsbyggðarþingmenn eiga rétt á. „Lygar sem eiga að ná fram jákvæðum hugrenningartengslum hjá kjósendum í viðkomandi kjördæmi. Lygar. Rétt eins og ef ég segðist vera golfáhugamaður í von um að fá atkvæði golfáhugamanna. Þótt ég spili ekki golf.“Guðmundur Kristján Jónsson skipulagsfræðingur.Víkur ekki einu orði að núgildandi skipulagi Guðmundur Kristján Jónsson, skipulagsfræðingur og pistlahöfundur í Fréttablaðinu, segir í bakþönkum sínum að ráðherra viðhaldi þráhyggju sinni fyrir fortíðinni og óttanum. Ráðherrann vísi fyrst og fremst í aðalskipulagið frá 1962 sem sé réttilega alræmt. Á það fallist hann með ráðherranum.„Nýja skipulagið er það hins vegar ekki og það ætti að vera skoðanasystkinum ráðherrans mikið fagnaðarefni að nýsamþykkt aðalskipulag Reykjavíkur tekur af mikilli festu á öllum þeim áhyggjuefnum sem lýst er í umræddri grein. Líkindin með aðalskipulaginu og greininni eru slík að ef það væri ekki augljóst að ráðherrann hefur ekki kynnt sér skipulagið þá mætti halda að um ritstuld væri að ræða.“Guðmundur Kristján bendir á að þeir sem beri ábyrgð á skipulagsgerð í borginni og hjá Skipulagsstofnun séu þaulreyndir sérfræðingar á sínum sviðum. Hafi þeir, ólíkt ákveðnum aðilum, lokið háskólanámi í arkitektúr og skipulagsfræðum. „Það er hins vegar klassískur SDG að skauta fram hjá helstu staðreyndum málsins og freista þess að ala enn frekar á sundrungu milli ríkis og borgar og gera lítið úr opinberum starfsmönnum í leiðinni. Sömu starfsmönnum og hann mun neyðast til að ráða í vinnu ef honum verður að ósk sinni um stofnun embættis skipulagsráðherra ríkisins. Röðin var vissulega komin að þeim eftir aflífunina á sjálfstætt starfandi arkitektum landsins sem ekki er treystandi til að hanna Alþingisreitinn sem nú státar af fagurgráu og steindauðu malar- og bílaplani í hjarta miðborgarinnar.“Athugaemd Pawels í heild sinni má sjá hér að neðan.Ef Sigmund Davíð langar að hafa áhrif á skipulagsmál í Reykjavík, þá getur hann allavega byrjað á því að flytja lö...Posted by Pawel Bartoszek on Friday, August 28, 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra brjóta lög og ljúga. Ráðherrann gerði alvarlegar athugasemdir við borgarskipulag í Reykjavík í vikunni. Segir hann að gamla byggðin í Reykjavík hafi aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn. „Það er hlutverk borgaryfirvalda að leggja línurnar í skipulagsmálum á þann hátt að það skapi jákvæða hvata en ekki neikvæða, ýti undir fegrun umhverfisins og vernd menningararfsins, þess sem tengir okkur við sögu borgarinnar og gerir gamla bæinn að sérstæðum og aðlaðandi stað. [...] Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg,“ segir Sigmundur í niðurlagi greinarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var sammála sumum punktum ráðherrans en ósammála öðrum. Borgarstjóri segir rétt að fram undan sé mikil uppbygging í Reykjavík og að vanda þurfi til verka við hana. Hann bendir á að uppbyggingin sé í flestum tilvikum á grundvelli endurskoðaðs skipulags þannig að samhliða nýbyggingum hafi aldrei fleiri gömul hús verið vernduð og endurbyggð. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur.Megi ekki búa hvar sem er samkvæmt lögunum „Ef Sigmund Davíð langar að hafa áhrif á skipulagsmál í Reykjavík, þá getur hann allavega byrjað á því að flytja lögheimilið sitt borgina sem hann sannarlega býr í. Þetta hljómar eins og rasshausaathugasemd en þá verður það bara að vera svo,“ segir Pawel og segir athugasemdir ráðherrans fara í taugarnar á sér. „Í fyrsta lagi er Sigmundur Davíð klárlega að brjóta lög. Lögin heimila þingmönnum og ráðherrum að halda lögheimili á staðnum sem þeir bjuggu áður en þeir urðu þingmenn og ráðherrar. Lögin heimila ekki að þeir geti bara verið með það hvar sem er.“ Sigmundur Davíð er sem kunnugt er sem kunnugt er þingmaður Framsóknarflokksins fyrir Norðausturkjördæmi þótt þar hafi hann aldrei búið. Hann er búsettur í Seljahverfinu í Reykjavík í dag.Katrín Oddsdóttir lögmaður.Katrín Oddsdóttir lögmaður, vísar í lög um lögheimili þar sem segir að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. „Einhverra hluta vegna teljast þó hælisleitendur ekki eiga lögheimili á Íslandi og SDG út á landi…,“ segir Katrín sem unnið hefur mikið með hælisleitendum hér á landi. „Í öðru lagi fer þetta bara í taugarnar á mér því þótt Sigmundur segist ekki þiggja fé fyrir þetta þá eru þetta samt lygar,“ segir Pawel. Vísar hann til þess að ráðherrann hefur greint frá því að hann þiggji ekki þá fjárhæð sem landsbyggðarþingmenn eiga rétt á. „Lygar sem eiga að ná fram jákvæðum hugrenningartengslum hjá kjósendum í viðkomandi kjördæmi. Lygar. Rétt eins og ef ég segðist vera golfáhugamaður í von um að fá atkvæði golfáhugamanna. Þótt ég spili ekki golf.“Guðmundur Kristján Jónsson skipulagsfræðingur.Víkur ekki einu orði að núgildandi skipulagi Guðmundur Kristján Jónsson, skipulagsfræðingur og pistlahöfundur í Fréttablaðinu, segir í bakþönkum sínum að ráðherra viðhaldi þráhyggju sinni fyrir fortíðinni og óttanum. Ráðherrann vísi fyrst og fremst í aðalskipulagið frá 1962 sem sé réttilega alræmt. Á það fallist hann með ráðherranum.„Nýja skipulagið er það hins vegar ekki og það ætti að vera skoðanasystkinum ráðherrans mikið fagnaðarefni að nýsamþykkt aðalskipulag Reykjavíkur tekur af mikilli festu á öllum þeim áhyggjuefnum sem lýst er í umræddri grein. Líkindin með aðalskipulaginu og greininni eru slík að ef það væri ekki augljóst að ráðherrann hefur ekki kynnt sér skipulagið þá mætti halda að um ritstuld væri að ræða.“Guðmundur Kristján bendir á að þeir sem beri ábyrgð á skipulagsgerð í borginni og hjá Skipulagsstofnun séu þaulreyndir sérfræðingar á sínum sviðum. Hafi þeir, ólíkt ákveðnum aðilum, lokið háskólanámi í arkitektúr og skipulagsfræðum. „Það er hins vegar klassískur SDG að skauta fram hjá helstu staðreyndum málsins og freista þess að ala enn frekar á sundrungu milli ríkis og borgar og gera lítið úr opinberum starfsmönnum í leiðinni. Sömu starfsmönnum og hann mun neyðast til að ráða í vinnu ef honum verður að ósk sinni um stofnun embættis skipulagsráðherra ríkisins. Röðin var vissulega komin að þeim eftir aflífunina á sjálfstætt starfandi arkitektum landsins sem ekki er treystandi til að hanna Alþingisreitinn sem nú státar af fagurgráu og steindauðu malar- og bílaplani í hjarta miðborgarinnar.“Athugaemd Pawels í heild sinni má sjá hér að neðan.Ef Sigmund Davíð langar að hafa áhrif á skipulagsmál í Reykjavík, þá getur hann allavega byrjað á því að flytja lö...Posted by Pawel Bartoszek on Friday, August 28, 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28
Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09
Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24