Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2015 21:15 Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. Verktakinn segir að byggingarkrani hafi aldrei áður sést í Öræfasveit. Þótt lágreistar séu eru byggingarnar þegar farnar að setja svip sinn á umhverfi Hnappavalla en hótelið verður hluti af keðju Fosshótela. Beka-ráðgjöf annast verkið en húsasmíðin er í höndum Húsheildar ehf. í Hafnarfirði. „Ég held að ég sé ekki að ljúga mikið þegar ég segi að þetta sé stærsta hótel sem byggt hefur verið í dreifbýli,“ segir Ólafur Ragnarsson, byggingarverktaki hjá Húsheild ehf. „Þetta verður frekar fínt hótel. Þetta á að vera svona í hærri klassa, stór og flott herbergi, og alveg gríðarlega flott útsýni hérna.“Hótelbyggingin er þegar orðin áberandi við Hnappavelli. Byggingarkraninn er sagður sá fyrsti sem notaður er við húsbyggingu í Öræfasveit.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því að opna næsta vor. Herbergin verða 104 talsins en einnig verða veitingasalir og ráðstefnuaðstaða. Það er reyndar með ólíkindum hversu hratt hótelið rís en framkvæmdir hófust þann 15. apríl í vor. Ástæðuna segir Ólafur vera þessar innfluttu timbureiningar. „Þær eru alveg stórsniðugar. Þær auka framkvæmdahraða hér bara alveg um 40 prósent.“ Við smíðina starfa þrjátíu manns og fer fjölgandi. 50-60 manns verða með haustinu og í vetur, þegar fleiri pípulagningamenn og rafvirkjar koma í innivinnuna, að sögn Ólafs. Hér í Öræfasveit finna þeir fyrir vinnuaflsskorti. „Jarðvinnuverktakinn er af þessu svæði og aukamenn í kringum það. Svo eru bændur hér tengdir jarðvinnunni. Ég hef nú ekki náð nema einum smið hér úr nágrenninu. Það er bara bullandi uppgangur á þessu svæði og erfitt að fá fólk. Þannig að við erum bara töluvert úr bænum sem erum hérna,“ segir Ólafur.Hótelið verður í mörgum lágreistum en samtengdum byggingum.Í Öræfum hafa menn aldrei séð annað eins. Þetta er einfaldlega stærsta atvinnuuppbygging í sögu þessa fámenna héraðs. „Þið verðið að athuga það að til dæmis í Öræfasveit, - þetta er í fyrsta skipti sem kemur byggingarkrani í sveitina. Það hefur aldrei gerst áður,“ segir Ólafur hjá Húsheild. Í viðtali fyrir tveimur árum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að neðan, sagði Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að fjárfestingin gæti orðið upp á einn og hálfan milljarð króna. Tengdar fréttir Hefja smíði lúxushótels við rætur Öræfajökuls Fosshótel áforma smíði lúxushótels við Hnappavelli í Öræfasveit fyrir einn og hálfan milljarð króna. 8. október 2013 19:13 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. Verktakinn segir að byggingarkrani hafi aldrei áður sést í Öræfasveit. Þótt lágreistar séu eru byggingarnar þegar farnar að setja svip sinn á umhverfi Hnappavalla en hótelið verður hluti af keðju Fosshótela. Beka-ráðgjöf annast verkið en húsasmíðin er í höndum Húsheildar ehf. í Hafnarfirði. „Ég held að ég sé ekki að ljúga mikið þegar ég segi að þetta sé stærsta hótel sem byggt hefur verið í dreifbýli,“ segir Ólafur Ragnarsson, byggingarverktaki hjá Húsheild ehf. „Þetta verður frekar fínt hótel. Þetta á að vera svona í hærri klassa, stór og flott herbergi, og alveg gríðarlega flott útsýni hérna.“Hótelbyggingin er þegar orðin áberandi við Hnappavelli. Byggingarkraninn er sagður sá fyrsti sem notaður er við húsbyggingu í Öræfasveit.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því að opna næsta vor. Herbergin verða 104 talsins en einnig verða veitingasalir og ráðstefnuaðstaða. Það er reyndar með ólíkindum hversu hratt hótelið rís en framkvæmdir hófust þann 15. apríl í vor. Ástæðuna segir Ólafur vera þessar innfluttu timbureiningar. „Þær eru alveg stórsniðugar. Þær auka framkvæmdahraða hér bara alveg um 40 prósent.“ Við smíðina starfa þrjátíu manns og fer fjölgandi. 50-60 manns verða með haustinu og í vetur, þegar fleiri pípulagningamenn og rafvirkjar koma í innivinnuna, að sögn Ólafs. Hér í Öræfasveit finna þeir fyrir vinnuaflsskorti. „Jarðvinnuverktakinn er af þessu svæði og aukamenn í kringum það. Svo eru bændur hér tengdir jarðvinnunni. Ég hef nú ekki náð nema einum smið hér úr nágrenninu. Það er bara bullandi uppgangur á þessu svæði og erfitt að fá fólk. Þannig að við erum bara töluvert úr bænum sem erum hérna,“ segir Ólafur.Hótelið verður í mörgum lágreistum en samtengdum byggingum.Í Öræfum hafa menn aldrei séð annað eins. Þetta er einfaldlega stærsta atvinnuuppbygging í sögu þessa fámenna héraðs. „Þið verðið að athuga það að til dæmis í Öræfasveit, - þetta er í fyrsta skipti sem kemur byggingarkrani í sveitina. Það hefur aldrei gerst áður,“ segir Ólafur hjá Húsheild. Í viðtali fyrir tveimur árum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að neðan, sagði Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að fjárfestingin gæti orðið upp á einn og hálfan milljarð króna.
Tengdar fréttir Hefja smíði lúxushótels við rætur Öræfajökuls Fosshótel áforma smíði lúxushótels við Hnappavelli í Öræfasveit fyrir einn og hálfan milljarð króna. 8. október 2013 19:13 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Hefja smíði lúxushótels við rætur Öræfajökuls Fosshótel áforma smíði lúxushótels við Hnappavelli í Öræfasveit fyrir einn og hálfan milljarð króna. 8. október 2013 19:13