Lífið

Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow

Samúel Karl Ólason skrifar
Jon Snow og George RR Martin.
Jon Snow og George RR Martin. Vísir/HBO/EPA
George RR Martin, höfundur A Song of Ice and Fire bókanna, sem þættirnir Game of Thrones eru byggðir á, lét þá Dacid Benioff og DB Weiss giska á nafn móður Jon Snow áður en hann samþykkti framleiðslu þáttanna.

Þeir Weiss og Benioff höfðu verið á fimm tíma fundi með Martin, þar sem þeir kynntu hugmyndir sínar um þættina. Þá spurði Martin þá, hver móðir Jon Snow væri. Þeir höfðu lesið allar bækurnar vandlega og náðu að giska á rétt svar.

Þessi spurning hefur brunnið á vörum lesenda sem og áhorfenda þáttanna um árabil. Margar kenningar eru á kreiki um svarið en sú efnilegasta nefnist R+L=J.

Sú kenning felur í sér að Eddard Stark hafi ekki verið faðir Snow. Heldur hafi foreldrar hans verið Rhaegar Targaryen og Lyanna Stark, systir Eddard. Vitað er að Rhaegar og Lyanna voru saman á stað sem nefnist Tower of Joy. Svo virðist sem að Lyanna hafi verið fangi í turninum, en samkvæmt kenningunni var hún ekki fangi, heldur elskuhugi Rhaegar.

Á þeim tíma var Lyanna lofuð Robert Baratheon, sem hóf byltingu gegn Targaryen fjölskyldunni skömmu seinna.

Eddar Stark.Mynd/HBI
Fram kemur í bókunum að Eddard Stark fór til turnsins eftir að byltingunni lauk, til að bjarga systur sinni. Þar hafi hann og aðrir barist við þrjá meðlimi Konungsvarðanna áður en Eddard kom að systur sinni þar sem hún lá nærri því dáin. Áður en hún dó lofaði Eddard henni einhverju sem ekki hefur komið fram.

Þeir sem styðja R+L=J kenninguna segja að loforð Eddard hafi snúið að því að hann myndi þykjast vera faðir Jon Snow, svo hann yrði ekki myrtur af byltingarmönnum sem höfðu velt Targaryen fjölskyldunni úr sessi.

Frekari útskýringar á R+L=J kenningunni má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Á Jon Snow tvíburasystir?

Gömul kenning er nú aftur farinn að birtast á spjallborðum um að Jon Snow eigi systir sem fæddist einnig í Turninum. Því byggir þessi kenning á því að R+L=J kenningin sé sönn. Samkvæmt nýju kenningunni er Meera Reed, sem fylgdi Brandon Stark norður fyrir vegginn í fjórðu seríu, systir Jon Snow.

Meera ReedMynd/HBO
Þegar Eddard Stark fór að bjarga systur sinni úr turninum voru sex aðrir menn með honum. Aðeins tveir menn lifðu af bardagann við varðmenn konungsfjölskyldunnar. Eddard og Howland Reed, faðir Meeru og Jojen Reed.

Vitað er að Jon Snow og Meera Reed eru bæði fædd sama ár og Lyanna lét lífið. Þá sjá aðdáendur svip með þeim í þáttunum og telja það vera vísbendingu til stuðnings kenningarinnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×