„Ég sá mynd af manninum þar sem hann stóð úti á götu og reyndi að selja penna til að hafa í sig og á. Það var eitthvað við hana sem snart mig svo ég tísti henni sjálfur. Á stuttum tíma höfðu yfir þrjúþúsund endurtíst henni og margir voru að spyrja mig út í manninn á myndinni,“ segir Gissur.
Gotten a lot of requests to help this man and his daughter. Anyone know people in Beirut able to locate him? #BuyPens pic.twitter.com/KOz4mjW1rd
— Gissur Simonarson CN (@GissiSim) August 25, 2015
„Ég ákvað að gá hvort ég gæti notað tengslanetið til að finna út hver maðurinn á myndinni er. Ég sendi frá mér tíst og innan þrjátíu mínútna var maður búinn að senda mér skeyti með nafninu á manninum.“
UPDATE: @aboyosha3homs has located the man and his daughter. We are looking to get his whatsapp number now! #BuyPens pic.twitter.com/wUpuPv5GRH
— #BuyPens (@Buy_Pens) August 27, 2015
„Þetta var eiginlega alveg óvart. Fyrst þegar ég tísti þessu langaði mig bara að finna einhvern á svæðinu sem gæti hjálpað honum. Komið til hans smá mat og fötum en þetta varð allt svo miklu, miklu stærra,“ segir Gissur.
Nú fer í hönd ferli til að reyna að afhenda manninum peninginn þegar söfnuninni er lokið. UNICEF ætlar aðstoða hann við ferlið. Ekki er talið skynsamlegt að láta hann fá alla peningana í einu heldur er til umræðu að stofna sjóð sem hann fengi mánaðarlega greitt úr.
Abdul is a Palestinian Syrian from the notorious Yarmouk camp seen in this photo. He's a single dad with 2 children. pic.twitter.com/egFy2Bk3lX
— Gissur Simonarson CN (@GissiSim) August 27, 2015
Hann segir hópfjármögnunarsíður vera vannýttan vettvang fyrir safnanir á borð við þessa. „Stór regnhlífasamtök eru mjög góð og hjálpa mikið en þetta er önnur leið sem hægt er að nota til að aðstoða. Kosturinn við þetta er að þú sérð að mörgu leiti betur hvernig peningurinn er nýttur og sérð líka hvernig söfnunin gengur.“
