Fótbolti

Liverpool ekki í fyrsta styrkleikaflokki í Evrópudeildardrættinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Benteke hjá Liverpool.
Christian Benteke hjá Liverpool. Vísir/Getty
Þrjú Íslendingalið verða í pottinum í dag þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópudeildina í fótbolta en alls eru 48 lið sem bíða spennt eftir að fá að vita hverjir mótherja sínir verða.

Ensku úrvalsdeildarliðin Tottenham og Liverpool eru í pottinum en Liverpool-menn komast þó ekki í fyrsta styrkleikaflokkinn. Þar er Tottenham með liðum eins og Villarreal frá Spáni, Sporting frá Portúgal og Dnipro frá Úkraínu.

Birkir Bjarnason spilar með svissneska liðinu Basel (1. styrkleikaflokkur), Ragnar Sigurðsson er leikmaður rússneska liðsins Krasnodar (3. styrkleikaflokkur) og þeir Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson spila með norska liðinu Rosenborg (4. styrkleikaflokkur).

Íslendingaliðin geta því lent saman í riðli sem er ekki mjög líklegt en mögulegt. Drátturinn hefst klukkan 11.00 að íslenskum tíma.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig félögin skiptast niður á styrkleikaflokka.

Styrkleikaflokkur 1:

Schalke (Þýskaland)

Dortmund (Þýskaland)

Basel (Sviss)

Napoli (Ítalía)

Tottenham (England)

Ajax (Holland)

Villarreal (Spánn)

Rubin (Rússland)

Athletic (Spánn)

Sporting CP (Portúgal)

Marseille (Frakkland)

Dnipro (Úkraína)

Styrkleikaflokkur 2:

Braga (Portúgal)

Fiorentina (Ítalía)

Lazio (Ítalía)

Anderlecht (Belgía)

Liverpool (England)

AZ (Holland)

Plzen (Tékkland)

Club Brugge (Brugge)

PAOK (Grikkland)

Celtic (Skotland)

Besiktas (Tyrkland)

APOEL (Kýpur)

Styrkleikaflokkur 3:

Monakó (Frakkland)

Sparta Prag (Tékkland)

Fenerbahce (Tyrkland)

Legia (Pólland)

Bordeaux (Frakkland)

Lokomotiv Moskva (Rússland)

Lech (Pólland)

St-Étienne (Frakkland)

Liberec (Tékkland)

Augsburg (Þýskaland)

Rapid Vín (Austurríki)

Krasnodar (Rússland)

Styrkleikaflokkur 4:

Partizan (Serbía)

Asteras (Grikkland)

Belenenses (Portúgal)

Rosenborg (Noregur)

Qarabag (Aserbáidjsan)

Molde (Noregur)

Dinamo Minsk (Hvíta-Rússland)

Groningen (Holland)

Sion (Sviss)

Midtjylland (Danmörk)

Skënderbeu (Albanía)

Qäbälä (Aserbaídsjan)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×