Lagið fjallar um dýraníð og segir Katrín að vissu leyti um hugvekju að ræða sem hún hafi reynt að gera sem aðgengilegasta. „Ég vissi að Sóley væri með ástríðu fyrir þessu eins og ég því hún er virk inni á vegan-samfélagsmiðlum. Svo vildi ég fá einhvern sem svona mótvægi, sem myndi ná til annars hóps og gæti verið svona svolítill talsmaður kjötætunnar,“ segir Katrín en hún fékk Helga í það verk.
Myndbandinu við Flesk er leikstýrt af Sunnu Axelsdóttur.