Ekki er allt sem sýnist Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 10:30 Giselle Reykjavik Dance Festival Giselle Halla Ólafsdóttir og John Moström Milkywhale Melkorka Sigríður Magnúsdóttir Fyrsta sýning Reykjavik Dance Festival árið 2015 var óborganleg uppfærsla Höllu Ólafsdóttur og John Moström á rómantíska ballettinum Giselle. Verkið var upphaflega sýnt í Parísaróperunni 1841 og hefur allar götur síðan verið eitt af vinsælustu verkum vestrænnar balletthefðar. Undurfögur tónlist, dramatískur söguþráður um ást og afbrýði, svik og sættir ásamt hugljúfum sem og kraftmiklum dansi hefur hrifið áhorfendur allt til þessa dags. Uppfærsla Höllu og Johns var reyndar á allt öðrum nótum en hefðbundið gæti talist. Þar var engin saga, engar aðalpersónur, ekkert drama heldur fyrst og fremst dansarar á hreyfingu. Flestar þær hreyfingar sem einkenna ballettinn voru vel sýnilegar og þá bæði hreyfingar aðaldansaranna, aukadansaranna, blómanna, trjánna og alls þess annars sem fylgir góðri uppsetningu á verkinu. Það mátti því sjá dansara Íslenska dansflokksins ásamt fleiri af okkar bestu dönsurum dansa um ýmist í hlutverki Albrechts, Giselle, sylphidanna, vindmyllunnar eða blaða blómsins sem sagði fyrir um ógæfu Giselle. Hugmyndin að uppfærslunni er snilldarleg. Í tíu daga vinnustofu kynntust dansararnir Giselle með því meðal annars að dansa verkið í danceoke. Eftir það var áhorfendum boðið að sjá og á sýningunni í Borgarleikhúsinu var uppfærsla American Ballet Theatre frá 1969, með Carla Fracci og Erik Bruhn í aðalhlutverki, sýnd á stórum skjá fyrir aftan áhorfendur fyrir dansarana að dansa við. Upprunaleg tónlist verksins var spiluð nema í nokkrum undantekningartilfellum. Undirrituð skemmti sér konunglega þær 90 mínútur sem danceokeið stóð yfir. Uppátektarsemi dansaranna og á sama tíma færni þeirra í að gera hreyfingarnar sem þeir pikkuðu upp áhugaverðar vakti kátínu og tilefni til spennings, hvað dytti þeim í hug næst. Á mælikvarða fagurfræði og kóreógrafískrar snilldar var verkinu ábótavant. Það var of einsleitt og höfundar nýttu lítið af þeim tækifærum sem „afbökun“ af þessu tagi bauð upp á. Það voru þó kaflar eins og í lokin, þar sem lagið úr kvikmyndinni Titanic, „My Heart Will Go On“, var spilað undir dramatískum endi ballettsins, sem voru frábærir. Það að taka svona verk eins og Giselle sem allt dansáhugafólk þekkir og ýmist elskar eða hatar og snúa því á hvolf er að mér finnst frábær hugmynd. Það að sjá hverju tíu daga vinnustofa með flinkum dönsurum skilar í vinnu með verkið er líka mjög áhugavert, en vekur um leið löngun til að sjá allt það efni sem orðið hefur til á vinnustofunni unnið áfram, dýpkað og skerpt. Eftir að hafa boðið upp á öfugsnúið ballettverk í Borgarleikhúsinu bauð RDF upp á kóreógraferaða tónleika í Tjarnarbíói. Þar var á ferðinni Melkorka Sigríður Magnúsdóttir danshöfundur og hér með einnig titluð söngvari með tónlist eftir Árna Rúnar Hlöðversson, texta eftir Auði Övu Ólafsdóttur og í umhverfi hljóðs-, ljósa- og sviðsmyndar hönnuðu af Magnúsi Leifssyni, Jóhanni Friðriki Ágústssyni, Kristni Gauta Einarssyni og Halldóri Halldórssyni.MilkywhaleÞað var allt annar blær yfir Milkywhale en yfir Giselle. Hér var á ferðinni raftónlist og tæknivæddir ljósaeffektar, hvít birta og kúl kona, allt eitthvað sem tengist nútímanum. Tónlistin var taktföst danstónlist, undurfallega sungin og undirstrikuð með einfaldri en stílhreinni sviðsframkomu. Melkorka var ein á sviðinu allan tímann en dansaði sinn dans við fjóra míkrófónana og þrjú tónlistartól. Út frá tónlistarlegu sjónarhorni voru textarnir einfaldir, tónlistin grípandi, hljóðmyndin skemmtileg og söngurinn fallegur. Danslega séð voru hreyfingarnar skýrar, notkun á rýminu góð og samspil flytjandans við míkrófónana og tónlistarapparötin áhugavert.Niðurstaða Giselle Fjögurra stjörnu hugmynd og útfærsla á henni en ekki nema þriggja stjörnu dansverk en fjórar stjörnur engu að síður. Milkywhale Vel gert tónleikadansverk og fjórar stjörnur fyrir vikið. Menning Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Reykjavik Dance Festival Giselle Halla Ólafsdóttir og John Moström Milkywhale Melkorka Sigríður Magnúsdóttir Fyrsta sýning Reykjavik Dance Festival árið 2015 var óborganleg uppfærsla Höllu Ólafsdóttur og John Moström á rómantíska ballettinum Giselle. Verkið var upphaflega sýnt í Parísaróperunni 1841 og hefur allar götur síðan verið eitt af vinsælustu verkum vestrænnar balletthefðar. Undurfögur tónlist, dramatískur söguþráður um ást og afbrýði, svik og sættir ásamt hugljúfum sem og kraftmiklum dansi hefur hrifið áhorfendur allt til þessa dags. Uppfærsla Höllu og Johns var reyndar á allt öðrum nótum en hefðbundið gæti talist. Þar var engin saga, engar aðalpersónur, ekkert drama heldur fyrst og fremst dansarar á hreyfingu. Flestar þær hreyfingar sem einkenna ballettinn voru vel sýnilegar og þá bæði hreyfingar aðaldansaranna, aukadansaranna, blómanna, trjánna og alls þess annars sem fylgir góðri uppsetningu á verkinu. Það mátti því sjá dansara Íslenska dansflokksins ásamt fleiri af okkar bestu dönsurum dansa um ýmist í hlutverki Albrechts, Giselle, sylphidanna, vindmyllunnar eða blaða blómsins sem sagði fyrir um ógæfu Giselle. Hugmyndin að uppfærslunni er snilldarleg. Í tíu daga vinnustofu kynntust dansararnir Giselle með því meðal annars að dansa verkið í danceoke. Eftir það var áhorfendum boðið að sjá og á sýningunni í Borgarleikhúsinu var uppfærsla American Ballet Theatre frá 1969, með Carla Fracci og Erik Bruhn í aðalhlutverki, sýnd á stórum skjá fyrir aftan áhorfendur fyrir dansarana að dansa við. Upprunaleg tónlist verksins var spiluð nema í nokkrum undantekningartilfellum. Undirrituð skemmti sér konunglega þær 90 mínútur sem danceokeið stóð yfir. Uppátektarsemi dansaranna og á sama tíma færni þeirra í að gera hreyfingarnar sem þeir pikkuðu upp áhugaverðar vakti kátínu og tilefni til spennings, hvað dytti þeim í hug næst. Á mælikvarða fagurfræði og kóreógrafískrar snilldar var verkinu ábótavant. Það var of einsleitt og höfundar nýttu lítið af þeim tækifærum sem „afbökun“ af þessu tagi bauð upp á. Það voru þó kaflar eins og í lokin, þar sem lagið úr kvikmyndinni Titanic, „My Heart Will Go On“, var spilað undir dramatískum endi ballettsins, sem voru frábærir. Það að taka svona verk eins og Giselle sem allt dansáhugafólk þekkir og ýmist elskar eða hatar og snúa því á hvolf er að mér finnst frábær hugmynd. Það að sjá hverju tíu daga vinnustofa með flinkum dönsurum skilar í vinnu með verkið er líka mjög áhugavert, en vekur um leið löngun til að sjá allt það efni sem orðið hefur til á vinnustofunni unnið áfram, dýpkað og skerpt. Eftir að hafa boðið upp á öfugsnúið ballettverk í Borgarleikhúsinu bauð RDF upp á kóreógraferaða tónleika í Tjarnarbíói. Þar var á ferðinni Melkorka Sigríður Magnúsdóttir danshöfundur og hér með einnig titluð söngvari með tónlist eftir Árna Rúnar Hlöðversson, texta eftir Auði Övu Ólafsdóttur og í umhverfi hljóðs-, ljósa- og sviðsmyndar hönnuðu af Magnúsi Leifssyni, Jóhanni Friðriki Ágústssyni, Kristni Gauta Einarssyni og Halldóri Halldórssyni.MilkywhaleÞað var allt annar blær yfir Milkywhale en yfir Giselle. Hér var á ferðinni raftónlist og tæknivæddir ljósaeffektar, hvít birta og kúl kona, allt eitthvað sem tengist nútímanum. Tónlistin var taktföst danstónlist, undurfallega sungin og undirstrikuð með einfaldri en stílhreinni sviðsframkomu. Melkorka var ein á sviðinu allan tímann en dansaði sinn dans við fjóra míkrófónana og þrjú tónlistartól. Út frá tónlistarlegu sjónarhorni voru textarnir einfaldir, tónlistin grípandi, hljóðmyndin skemmtileg og söngurinn fallegur. Danslega séð voru hreyfingarnar skýrar, notkun á rýminu góð og samspil flytjandans við míkrófónana og tónlistarapparötin áhugavert.Niðurstaða Giselle Fjögurra stjörnu hugmynd og útfærsla á henni en ekki nema þriggja stjörnu dansverk en fjórar stjörnur engu að síður. Milkywhale Vel gert tónleikadansverk og fjórar stjörnur fyrir vikið.
Menning Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira