Ódýrt en áhrifaríkt Árni Páll Árnason skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Allir vita hversu alvarlegt ástand er á leigumarkaði í dag. Enginn fær íbúð á boðlegum kjörum og litlar íbúðir á besta stað eru bæði illfáanlegar og dýrar. Ásókn ferðamanna í skammtímaleigu veldur skorti á íbúðum á almennum leigumarkaði. Fyrir því finna námsmenn og aðrir sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Tekjur af leigu til ferðamanna eru enda miklu meiri en af leigu á almennum markaði. En á sama tíma er líka fólk sem á íbúðir eða laus herbergi sem það er ekki tilbúið að leigja til lengri tíma, vegna þess að lítið fæst upp úr því.Húsnæði skortir Mikilvægasta leiðin til lausnar er að sjálfsögðu að fjölga leiguíbúðum. Það er mikill skortur á litlu og meðalstóru húsnæði í öruggri leigu. Þess vegna er Reykjavíkurborg nú að styðja við byggingu fjölda nýrra leiguíbúða, í samvinnu við búseturéttarfélög og félög stúdenta. Það er ekki nóg að byggja, það verður að tryggja að íbúðirnar verði til útleigu til langframa.Ein góð hugmynd Ríkið getur líkt og sveitarfélög stuðlað að jákvæðum breytingum. Þess vegna leggjum við til skattaafslátt til einstaklinga vegna útleigu einnar íbúðar til að lágmarki 12 mánaða. Slík aðgerð gæti aukið framboð leiguhúsnæðis gríðarlega. Um 4.000 íbúðir eru í leigu til ferðamanna í gegnum vefsíðuna Airbnb. Ef einungis hluti þeirra færi í langtímaleigu yrði stórum áfanga náð. Aðrir sem ekki eru að leigja út í dag, gætu séð sér leik á borði, ef þessi lagabreyting yrði að veruleika.Öruggt húsnæði til kaups eða leigu Húsnæðismál eru alvarlegasta úrlausnarefnið þessi misserin. Samfylkingin hefur flutt fjölda þingmála til úrlausnar, sem því miður hafa ekki orðið að veruleika. Það skiptir miklu að koma hreyfingu á þennan málaflokk og tryggja fólki að það geti bæði komist í örugga leigu og keypt sína fyrstu íbúð. Í haust munum við áfram beita okkur fyrir því að allir geti búið sér til gott heimili á viðráðanlegum kjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Allir vita hversu alvarlegt ástand er á leigumarkaði í dag. Enginn fær íbúð á boðlegum kjörum og litlar íbúðir á besta stað eru bæði illfáanlegar og dýrar. Ásókn ferðamanna í skammtímaleigu veldur skorti á íbúðum á almennum leigumarkaði. Fyrir því finna námsmenn og aðrir sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Tekjur af leigu til ferðamanna eru enda miklu meiri en af leigu á almennum markaði. En á sama tíma er líka fólk sem á íbúðir eða laus herbergi sem það er ekki tilbúið að leigja til lengri tíma, vegna þess að lítið fæst upp úr því.Húsnæði skortir Mikilvægasta leiðin til lausnar er að sjálfsögðu að fjölga leiguíbúðum. Það er mikill skortur á litlu og meðalstóru húsnæði í öruggri leigu. Þess vegna er Reykjavíkurborg nú að styðja við byggingu fjölda nýrra leiguíbúða, í samvinnu við búseturéttarfélög og félög stúdenta. Það er ekki nóg að byggja, það verður að tryggja að íbúðirnar verði til útleigu til langframa.Ein góð hugmynd Ríkið getur líkt og sveitarfélög stuðlað að jákvæðum breytingum. Þess vegna leggjum við til skattaafslátt til einstaklinga vegna útleigu einnar íbúðar til að lágmarki 12 mánaða. Slík aðgerð gæti aukið framboð leiguhúsnæðis gríðarlega. Um 4.000 íbúðir eru í leigu til ferðamanna í gegnum vefsíðuna Airbnb. Ef einungis hluti þeirra færi í langtímaleigu yrði stórum áfanga náð. Aðrir sem ekki eru að leigja út í dag, gætu séð sér leik á borði, ef þessi lagabreyting yrði að veruleika.Öruggt húsnæði til kaups eða leigu Húsnæðismál eru alvarlegasta úrlausnarefnið þessi misserin. Samfylkingin hefur flutt fjölda þingmála til úrlausnar, sem því miður hafa ekki orðið að veruleika. Það skiptir miklu að koma hreyfingu á þennan málaflokk og tryggja fólki að það geti bæði komist í örugga leigu og keypt sína fyrstu íbúð. Í haust munum við áfram beita okkur fyrir því að allir geti búið sér til gott heimili á viðráðanlegum kjörum.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar