Erlent

Ríkisstjóri Virginíu: Árásarmaðurinn fyrrum starfsmaður sjónvarpsstöðvarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Fréttakona Alison Parker og myndatökumaðurinn Adam Ward, 27 ára, voru skotin til bana af árásarmanninum sem náðist á mynd eftir að Ward féll í jörðina.
Fréttakona Alison Parker og myndatökumaðurinn Adam Ward, 27 ára, voru skotin til bana af árásarmanninum sem náðist á mynd eftir að Ward féll í jörðina. Vísir/AFP
Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, segir að lögregla viti hver maðurinn sé sem skaut tvo sjónvarpsmenn til bana, auk þess að særa viðmælanda fréttakonunnarar í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni WDBJ fyrr í dag.

Ríkisstjórinn segir að talið sé að um óánægðan fyrrum starfsmann sjónvarpsstöðvarinnar sé að ræða. Washington Top News greinir frá þessu. Mannsins er enn leitað, en McAuliffe segir að stutt sé í að hann verði handtekinn.

Fréttakona Alison Parker og myndatökumaðurinn Adam Ward, 27 ára, voru skotin af árásarmanninum þegar útsending stóð yfir á Bridgewater-torgi í bænum Moneta í Virginíu klukkan 6:45 að staðartíma í morgun.

Uppfært 15:10: Í frétt News Channel 4 segir lögregla hafi meintur árásarmaður heiti Vester Lee Flanagan, 41 árs gamall fyrrum fréttamaður á stöðinni. Hann hafði verið rekinn frá stöðinni.

Vísir/AFP

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×