Innlent

Erlendir ferðamenn festu bíl í Krossá

Gissur Sigurðsson skrifar
Skálavörðurinn í Básum kom fyrstur á vettvang og dró bílinn upp.
Skálavörðurinn í Básum kom fyrstur á vettvang og dró bílinn upp. Vísir/GVA
Fjórir erlendir ferðamenn festu bíl sinn úti í Krossá í Þórsmörk   upp úr miðnætti og hringdu í neyðarlínuna eftir hjálp.

Björgunarsveit var kölluð út en skálavörðurinn í Básum kom fyrstur á vettvang og dró bílinn upp og var björgunarsveitin þá afturkölluð.

Þetta var bíll af þeirri tegund sem ekki þykir ráðlegt að aka í ófærum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×