Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2015 21:25 Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden. Vísir/Getty Breska þungarokkssveitin Iron Maiden boðar heljarinnar tónleikaferð um heiminn á heimasíðu sinni þar sem fyrirhugaðir eru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Sveitin mun ferðast 88.500 kílómetra á þessu ferðalagi sínu og verður það gert á Boeing 747-400 breiðþotu sem leigð er af flugfélaginu Air Atlanta Icelandic. Sveitin gefur út plötuna The Book of Souls fjórða september næstkomandi sem er fyrsta plata þeirra í fimm ár. Söngvari sveitarinnar, Bruce Dickinson, er um þessar mundir við æfingar til að fá flugréttindi á þessa tilteknu flugvél sem er tvisvar sinnum stærri og þrisvar sinnum þyngri en Boeing 757-200. Vélin mun flytja meðlimi Iron Maiden, starfsfólk og 12 tonn af búnaði til 35 landa árið 2016. Dagskrá tónleikaferðarinnar hefur ekki verið fullkláruð en sveitin hefur þó opinberað að hún muni halda þrenna tónleika í Bandaríkjunum í febrúar en þaðan verður haldið til Suður-Ameríku þar sem sveitin mun leika á tónleikum í Mexíkó, El Salvador og Kosta Ríka, Argentínu, Chile og Brasilíu. Við lok þeirrar ferðar mun sveitin halda aftur til Bandaríkjanna þar sem hún mun leika á tíu tónleikum áður en hún fer til Kanada í apríl. Síðar í apríl verður sveitin í Japan áður en hún heldur til Kína. Þaðan er förinni heitið til Nýja Sjálands og Ástralíu í maí mánuði. Evróputúr sveitarinnar hefst í maí og lýkur í ágúst. „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri,“ segir Bruce Dickinson á heimasíðu Iron Maiden. Hann segir þessa vél þeim kostum búin að þeir geta komið allri sviðsmyndinni og tækjum fyrir í vélinni án þess að þurfa að gera miklar breytingar líkt og þeir hefðu þurft að gera á minni vélum. Þá mun einnig fara vel um meðlimi sveitarinnar og starfsfólk og verður nóg af plássi til að leggja sig á löngu ferðalagi. Tengdar fréttir Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Breska þungarokkssveitin Iron Maiden boðar heljarinnar tónleikaferð um heiminn á heimasíðu sinni þar sem fyrirhugaðir eru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Sveitin mun ferðast 88.500 kílómetra á þessu ferðalagi sínu og verður það gert á Boeing 747-400 breiðþotu sem leigð er af flugfélaginu Air Atlanta Icelandic. Sveitin gefur út plötuna The Book of Souls fjórða september næstkomandi sem er fyrsta plata þeirra í fimm ár. Söngvari sveitarinnar, Bruce Dickinson, er um þessar mundir við æfingar til að fá flugréttindi á þessa tilteknu flugvél sem er tvisvar sinnum stærri og þrisvar sinnum þyngri en Boeing 757-200. Vélin mun flytja meðlimi Iron Maiden, starfsfólk og 12 tonn af búnaði til 35 landa árið 2016. Dagskrá tónleikaferðarinnar hefur ekki verið fullkláruð en sveitin hefur þó opinberað að hún muni halda þrenna tónleika í Bandaríkjunum í febrúar en þaðan verður haldið til Suður-Ameríku þar sem sveitin mun leika á tónleikum í Mexíkó, El Salvador og Kosta Ríka, Argentínu, Chile og Brasilíu. Við lok þeirrar ferðar mun sveitin halda aftur til Bandaríkjanna þar sem hún mun leika á tíu tónleikum áður en hún fer til Kanada í apríl. Síðar í apríl verður sveitin í Japan áður en hún heldur til Kína. Þaðan er förinni heitið til Nýja Sjálands og Ástralíu í maí mánuði. Evróputúr sveitarinnar hefst í maí og lýkur í ágúst. „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri,“ segir Bruce Dickinson á heimasíðu Iron Maiden. Hann segir þessa vél þeim kostum búin að þeir geta komið allri sviðsmyndinni og tækjum fyrir í vélinni án þess að þurfa að gera miklar breytingar líkt og þeir hefðu þurft að gera á minni vélum. Þá mun einnig fara vel um meðlimi sveitarinnar og starfsfólk og verður nóg af plássi til að leggja sig á löngu ferðalagi.
Tengdar fréttir Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57