Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2015 21:25 Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden. Vísir/Getty Breska þungarokkssveitin Iron Maiden boðar heljarinnar tónleikaferð um heiminn á heimasíðu sinni þar sem fyrirhugaðir eru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Sveitin mun ferðast 88.500 kílómetra á þessu ferðalagi sínu og verður það gert á Boeing 747-400 breiðþotu sem leigð er af flugfélaginu Air Atlanta Icelandic. Sveitin gefur út plötuna The Book of Souls fjórða september næstkomandi sem er fyrsta plata þeirra í fimm ár. Söngvari sveitarinnar, Bruce Dickinson, er um þessar mundir við æfingar til að fá flugréttindi á þessa tilteknu flugvél sem er tvisvar sinnum stærri og þrisvar sinnum þyngri en Boeing 757-200. Vélin mun flytja meðlimi Iron Maiden, starfsfólk og 12 tonn af búnaði til 35 landa árið 2016. Dagskrá tónleikaferðarinnar hefur ekki verið fullkláruð en sveitin hefur þó opinberað að hún muni halda þrenna tónleika í Bandaríkjunum í febrúar en þaðan verður haldið til Suður-Ameríku þar sem sveitin mun leika á tónleikum í Mexíkó, El Salvador og Kosta Ríka, Argentínu, Chile og Brasilíu. Við lok þeirrar ferðar mun sveitin halda aftur til Bandaríkjanna þar sem hún mun leika á tíu tónleikum áður en hún fer til Kanada í apríl. Síðar í apríl verður sveitin í Japan áður en hún heldur til Kína. Þaðan er förinni heitið til Nýja Sjálands og Ástralíu í maí mánuði. Evróputúr sveitarinnar hefst í maí og lýkur í ágúst. „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri,“ segir Bruce Dickinson á heimasíðu Iron Maiden. Hann segir þessa vél þeim kostum búin að þeir geta komið allri sviðsmyndinni og tækjum fyrir í vélinni án þess að þurfa að gera miklar breytingar líkt og þeir hefðu þurft að gera á minni vélum. Þá mun einnig fara vel um meðlimi sveitarinnar og starfsfólk og verður nóg af plássi til að leggja sig á löngu ferðalagi. Tengdar fréttir Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Breska þungarokkssveitin Iron Maiden boðar heljarinnar tónleikaferð um heiminn á heimasíðu sinni þar sem fyrirhugaðir eru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Sveitin mun ferðast 88.500 kílómetra á þessu ferðalagi sínu og verður það gert á Boeing 747-400 breiðþotu sem leigð er af flugfélaginu Air Atlanta Icelandic. Sveitin gefur út plötuna The Book of Souls fjórða september næstkomandi sem er fyrsta plata þeirra í fimm ár. Söngvari sveitarinnar, Bruce Dickinson, er um þessar mundir við æfingar til að fá flugréttindi á þessa tilteknu flugvél sem er tvisvar sinnum stærri og þrisvar sinnum þyngri en Boeing 757-200. Vélin mun flytja meðlimi Iron Maiden, starfsfólk og 12 tonn af búnaði til 35 landa árið 2016. Dagskrá tónleikaferðarinnar hefur ekki verið fullkláruð en sveitin hefur þó opinberað að hún muni halda þrenna tónleika í Bandaríkjunum í febrúar en þaðan verður haldið til Suður-Ameríku þar sem sveitin mun leika á tónleikum í Mexíkó, El Salvador og Kosta Ríka, Argentínu, Chile og Brasilíu. Við lok þeirrar ferðar mun sveitin halda aftur til Bandaríkjanna þar sem hún mun leika á tíu tónleikum áður en hún fer til Kanada í apríl. Síðar í apríl verður sveitin í Japan áður en hún heldur til Kína. Þaðan er förinni heitið til Nýja Sjálands og Ástralíu í maí mánuði. Evróputúr sveitarinnar hefst í maí og lýkur í ágúst. „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri,“ segir Bruce Dickinson á heimasíðu Iron Maiden. Hann segir þessa vél þeim kostum búin að þeir geta komið allri sviðsmyndinni og tækjum fyrir í vélinni án þess að þurfa að gera miklar breytingar líkt og þeir hefðu þurft að gera á minni vélum. Þá mun einnig fara vel um meðlimi sveitarinnar og starfsfólk og verður nóg af plássi til að leggja sig á löngu ferðalagi.
Tengdar fréttir Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57