Viðskipti innlent

Bergur Elías til liðs við þýska fyrirtækið PCC

Atli Ísleifsson skrifar
Bergur Elías gegndi embætti bæjarstjóra Norðurþings árið 2006 en lét af störfum á síðasta ári.
Bergur Elías gegndi embætti bæjarstjóra Norðurþings árið 2006 en lét af störfum á síðasta ári. Vísir/Vilhelm
Bergur Elías Ágústsson, fyrrum bæjarstjóri Norðurþings, hefur verið ráðinn til þýska fyrirtæksins PCC sem stendur að uppbyggingu kísilverksmiðjunnar á Bakka við Húsavík.

Fréttavefurinn Feykir greindi fyrst frá þessu í gær.

Bergur Elías gegndi embætti bæjarstjóra Norðurþings árið 2006 en lét af störfum á síðasta ári.

Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um áramótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×