Átta sæta Audi A3 blæjubíll Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2015 10:17 Audi A3 XXL cabriolet. Þegar vinunum er boðið í bíltúr á blæjubíl er náttúrulega sorglegt að gera mannamun vegna of fárra sæta sem gjarnan eru í blæjubílum. Þetta vandamál leysti Audi með stæl með því að smíða 8 sæta Audi A3 blæjubíl og þá dugar ekkert minna en sex hurðir á bílinn til að tryggja gott aðgengi að öllum sætunum. Þessi bíll var smíðaður uppúr hefðbundnum A3 blæjubíl, en bara lengdur svona hressilega og bætt við 4 hurðum og tveimur sætaröðum. Audi kallar þennan einstaka bíl "XXL", en hyggst ekki smíða fleiri eintök af honum og var þessi smíði meira gerð í gríni en alvöru. Þessi óvenjulegi bíll er í raun ekki löglegur á götum Þýskalands og að auki er ekkert uppdraganlegt þak á bílnum, svo notkun hans takmarkast við afar gott veður. Því er smíði þessi bíls aðeins gerð í auglýsingaskyni fyrir Audi A3 blæjubílinn. Nokkuð einkennilegt útlit, en skemmtileg tilraun. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent
Þegar vinunum er boðið í bíltúr á blæjubíl er náttúrulega sorglegt að gera mannamun vegna of fárra sæta sem gjarnan eru í blæjubílum. Þetta vandamál leysti Audi með stæl með því að smíða 8 sæta Audi A3 blæjubíl og þá dugar ekkert minna en sex hurðir á bílinn til að tryggja gott aðgengi að öllum sætunum. Þessi bíll var smíðaður uppúr hefðbundnum A3 blæjubíl, en bara lengdur svona hressilega og bætt við 4 hurðum og tveimur sætaröðum. Audi kallar þennan einstaka bíl "XXL", en hyggst ekki smíða fleiri eintök af honum og var þessi smíði meira gerð í gríni en alvöru. Þessi óvenjulegi bíll er í raun ekki löglegur á götum Þýskalands og að auki er ekkert uppdraganlegt þak á bílnum, svo notkun hans takmarkast við afar gott veður. Því er smíði þessi bíls aðeins gerð í auglýsingaskyni fyrir Audi A3 blæjubílinn. Nokkuð einkennilegt útlit, en skemmtileg tilraun.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent