Segir tímafrest óraunhæfan þegar farið er fram á nálgunarbann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2015 07:00 Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. „Mér finnst það ekki fagleg stjórnsýsla ef hún þarf að fara aftur í gegnum sömu hlutina á nákvæmlega sömu forsendum,“ segir Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, um mál Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum sem hefur ofsótt hana um árabil. Kröfu hennar um nálgunarbann frá 6. júlí síðastliðnum vegna ítrekaðra ofsókna og fjölda sms-skilaboða frá manninum var vísað frá dómi í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðastliðinn föstudag. Ástæða frávísunarinnar var sú að lögreglustjórinn virti ekki skýra tímafresti þegar hann fór fram á nálgunarbannið. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kærði úrskurðinn til Hæstaréttar í gær.Ásdís Hrönn Viðarsdóttir„Einn sólarhringur er bara ekki raunhæfur frestur og mér finnst lögin gölluð að þessu leyti. Það getur tekið meira en einn sólarhring að taka ákvörðun um nálgunarbann,“ segir Eyþór en í lögunum er kveðið á um sólarhringsfrest. „Lögreglustjórinn tekur stundum ákvörðun töluvert eftir að krafan kemur fram. Í þessu máli var fresturinn meira að segja liðinn þegar konan kom með símann til okkar til Akureyrar,“ segir Eyþór, en Ásdís býr á Þórshöfn og tók það hana meira en sólarhring að fara með símann sem sönnunargagn til Akureyrar frá því að hún óskaði eftir nálgunarbanni. Ásdís segir kerfið hafa brugðist sér margoft. „Þetta er alltaf sama sagan. Kerfið stendur með honum en ekki með mér. Það er hann sem er látinn njóta vafans.“ Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Akureyri klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann Lögreglan klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann. Í meira en mánuð var ekkert aðhafst í kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Hann hefur ofsótt hana síðan árið 2011. 14. ágúst 2015 07:00 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
„Mér finnst það ekki fagleg stjórnsýsla ef hún þarf að fara aftur í gegnum sömu hlutina á nákvæmlega sömu forsendum,“ segir Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, um mál Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum sem hefur ofsótt hana um árabil. Kröfu hennar um nálgunarbann frá 6. júlí síðastliðnum vegna ítrekaðra ofsókna og fjölda sms-skilaboða frá manninum var vísað frá dómi í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðastliðinn föstudag. Ástæða frávísunarinnar var sú að lögreglustjórinn virti ekki skýra tímafresti þegar hann fór fram á nálgunarbannið. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kærði úrskurðinn til Hæstaréttar í gær.Ásdís Hrönn Viðarsdóttir„Einn sólarhringur er bara ekki raunhæfur frestur og mér finnst lögin gölluð að þessu leyti. Það getur tekið meira en einn sólarhring að taka ákvörðun um nálgunarbann,“ segir Eyþór en í lögunum er kveðið á um sólarhringsfrest. „Lögreglustjórinn tekur stundum ákvörðun töluvert eftir að krafan kemur fram. Í þessu máli var fresturinn meira að segja liðinn þegar konan kom með símann til okkar til Akureyrar,“ segir Eyþór, en Ásdís býr á Þórshöfn og tók það hana meira en sólarhring að fara með símann sem sönnunargagn til Akureyrar frá því að hún óskaði eftir nálgunarbanni. Ásdís segir kerfið hafa brugðist sér margoft. „Þetta er alltaf sama sagan. Kerfið stendur með honum en ekki með mér. Það er hann sem er látinn njóta vafans.“
Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Akureyri klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann Lögreglan klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann. Í meira en mánuð var ekkert aðhafst í kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Hann hefur ofsótt hana síðan árið 2011. 14. ágúst 2015 07:00 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á Akureyri klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann Lögreglan klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann. Í meira en mánuð var ekkert aðhafst í kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Hann hefur ofsótt hana síðan árið 2011. 14. ágúst 2015 07:00
„Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48
Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30