Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. ágúst 2015 20:37 Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Þetta er mesta lækkun hlutabréfamarkaða í einu lagi frá efnahagshruninu haustið 2008. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar féll alls um 2,52% og hafði lækkað um meira en 3% þegar mest var.Sjá má fréttaskýringu Stöðvar 2 um málið í meðfylgjandi myndskeiði. Hlutabréfamarkaðir í Kína hafa lækkað mikið síðustu mánuði enda mikill órói verið í kínversku hagkerfi. Eins og þessi mynd sýnir (sjá myndskeið) hafa hlutabréfamarkaðir í Kína lækkað um rúmlega 20 prósent á einum mánuði en lækkunin nemur 40 prósentum frá því í júní. Þessi efnahagsórói hefur stigmagnast og í dag varð algjört hrun á hlutabréfamörkuðum í Kína og lækkunin nam 8,49 prósentum bara í dag. Ásgeir Jónssón dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að þarna sé á ferðinni „leiðrétting“ á verðbólu sem hafi verið á kínverskum hlutabréfamarkaði. Hrun á mörkuðum í Kina olli smitáhrifum á hlutabréfamörkuðum á vesturlöndum. Eurofirst300 vísitalan, samevrópsk hlutabréfavísitala, lækkaði um 5,44 prósent í dag en á tímabili nam lækkunin rúmlega 8 prósentum þótt markaðir hafi líttilega rétt úr kútnum fyrir lokun. Þá varð mikil lækkun vestanhafs eftir opnun markaða. Og áhrifin voru greinileg á íslenskum hlutabréfamarkaði. Í raun má segja að það hafi verið rauður dagur í Kauphöll Íslands þótt hann hafi verið svartur erlendis. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,52 prósent. Þetta er mesta verðfall á íslenskum hlutabréfamarkaði frá 2010. Mesta lækkunin varð á bréfum Nýherja eða um 4,73 prósent. Bréf Össurar lækkuðu um 4,26 prósent og hlutabréf í Marel lækkuðu um 3,57 prósent. Ef skoðuð eru önnur félög þá lækkuðu bréf Eimskipa um 3,35 prósent, Icelandair um rúmlega tvö og hálft prósent og Haga um 1,89 prósent. Ingólfur Bender hjá greiningu Íslandsbanka segir að fjárfestar haldi að sér höndum vegna óvissunnar erlendis og margir villji innleysa hagnað á markaði áður en frekara verðfall eigi sér stað. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Þetta er mesta lækkun hlutabréfamarkaða í einu lagi frá efnahagshruninu haustið 2008. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar féll alls um 2,52% og hafði lækkað um meira en 3% þegar mest var.Sjá má fréttaskýringu Stöðvar 2 um málið í meðfylgjandi myndskeiði. Hlutabréfamarkaðir í Kína hafa lækkað mikið síðustu mánuði enda mikill órói verið í kínversku hagkerfi. Eins og þessi mynd sýnir (sjá myndskeið) hafa hlutabréfamarkaðir í Kína lækkað um rúmlega 20 prósent á einum mánuði en lækkunin nemur 40 prósentum frá því í júní. Þessi efnahagsórói hefur stigmagnast og í dag varð algjört hrun á hlutabréfamörkuðum í Kína og lækkunin nam 8,49 prósentum bara í dag. Ásgeir Jónssón dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að þarna sé á ferðinni „leiðrétting“ á verðbólu sem hafi verið á kínverskum hlutabréfamarkaði. Hrun á mörkuðum í Kina olli smitáhrifum á hlutabréfamörkuðum á vesturlöndum. Eurofirst300 vísitalan, samevrópsk hlutabréfavísitala, lækkaði um 5,44 prósent í dag en á tímabili nam lækkunin rúmlega 8 prósentum þótt markaðir hafi líttilega rétt úr kútnum fyrir lokun. Þá varð mikil lækkun vestanhafs eftir opnun markaða. Og áhrifin voru greinileg á íslenskum hlutabréfamarkaði. Í raun má segja að það hafi verið rauður dagur í Kauphöll Íslands þótt hann hafi verið svartur erlendis. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,52 prósent. Þetta er mesta verðfall á íslenskum hlutabréfamarkaði frá 2010. Mesta lækkunin varð á bréfum Nýherja eða um 4,73 prósent. Bréf Össurar lækkuðu um 4,26 prósent og hlutabréf í Marel lækkuðu um 3,57 prósent. Ef skoðuð eru önnur félög þá lækkuðu bréf Eimskipa um 3,35 prósent, Icelandair um rúmlega tvö og hálft prósent og Haga um 1,89 prósent. Ingólfur Bender hjá greiningu Íslandsbanka segir að fjárfestar haldi að sér höndum vegna óvissunnar erlendis og margir villji innleysa hagnað á markaði áður en frekara verðfall eigi sér stað.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira