Ekki hægt að skrifa fylgishrunið á Guðmund Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. ágúst 2015 10:30 Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að skrifa megi fylgishrun Bjartrar framtíðar á formann flokksins. Skýringanna sé fremur að leita í tengingu Bjartrar framtíðar við hefðbundna flokka og auknar vinsældir róttækra flokka hér á landi sem og víða annars staðar í Evrópu. Björt framtíð fékk 8,2% atkvæða og sex þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum árið 2013 en stuðningur við flokkinn er að þurrkast út ef marka má skoðanakannanir. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist mest 17,5 prósent í lok mars í fyrra samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Fylgið var komið niður í 13,3 prósent hinn 28. febrúar á þessu ári og hefur síðan farið stöðugt lækkandi og fór undir 5 prósent í lok síðasta mánaðar. Fái flokkurinn þetta fylgi í næstu kosningum nær hann engum manni inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar hefur skrifað vanda flokksins á formanninn Guðmund Steingrímsson en í viðtali við Kjarnann 4. ágúst sagði hún orðrétt: „Vandinn er ekki tilkominn vegna þess að kjósendur skilja ekki flokkinn heldur er hann vandi formannsins og þeirra sem starfa í Bjartri framtíð.“ Guðmundur hefur ákveðið að hætta sem formaður Bjartrar framtíðar og verður nýr formaður kjörinn á ársfundi flokksins 5. september.Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði.365/ÞÞBaldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að hægt sé að skrifa fylgishrunið á formanninn og nefnir hann aðallega fimm ástæður fyrir fylgistapinu. „Í fyrsta lagi þá sýna flestallar erlendar og innlendar rannsóknir að fylgi flokka fer miklu frekar eftir stefnu þeirra heldur en leiðtogum. Í öðru lagi finnst mér að formaður Bjartrar framtíðar hafi ekki verið mikið gagnrýndur í samfélagsumræðunni. Formenn annarra stjórnmálaflokka eins og formenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa verið mun meira gagnrýndir en hann þannig að ekki er því um að kenna,“ segir Baldur. Baldur nefnir í þriðja lagi þá staðreynd að formaður flokksins hefur verið sýnilegur og fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum flokksins á framfæri. Í fjórða lagi nefnir hann stjórnmálaþróun í nágrannaríkjum og annars staðar í Evrópu. „Þessir flokkar á miðjunni eiga ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Kjósendur sem eru óákveðnir virðast vera að færast út á jaðrana, annað hvort til hægri eða vinstri, róttækari flokka sem boða meiri breytingar á samfélaginu heldur en þessir miðjuflokkar bjóða upp á. Þetta held ég að skýri að þónokkru leyti erfiða stöðu íslenskra miðjuflokka. Í fimmta og síðasta lagi þá er Björt framtíð ekkert annað en enn eitt klofningsframboðið til vinstri í íslenskum stjórnmálum og þau hafa aldrei verið langlíf.“ Tengdar fréttir Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26 Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að skrifa megi fylgishrun Bjartrar framtíðar á formann flokksins. Skýringanna sé fremur að leita í tengingu Bjartrar framtíðar við hefðbundna flokka og auknar vinsældir róttækra flokka hér á landi sem og víða annars staðar í Evrópu. Björt framtíð fékk 8,2% atkvæða og sex þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum árið 2013 en stuðningur við flokkinn er að þurrkast út ef marka má skoðanakannanir. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist mest 17,5 prósent í lok mars í fyrra samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Fylgið var komið niður í 13,3 prósent hinn 28. febrúar á þessu ári og hefur síðan farið stöðugt lækkandi og fór undir 5 prósent í lok síðasta mánaðar. Fái flokkurinn þetta fylgi í næstu kosningum nær hann engum manni inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar hefur skrifað vanda flokksins á formanninn Guðmund Steingrímsson en í viðtali við Kjarnann 4. ágúst sagði hún orðrétt: „Vandinn er ekki tilkominn vegna þess að kjósendur skilja ekki flokkinn heldur er hann vandi formannsins og þeirra sem starfa í Bjartri framtíð.“ Guðmundur hefur ákveðið að hætta sem formaður Bjartrar framtíðar og verður nýr formaður kjörinn á ársfundi flokksins 5. september.Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði.365/ÞÞBaldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að hægt sé að skrifa fylgishrunið á formanninn og nefnir hann aðallega fimm ástæður fyrir fylgistapinu. „Í fyrsta lagi þá sýna flestallar erlendar og innlendar rannsóknir að fylgi flokka fer miklu frekar eftir stefnu þeirra heldur en leiðtogum. Í öðru lagi finnst mér að formaður Bjartrar framtíðar hafi ekki verið mikið gagnrýndur í samfélagsumræðunni. Formenn annarra stjórnmálaflokka eins og formenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa verið mun meira gagnrýndir en hann þannig að ekki er því um að kenna,“ segir Baldur. Baldur nefnir í þriðja lagi þá staðreynd að formaður flokksins hefur verið sýnilegur og fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum flokksins á framfæri. Í fjórða lagi nefnir hann stjórnmálaþróun í nágrannaríkjum og annars staðar í Evrópu. „Þessir flokkar á miðjunni eiga ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Kjósendur sem eru óákveðnir virðast vera að færast út á jaðrana, annað hvort til hægri eða vinstri, róttækari flokka sem boða meiri breytingar á samfélaginu heldur en þessir miðjuflokkar bjóða upp á. Þetta held ég að skýri að þónokkru leyti erfiða stöðu íslenskra miðjuflokka. Í fimmta og síðasta lagi þá er Björt framtíð ekkert annað en enn eitt klofningsframboðið til vinstri í íslenskum stjórnmálum og þau hafa aldrei verið langlíf.“
Tengdar fréttir Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26 Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26
Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00