Viking Stavanger og Vålerenga töpuðu bæði leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en bæði liðin töpuðu 1-0.
Indriði Sigurðsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Jón Daði Böðvarsson voru allir í byrjunarliði Viking sem tapaði 1-0 gegn Odd Ballklubb.
Eina mark leiksins kom á 32. mínútu, en markið skoraði Fredrik Nordkvelle. Steinþór Freyr var tekinn af velli á 54. mínútu, en Björn Daníel Sverrisson sem er að snúa aftur eftir meiðsli sat á bekknum.
Elías Már Ómarsson spilaði síðustu þrettán mínúturnar fyrir Vålerenga sem tapaði 0-1 gegn Molde á heimavelli í dag. Per Egil Flo skoraði eina markið á þrettándu mínútu.
Viking er í þriðja sætinu með 37 stig, en Vålerenga er sæti neðar með stigi minna. Síðan koma Odd og Molda þar á eftir. Mikilvæg stig í súginn hjá toppbaráttuliðunum.
Viking og Vålerenga töpuðu mikilvægum stigum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn