Enski boltinn

Rúrik spilaði átján mínútur í tapi Nürnberg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúrik í búningi Nürnberg.
Rúrik í búningi Nürnberg. vísir/getty
Rúrik Gíslason kom inná sem varamaður í 2-1 tapi Nürnberg gegn Bochum á útivelli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Guido Burgstaller kom Nürnberg yfir strax á annari mínútu, en Simon Terodde jafnaði metin fyrir Bochum fyrir hlé. Stasðan 1-1 í hálfleik.

Janik Haberer skoraði svo sigurmark Bochum á 64. mínútu, en markið skoraði hann eftir undirbúning Timo Perthel.

Rúrik Gíslason var varamaður hjá Nürnberg, en var skipt inná á 72. mínútu.

Nürnberg er með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina, en þeir eru í tólfta sæti deildarinnar af átján liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×