Innlent

Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í tengslum við menningarnótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í tengslum við menningarnótt. vísir/kolbeinn tumi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir menningarnótt hafa farið vel fram og mikinn mannfjölda í bænum. Lögreglan harmar það hins vegar að hún þurfti að hafa afskipti af fáeinum ungum gestum hátíðarinnar sem hafa haft vín um hönd.

„En í öllum tilvikum er áfengi hellt niður hjá þeim sem ekki hafa náð áfengiskaupaaldri,“ segir lögreglan á Facebook-síðu sinni en hún hefur sinnt fjölda verkefna það sem af er degi í tengslum við menningarnótt.

Meðal annars hefur hún haft í nógu að snúast við að stýra umferð til og frá miðborginni vegna lokana í tengslum við hátíðina og þá hafa einhverjir ökumenn gert sig seka um stöðubrot og fengið sekt fyrir.

Menningarnótt fer vel fram og mikill mannfjöldi er í bænum. Því miður hefur lögreglan þurft að hafa afskipti af fáeinum...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Saturday, August 22, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×