Líkja stjórnendum Ashley Madison við eiturlyfjasala sem misnotar fíkla Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2015 21:29 Hakkararnir segja öryggi síðunnar Ashley Madison hafa verið hlægilegt. Vísir/Getty Hakkarateymið TheImpactTeam líkir stjórnendum kanadíska fyrirtækisins AvidLifeMedia, sem rekur vefsíðuna AshleyMadison, við eiturlyfjasala og lygasjúka stjórnmálamenn. Þetta segir teymið í viðtali við veftímaritið Motherboard en viðtalið fór fram í gegnum tölvupóstsamskipti. Vefsíðan AshleyMadison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu fram hjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir.TheImpactTeam stal gögnum um 37 milljóna notenda síðunnar en Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi.Þriðjungur myndanna nektarmyndir Hakkararnir segja öryggi síðunnar hlægilegt en þeir stálu ekki aðeins upplýsingum um notendur hennar heldur einnig tölvupósti starfsmanna, samtöl sem notendur síðunnar áttu sín á milli og ljósmyndum. „Þriðjungur þessara mynda voru typpa myndir en við ætlum ekki að setja þær á netið. Ekki heldur tölvupóst starfsmanna, mögulega stjórnenda fyrirtækisins,“ segir teymið. Þegar teymið er spurt hvað því finnst um viðbrögð fyrirtækisins AvidLifeMedia og forstjóra þess Noel Biderman í kjölfar lekans segja þeir fyrirtækið græða milljarða á ári með svikum. „Þeir hljóma eins og pólitíkusar, geta ekki hætt að ljúga. Þeir sögðust ekki geyma kreditkortaupplýsingar eða tölvupóst en gerðu það samt.“Vildu stöðva misnotkunina Þegar teymið er spurt hvers vegna það ákvað að ráðast gegn AshleyMadison segist það hafa fylgst með síðunni vaxa og dafna og fjölga notendum sínum afar hratt. „Við gerðum þetta til að stöðva næstu 60 milljónir sem hefðu skráð sig á síðuna. AvidLifeMedia er eins og eiturlyfjasali sem misnotar fíkla.“ Teymið er spurt hvort það ætli að ráðast gegn öðrum síðum í náinni framtíð. „Ekki aðeins síðum. Hvaða fyrirtæki sem er sem þénar milljarða á þjáningum annarra, leyndarmálum og lygum. Kannski spilltum pólitíkusum.“ Tengdar fréttir Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01 Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Hakkarateymið TheImpactTeam líkir stjórnendum kanadíska fyrirtækisins AvidLifeMedia, sem rekur vefsíðuna AshleyMadison, við eiturlyfjasala og lygasjúka stjórnmálamenn. Þetta segir teymið í viðtali við veftímaritið Motherboard en viðtalið fór fram í gegnum tölvupóstsamskipti. Vefsíðan AshleyMadison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu fram hjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir.TheImpactTeam stal gögnum um 37 milljóna notenda síðunnar en Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi.Þriðjungur myndanna nektarmyndir Hakkararnir segja öryggi síðunnar hlægilegt en þeir stálu ekki aðeins upplýsingum um notendur hennar heldur einnig tölvupósti starfsmanna, samtöl sem notendur síðunnar áttu sín á milli og ljósmyndum. „Þriðjungur þessara mynda voru typpa myndir en við ætlum ekki að setja þær á netið. Ekki heldur tölvupóst starfsmanna, mögulega stjórnenda fyrirtækisins,“ segir teymið. Þegar teymið er spurt hvað því finnst um viðbrögð fyrirtækisins AvidLifeMedia og forstjóra þess Noel Biderman í kjölfar lekans segja þeir fyrirtækið græða milljarða á ári með svikum. „Þeir hljóma eins og pólitíkusar, geta ekki hætt að ljúga. Þeir sögðust ekki geyma kreditkortaupplýsingar eða tölvupóst en gerðu það samt.“Vildu stöðva misnotkunina Þegar teymið er spurt hvers vegna það ákvað að ráðast gegn AshleyMadison segist það hafa fylgst með síðunni vaxa og dafna og fjölga notendum sínum afar hratt. „Við gerðum þetta til að stöðva næstu 60 milljónir sem hefðu skráð sig á síðuna. AvidLifeMedia er eins og eiturlyfjasali sem misnotar fíkla.“ Teymið er spurt hvort það ætli að ráðast gegn öðrum síðum í náinni framtíð. „Ekki aðeins síðum. Hvaða fyrirtæki sem er sem þénar milljarða á þjáningum annarra, leyndarmálum og lygum. Kannski spilltum pólitíkusum.“
Tengdar fréttir Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01 Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01
Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00
Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44