Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2015 11:15 Skutlþjónusta Strætó ekur frá Kirkjusandi og upp að Hallgrímskirkju. Vísir/Andri Marinó Reikna má með því að tugir þúsunda ætli að skella sér í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og fagna afmæli höfuðborgarinnar. Ljóst er að ekki geta allir lagt einkabílnum á besta stað. Lögreglan verður á vaktinni en sekt vegna stöðubrota er komin upp í tíu þúsund krónur. Dýrt grín það. Ókeypis verður í Strætó á morgun en akstursáætlun verður að mestu eins og aðra laugardaga. Tímatöflur verða þær sömu. Vegna lokana í miðborginni munu vagnarnir aka gömlu Hringbrautina gengt BSÍ ásamt því að aka til og frá Hlemmi þar sem allar venjulegar leiðir sem aka um miðbæinn munu stöðva. Hefðbunda leiðarkerfið verður óvirkt klukkan 23 þegar megin áhersla verður lögð á að flytja gesti úr miðborginni og heim í hverfin sín. Síðustu ferðirnar verða eknar klukkan eitt eftir miðnætti. Nánari upplýsingar um leiðarkerfi Strætó á Menningarnótt má finna hér (PDF).Einar Bárðarson.Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir öllu máli skipta að allir komist heim. Hann er vongóður um góða mætingu á hátíðina í ár þrátt fyrir rigningarspá, en segir fjöldann ekki skipta öllu máli, meira máli skipti að allir komist heilir heim og skemmti sér vel. „Veðurspáin hefur nú aðeins verið að hrella okkur en ég á þó von á því að fólk skundi í miðborgina. Við búumst alltaf við mesta fjöldanum en erum ekki í talnakeppni. Það eru allir mælar búnir að bræða úr sér hvað varðar mætingu en það sem skiptir mestu er að allir komist heilir heim.“ Setningarathöfnin verður með sérstöku sniði í ár en hana setja ungt fólk sem á það sameiginlegt að hafa fæðst fyrstu menningarnóttina fyrir tuttugu árum. „Ég er svolítið spenntur að sjá andlit þeirra,“ segir Einar. Hann á von á að í kringum eitt hundrað þúsund manns muni mæta á fjölmennustu útihátíð landsins.Lokanir í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu á kortið til að sjá stærri útgáfu.Fáðu skutlStrætó verður með sérstaka skutluþjónustu á morgun fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega inn á hátíðarsvæðið. Skutlurnar munu ganga frá klukkan 12 frá bílastæði Íslandsbanka á Kirkjusandi með viðkomu á stoppustöðvum strætó í Borgartúni og þaðan upp að Hallgrímskirkju. Leigubílar verða staðsettir við Hallgrímskirkju, Skúlagötu, BSÍ og á Túngötu við Landakotskirkju. Eftir klukkan 21 færast leigubílar við Skúlagötu yfir á Gömlu Hringbraut, við enda Njarðargötu.Nánar um götulokanir og enn stærra kort hér.Ferðaþjónusta fatlaðra verður á ferðinni á Menningarnótt.Ferðaþjónusta fatlaðraAksturþjónusta Ferðaþjónustu fatlaðra verður með hefðbundnu sniði. Notendur eru beðnir um að bóka ferðir með góðum fyrirvara. Aðeins verður hægt að panta ferðir til og frá þremur stöðum:Bílastæðaplan við Tækniskólann á SkólavörðuholtiBílastæðaplan á horni Túngötu og Suðurgötu í nágrenni við Ráðhús ReykjavíkurBílastæðaplan vestast á Skúlagötu, framan við Sjávarútvegsráðuneytið Hægt verður að panta síðustu heimferð kl. 00.00. Viðbúið er þó að einhver seinkun kunni að verða sökum umferðar og álags.Nánari upplýsingar á heimasíðu Menningarnætur. Tengdar fréttir Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00 Milt veður á Menningarnótt Líkur eru þó á einhverri rigningu. 20. ágúst 2015 14:17 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Reikna má með því að tugir þúsunda ætli að skella sér í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og fagna afmæli höfuðborgarinnar. Ljóst er að ekki geta allir lagt einkabílnum á besta stað. Lögreglan verður á vaktinni en sekt vegna stöðubrota er komin upp í tíu þúsund krónur. Dýrt grín það. Ókeypis verður í Strætó á morgun en akstursáætlun verður að mestu eins og aðra laugardaga. Tímatöflur verða þær sömu. Vegna lokana í miðborginni munu vagnarnir aka gömlu Hringbrautina gengt BSÍ ásamt því að aka til og frá Hlemmi þar sem allar venjulegar leiðir sem aka um miðbæinn munu stöðva. Hefðbunda leiðarkerfið verður óvirkt klukkan 23 þegar megin áhersla verður lögð á að flytja gesti úr miðborginni og heim í hverfin sín. Síðustu ferðirnar verða eknar klukkan eitt eftir miðnætti. Nánari upplýsingar um leiðarkerfi Strætó á Menningarnótt má finna hér (PDF).Einar Bárðarson.Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir öllu máli skipta að allir komist heim. Hann er vongóður um góða mætingu á hátíðina í ár þrátt fyrir rigningarspá, en segir fjöldann ekki skipta öllu máli, meira máli skipti að allir komist heilir heim og skemmti sér vel. „Veðurspáin hefur nú aðeins verið að hrella okkur en ég á þó von á því að fólk skundi í miðborgina. Við búumst alltaf við mesta fjöldanum en erum ekki í talnakeppni. Það eru allir mælar búnir að bræða úr sér hvað varðar mætingu en það sem skiptir mestu er að allir komist heilir heim.“ Setningarathöfnin verður með sérstöku sniði í ár en hana setja ungt fólk sem á það sameiginlegt að hafa fæðst fyrstu menningarnóttina fyrir tuttugu árum. „Ég er svolítið spenntur að sjá andlit þeirra,“ segir Einar. Hann á von á að í kringum eitt hundrað þúsund manns muni mæta á fjölmennustu útihátíð landsins.Lokanir í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu á kortið til að sjá stærri útgáfu.Fáðu skutlStrætó verður með sérstaka skutluþjónustu á morgun fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega inn á hátíðarsvæðið. Skutlurnar munu ganga frá klukkan 12 frá bílastæði Íslandsbanka á Kirkjusandi með viðkomu á stoppustöðvum strætó í Borgartúni og þaðan upp að Hallgrímskirkju. Leigubílar verða staðsettir við Hallgrímskirkju, Skúlagötu, BSÍ og á Túngötu við Landakotskirkju. Eftir klukkan 21 færast leigubílar við Skúlagötu yfir á Gömlu Hringbraut, við enda Njarðargötu.Nánar um götulokanir og enn stærra kort hér.Ferðaþjónusta fatlaðra verður á ferðinni á Menningarnótt.Ferðaþjónusta fatlaðraAksturþjónusta Ferðaþjónustu fatlaðra verður með hefðbundnu sniði. Notendur eru beðnir um að bóka ferðir með góðum fyrirvara. Aðeins verður hægt að panta ferðir til og frá þremur stöðum:Bílastæðaplan við Tækniskólann á SkólavörðuholtiBílastæðaplan á horni Túngötu og Suðurgötu í nágrenni við Ráðhús ReykjavíkurBílastæðaplan vestast á Skúlagötu, framan við Sjávarútvegsráðuneytið Hægt verður að panta síðustu heimferð kl. 00.00. Viðbúið er þó að einhver seinkun kunni að verða sökum umferðar og álags.Nánari upplýsingar á heimasíðu Menningarnætur.
Tengdar fréttir Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00 Milt veður á Menningarnótt Líkur eru þó á einhverri rigningu. 20. ágúst 2015 14:17 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00