Kári segir Íslendinga ætla að afklæðast sjálfsvirðingunni til að spara fé Birgir Olgeirsson skrifar 21. ágúst 2015 10:03 Kári Stefánsson vonast til að Íslendingar haldi sjálfsvirðingunni í Rússa-deilunni. vísir/gva Viljum við Íslendingar verða prinsipplausir aular sem enginn vill heimsækja? Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir yfirvöld á góðri leið með að tryggja það. „Þau ætla að ná markmiðinu með því að sjá til þess að við skömmumst okkar svo fyrir að vera Íslendingar að höfuðið sígi ósjálfrátt niður á bringu og við glötum getunni til að þess að horfast í augu við nokkurn mann,“ segir Kári í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Þar kallar hann Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra endemis klaufa og segir Íslendinga stefna að því að afklæðast sjálfsvirðingunni fyrir framan alþjóðasamfélagið til að spara fé. Hann segir þessa atburðarás hafa byrjað þegar Íslendingar ákváðu að slást í hóp þjóða sem reyna að sporna gegn heimsyfirráðastefnu Rússa með viðskiptaþvingunum. Kári segist hafa haldið að sú ákvörðun væri svo góð að hún væri hafin yfir alla gagnrýni. „Þótt fyrir henni hafi staðið utanríkisráðherra sem er slíkur endemis klaufi að flest sem hann gerir, hvort sem það er skynsamlegt eða ekki, virðist stórslys við fyrstu sýn,“ segir Kári. Hann segir Rússa hafa lagt á fyrirsjáanlegt innflutningsbann á íslensks matvæli en í kjölfarið hófust upp harmakvein þeirra sem fóru strax að sakna Rússagullsins. „Sem er rúllugjaldið sem við höfðum ákveðið að borga til þess að fá að standa upprétt í samfélagi þjóðanna.“ Þegar menn fóru að sakna Rússagullsins þá fór að kvarnast úr þeirri reisn stjórnvalda sem endurspeglaðist í ákvörðuninni að taka þátt í viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja gegn Rússum, að sögn Kára. „Forsætisráðherra bað forsetann að fara bónleið til sendiherra Rússa í þeirri von að honum tækist að sannfæra hann um að við værum slíkir helvítis aumingjar að það væri ljótt að kalla okkur til ábyrgðar fyrir eigin gerðir sem miðuðust þó við að kalla þá til ábyrgðar fyrir þeirra. Síðan hafa heyrst þær raddir innan úr Stjórnarráðinu að þegar komi að því að endurnýja þátttöku í aðgerðunum gegn Rússum um áramótin muni Ísland stíga til hliðar.“ Kári segir því ýmislegt benda til þess að stuðningur Íslendinga við aðgerðir gegn ofbeldi Rússa verða skammlífur og allur heimurinn fái að vita að Íslendingar hættu við vegna þess að þeir tímdu því ekki. Hann segir þennan hringlandahátt, sem vegur að sjálfsvirðingu Íslendinga, valda þjóðinni meira efnahagslegu tjóni en sem nemur Rússagullinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur blómstrað því land og þjóð er í tísku en það gæti breyst hratt ef Íslendingar svipta sig sjálfsvirðingunni til að spara pening. „Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn stærsta atvinnugrein þjóðarinnar vegna þess að land og þjóð þykja kúl og laða að sér fólk. Ósnerta, fallega landið, hreina loftið og ákveðið sambland af sköpunarmætti og tærleika í fólkinu er undirstaða ferðamannaiðnaðarins. Ef við afklæðumst sjálfsvirðingunni fyrir framan alheim til þess að spara fé hættum við að vera kúl og breytumst í blauta, nakta, kalda eyju í Norður-Atlantshafi þar sem búa prinsipplausir aular sem enginn vill heimsækja“ Tengdar fréttir Rúllugjald Einu sinni lagði framsóknarráðherra nokkur fram frumvarp til laga um samræmda stafsetningu sem átti meðal annars að koma böndum á óheftan skandalista, Halldór Kiljan Laxness að nafni. 21. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Viljum við Íslendingar verða prinsipplausir aular sem enginn vill heimsækja? Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir yfirvöld á góðri leið með að tryggja það. „Þau ætla að ná markmiðinu með því að sjá til þess að við skömmumst okkar svo fyrir að vera Íslendingar að höfuðið sígi ósjálfrátt niður á bringu og við glötum getunni til að þess að horfast í augu við nokkurn mann,“ segir Kári í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Þar kallar hann Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra endemis klaufa og segir Íslendinga stefna að því að afklæðast sjálfsvirðingunni fyrir framan alþjóðasamfélagið til að spara fé. Hann segir þessa atburðarás hafa byrjað þegar Íslendingar ákváðu að slást í hóp þjóða sem reyna að sporna gegn heimsyfirráðastefnu Rússa með viðskiptaþvingunum. Kári segist hafa haldið að sú ákvörðun væri svo góð að hún væri hafin yfir alla gagnrýni. „Þótt fyrir henni hafi staðið utanríkisráðherra sem er slíkur endemis klaufi að flest sem hann gerir, hvort sem það er skynsamlegt eða ekki, virðist stórslys við fyrstu sýn,“ segir Kári. Hann segir Rússa hafa lagt á fyrirsjáanlegt innflutningsbann á íslensks matvæli en í kjölfarið hófust upp harmakvein þeirra sem fóru strax að sakna Rússagullsins. „Sem er rúllugjaldið sem við höfðum ákveðið að borga til þess að fá að standa upprétt í samfélagi þjóðanna.“ Þegar menn fóru að sakna Rússagullsins þá fór að kvarnast úr þeirri reisn stjórnvalda sem endurspeglaðist í ákvörðuninni að taka þátt í viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja gegn Rússum, að sögn Kára. „Forsætisráðherra bað forsetann að fara bónleið til sendiherra Rússa í þeirri von að honum tækist að sannfæra hann um að við værum slíkir helvítis aumingjar að það væri ljótt að kalla okkur til ábyrgðar fyrir eigin gerðir sem miðuðust þó við að kalla þá til ábyrgðar fyrir þeirra. Síðan hafa heyrst þær raddir innan úr Stjórnarráðinu að þegar komi að því að endurnýja þátttöku í aðgerðunum gegn Rússum um áramótin muni Ísland stíga til hliðar.“ Kári segir því ýmislegt benda til þess að stuðningur Íslendinga við aðgerðir gegn ofbeldi Rússa verða skammlífur og allur heimurinn fái að vita að Íslendingar hættu við vegna þess að þeir tímdu því ekki. Hann segir þennan hringlandahátt, sem vegur að sjálfsvirðingu Íslendinga, valda þjóðinni meira efnahagslegu tjóni en sem nemur Rússagullinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur blómstrað því land og þjóð er í tísku en það gæti breyst hratt ef Íslendingar svipta sig sjálfsvirðingunni til að spara pening. „Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn stærsta atvinnugrein þjóðarinnar vegna þess að land og þjóð þykja kúl og laða að sér fólk. Ósnerta, fallega landið, hreina loftið og ákveðið sambland af sköpunarmætti og tærleika í fólkinu er undirstaða ferðamannaiðnaðarins. Ef við afklæðumst sjálfsvirðingunni fyrir framan alheim til þess að spara fé hættum við að vera kúl og breytumst í blauta, nakta, kalda eyju í Norður-Atlantshafi þar sem búa prinsipplausir aular sem enginn vill heimsækja“
Tengdar fréttir Rúllugjald Einu sinni lagði framsóknarráðherra nokkur fram frumvarp til laga um samræmda stafsetningu sem átti meðal annars að koma böndum á óheftan skandalista, Halldór Kiljan Laxness að nafni. 21. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Rúllugjald Einu sinni lagði framsóknarráðherra nokkur fram frumvarp til laga um samræmda stafsetningu sem átti meðal annars að koma böndum á óheftan skandalista, Halldór Kiljan Laxness að nafni. 21. ágúst 2015 07:00