Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. ágúst 2015 00:01 Ekki þarf að greiða skráningargjald á síðuna. Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. Full nöfn, heimilisföng, símanúmer, hluti úr kreditkortanúmerum, netföng og ýmislegt fleira er meðal þess sem finna má í gögnunum.1. Ekki þarf að greiða skráningargjald á síðuna, en karlmenn þurfa að greiða fyrir ýmsa þjónustu, meðal annars fyrir að fá að senda konum skilaboð. Einnig var notendum boðið upp á að borga fyrir að láta aðstandendur síðunnar eyða upplýsingum um þá.2. Hópur hakkara sem kallar sig The Impact Team er talinn hafa staðið fyrir tölvuárásinni. Þeir voru ósáttir við að forsvarsmenn síðunnar væru að ljúga að viðskiptavinum sínum. Hakkararnir vildu sýna fram á að ekki væri hægt að eyða gögnunum um viðskiptavinina.3. Kanadíska fyrirtækið Avid Life Media rekur síðuna. Fyrirtækið rekur fleiri umdeildar síður, eins og Cougar Life (þar sem eldri konur geta kynnst ungum mönnum) og Established Men (þar sem eldri menn geta kynnst yngri konum).4. Aðstandendur síðunnar hafa verið gagnrýndir í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að hleypa blaðamönnum og félagsfræðingum í viðkvæm gögn.5. Auk upplýsinga um notendur síðunnar komust hakkarar yfir ársreikninga, tölvupóst starfsmanna og bankaupplýsingar fyrirtækisins.6. Upplýsingarnar sem láku út um notendur eru í raun þrír stórir gagnagrunnar. Sá fyrsti inniheldur heimilisföng, nöfn, fæðingardaga og fleiri upplýsingar um notendur. Meðal annars hvað kveikir í þeim í svefnherberginu. Annar gagnagrunnurinn inniheldur póstföng, en þess má geta að aðstandendur síðunnar gengu ekki úr skugga um að notendur gæfu upp rétt netföng. Sá þriðji inniheldur kreditkortaupplýsingar, en aðeins er hægt að sjá hluta af kreditkortanúmerum notenda og því ekki hægt að nota þær upplýsingar til að svíkja út fé eða vörur í gegnum netið.7. Upplýsingunum var lekið inn á svokallaða Tor-vefsíðu, sem er einungis hægt að komast í með sérstökum Tor-netvöfrum. Gjarnan er talað um slíkar vefsíður sem hluta af svokölluðum „Deep Web“, sem mætti kalla hina dimmu kima netsins. Gögnin hafa einnig gengið manna á milli á svokölluðum Torrent-síðum. Ljóst er að lekinn verður ekki stöðvaður úr þessu.8. Talið er að fyrirtækið AvidMedia Life muni eiga í miklum erfiðleikum með að komast aftur á réttan kjöl eftir lekann. Talið er víst að málsókn verði höfðuð á hendur forsvarsmönnum fyrirtækisins og gætu bæturnar sem fyrirtækið þarf að greiða viðskiptavinum sínum hlaupið á tugum milljarða króna, varlega áætlað. Tengdar fréttir Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. Full nöfn, heimilisföng, símanúmer, hluti úr kreditkortanúmerum, netföng og ýmislegt fleira er meðal þess sem finna má í gögnunum.1. Ekki þarf að greiða skráningargjald á síðuna, en karlmenn þurfa að greiða fyrir ýmsa þjónustu, meðal annars fyrir að fá að senda konum skilaboð. Einnig var notendum boðið upp á að borga fyrir að láta aðstandendur síðunnar eyða upplýsingum um þá.2. Hópur hakkara sem kallar sig The Impact Team er talinn hafa staðið fyrir tölvuárásinni. Þeir voru ósáttir við að forsvarsmenn síðunnar væru að ljúga að viðskiptavinum sínum. Hakkararnir vildu sýna fram á að ekki væri hægt að eyða gögnunum um viðskiptavinina.3. Kanadíska fyrirtækið Avid Life Media rekur síðuna. Fyrirtækið rekur fleiri umdeildar síður, eins og Cougar Life (þar sem eldri konur geta kynnst ungum mönnum) og Established Men (þar sem eldri menn geta kynnst yngri konum).4. Aðstandendur síðunnar hafa verið gagnrýndir í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að hleypa blaðamönnum og félagsfræðingum í viðkvæm gögn.5. Auk upplýsinga um notendur síðunnar komust hakkarar yfir ársreikninga, tölvupóst starfsmanna og bankaupplýsingar fyrirtækisins.6. Upplýsingarnar sem láku út um notendur eru í raun þrír stórir gagnagrunnar. Sá fyrsti inniheldur heimilisföng, nöfn, fæðingardaga og fleiri upplýsingar um notendur. Meðal annars hvað kveikir í þeim í svefnherberginu. Annar gagnagrunnurinn inniheldur póstföng, en þess má geta að aðstandendur síðunnar gengu ekki úr skugga um að notendur gæfu upp rétt netföng. Sá þriðji inniheldur kreditkortaupplýsingar, en aðeins er hægt að sjá hluta af kreditkortanúmerum notenda og því ekki hægt að nota þær upplýsingar til að svíkja út fé eða vörur í gegnum netið.7. Upplýsingunum var lekið inn á svokallaða Tor-vefsíðu, sem er einungis hægt að komast í með sérstökum Tor-netvöfrum. Gjarnan er talað um slíkar vefsíður sem hluta af svokölluðum „Deep Web“, sem mætti kalla hina dimmu kima netsins. Gögnin hafa einnig gengið manna á milli á svokölluðum Torrent-síðum. Ljóst er að lekinn verður ekki stöðvaður úr þessu.8. Talið er að fyrirtækið AvidMedia Life muni eiga í miklum erfiðleikum með að komast aftur á réttan kjöl eftir lekann. Talið er víst að málsókn verði höfðuð á hendur forsvarsmönnum fyrirtækisins og gætu bæturnar sem fyrirtækið þarf að greiða viðskiptavinum sínum hlaupið á tugum milljarða króna, varlega áætlað.
Tengdar fréttir Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00
Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44
Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24