Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. ágúst 2015 00:01 Ekki þarf að greiða skráningargjald á síðuna. Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. Full nöfn, heimilisföng, símanúmer, hluti úr kreditkortanúmerum, netföng og ýmislegt fleira er meðal þess sem finna má í gögnunum.1. Ekki þarf að greiða skráningargjald á síðuna, en karlmenn þurfa að greiða fyrir ýmsa þjónustu, meðal annars fyrir að fá að senda konum skilaboð. Einnig var notendum boðið upp á að borga fyrir að láta aðstandendur síðunnar eyða upplýsingum um þá.2. Hópur hakkara sem kallar sig The Impact Team er talinn hafa staðið fyrir tölvuárásinni. Þeir voru ósáttir við að forsvarsmenn síðunnar væru að ljúga að viðskiptavinum sínum. Hakkararnir vildu sýna fram á að ekki væri hægt að eyða gögnunum um viðskiptavinina.3. Kanadíska fyrirtækið Avid Life Media rekur síðuna. Fyrirtækið rekur fleiri umdeildar síður, eins og Cougar Life (þar sem eldri konur geta kynnst ungum mönnum) og Established Men (þar sem eldri menn geta kynnst yngri konum).4. Aðstandendur síðunnar hafa verið gagnrýndir í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að hleypa blaðamönnum og félagsfræðingum í viðkvæm gögn.5. Auk upplýsinga um notendur síðunnar komust hakkarar yfir ársreikninga, tölvupóst starfsmanna og bankaupplýsingar fyrirtækisins.6. Upplýsingarnar sem láku út um notendur eru í raun þrír stórir gagnagrunnar. Sá fyrsti inniheldur heimilisföng, nöfn, fæðingardaga og fleiri upplýsingar um notendur. Meðal annars hvað kveikir í þeim í svefnherberginu. Annar gagnagrunnurinn inniheldur póstföng, en þess má geta að aðstandendur síðunnar gengu ekki úr skugga um að notendur gæfu upp rétt netföng. Sá þriðji inniheldur kreditkortaupplýsingar, en aðeins er hægt að sjá hluta af kreditkortanúmerum notenda og því ekki hægt að nota þær upplýsingar til að svíkja út fé eða vörur í gegnum netið.7. Upplýsingunum var lekið inn á svokallaða Tor-vefsíðu, sem er einungis hægt að komast í með sérstökum Tor-netvöfrum. Gjarnan er talað um slíkar vefsíður sem hluta af svokölluðum „Deep Web“, sem mætti kalla hina dimmu kima netsins. Gögnin hafa einnig gengið manna á milli á svokölluðum Torrent-síðum. Ljóst er að lekinn verður ekki stöðvaður úr þessu.8. Talið er að fyrirtækið AvidMedia Life muni eiga í miklum erfiðleikum með að komast aftur á réttan kjöl eftir lekann. Talið er víst að málsókn verði höfðuð á hendur forsvarsmönnum fyrirtækisins og gætu bæturnar sem fyrirtækið þarf að greiða viðskiptavinum sínum hlaupið á tugum milljarða króna, varlega áætlað. Tengdar fréttir Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. Full nöfn, heimilisföng, símanúmer, hluti úr kreditkortanúmerum, netföng og ýmislegt fleira er meðal þess sem finna má í gögnunum.1. Ekki þarf að greiða skráningargjald á síðuna, en karlmenn þurfa að greiða fyrir ýmsa þjónustu, meðal annars fyrir að fá að senda konum skilaboð. Einnig var notendum boðið upp á að borga fyrir að láta aðstandendur síðunnar eyða upplýsingum um þá.2. Hópur hakkara sem kallar sig The Impact Team er talinn hafa staðið fyrir tölvuárásinni. Þeir voru ósáttir við að forsvarsmenn síðunnar væru að ljúga að viðskiptavinum sínum. Hakkararnir vildu sýna fram á að ekki væri hægt að eyða gögnunum um viðskiptavinina.3. Kanadíska fyrirtækið Avid Life Media rekur síðuna. Fyrirtækið rekur fleiri umdeildar síður, eins og Cougar Life (þar sem eldri konur geta kynnst ungum mönnum) og Established Men (þar sem eldri menn geta kynnst yngri konum).4. Aðstandendur síðunnar hafa verið gagnrýndir í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að hleypa blaðamönnum og félagsfræðingum í viðkvæm gögn.5. Auk upplýsinga um notendur síðunnar komust hakkarar yfir ársreikninga, tölvupóst starfsmanna og bankaupplýsingar fyrirtækisins.6. Upplýsingarnar sem láku út um notendur eru í raun þrír stórir gagnagrunnar. Sá fyrsti inniheldur heimilisföng, nöfn, fæðingardaga og fleiri upplýsingar um notendur. Meðal annars hvað kveikir í þeim í svefnherberginu. Annar gagnagrunnurinn inniheldur póstföng, en þess má geta að aðstandendur síðunnar gengu ekki úr skugga um að notendur gæfu upp rétt netföng. Sá þriðji inniheldur kreditkortaupplýsingar, en aðeins er hægt að sjá hluta af kreditkortanúmerum notenda og því ekki hægt að nota þær upplýsingar til að svíkja út fé eða vörur í gegnum netið.7. Upplýsingunum var lekið inn á svokallaða Tor-vefsíðu, sem er einungis hægt að komast í með sérstökum Tor-netvöfrum. Gjarnan er talað um slíkar vefsíður sem hluta af svokölluðum „Deep Web“, sem mætti kalla hina dimmu kima netsins. Gögnin hafa einnig gengið manna á milli á svokölluðum Torrent-síðum. Ljóst er að lekinn verður ekki stöðvaður úr þessu.8. Talið er að fyrirtækið AvidMedia Life muni eiga í miklum erfiðleikum með að komast aftur á réttan kjöl eftir lekann. Talið er víst að málsókn verði höfðuð á hendur forsvarsmönnum fyrirtækisins og gætu bæturnar sem fyrirtækið þarf að greiða viðskiptavinum sínum hlaupið á tugum milljarða króna, varlega áætlað.
Tengdar fréttir Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00
Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44
Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24