Göngufólk fann lík unga mannsins við Sauðdrápsgil í Laxárdal Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2015 10:35 Lík mannsins fannst við Sauðdrápsgil, við hlið Fálkagils, í Laxárdál í Nesjum norður af Höfn í Hornafirði. Vísir/Loftmyndir.is Það var göngufólk sem gekk fram á lík ungs karlmanns við Sauðdrápsgil í Laxárdal í Nesjum á þriðjudag. Réttarkrufning fór fram á líki mannsins í gær en engin niðurstaða er komin úr henni. Fyrir höndum er leit í gagnasöfnum hér heima og erlendis til að reyna að bera saman hvort finnast einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segir að ekki hafi enn verið borin kennsl á líkið af manninum. Hann segir kennslanefnd ríkislögreglustjóra nú vinna úr niðurstöðum krufningarinnar og því sem hún hefur fengið í hendurnar úr því. „Það er verið að fara yfir gagnasöfn hér heima og erlendis og reyna að bera saman hvort það finnast einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman,“ segir Sveinn.Útiloka ekki neitt Hann segir í raun ekkert vitað hvernig andlát mannsins bar að og því ekki hægt að útiloka neitt. „Þar til við vitum ekkert fast í hendi þá útilokum við ekki neitt. Hvort þetta geta verið veikindi eða sjálfsvíg eða borið að með einhverjum voveiflegum hætti.“Laxárdalur í Nesjum er norður af Höfn í Hornafirði.Vísir/Loftmyndir.isEkki í alfaraleið Líkt og fyrr segir fannst líkið við Sauðdrápsgil sem er fyrir miðju Laxárdals við hlið Fálkagils. Ekki er um alfaraleið að ræða en gönguslóði í Laxárdal liggur rétt við Sauðdrápsgil. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um líkfundinn á lögreglustöðina á Höfn í Hornafirði klukkan 16:11 í fyrradag. Lögreglumenn á Höfn fóru þegar á vettvang. Landhelgisgæslan lagði til þyrlu til að flytja rannsóknarlögreglumann frá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi, lögreglumenn úr kennslanefnd ríkislögreglustjóra, rannsóknarlögreglumann frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og réttarlækni á staðinn.Ungur maður með axlasítt hár Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni, um það bil 186 sentimetrar á hæð, með ljóst axlasítt hár klætt í svarta strigaskó með hvítri stjörnu á hlið, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu með áletrun að framan „QUICKSILVER“. Lögreglan segir að ætla megi að maðurinn hafi látist fyrir einhverjum mánuðum síðan. Hún óskaði eftir ábendingum um málið ef einhverjar væru en Sveinn Kristján segir ekki margar hafa borist lögreglu. Er biðlað til allra þeirra sem gætu veitt upplýsingar að hringja inn í síma 842 4250. Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Það var göngufólk sem gekk fram á lík ungs karlmanns við Sauðdrápsgil í Laxárdal í Nesjum á þriðjudag. Réttarkrufning fór fram á líki mannsins í gær en engin niðurstaða er komin úr henni. Fyrir höndum er leit í gagnasöfnum hér heima og erlendis til að reyna að bera saman hvort finnast einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segir að ekki hafi enn verið borin kennsl á líkið af manninum. Hann segir kennslanefnd ríkislögreglustjóra nú vinna úr niðurstöðum krufningarinnar og því sem hún hefur fengið í hendurnar úr því. „Það er verið að fara yfir gagnasöfn hér heima og erlendis og reyna að bera saman hvort það finnast einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman,“ segir Sveinn.Útiloka ekki neitt Hann segir í raun ekkert vitað hvernig andlát mannsins bar að og því ekki hægt að útiloka neitt. „Þar til við vitum ekkert fast í hendi þá útilokum við ekki neitt. Hvort þetta geta verið veikindi eða sjálfsvíg eða borið að með einhverjum voveiflegum hætti.“Laxárdalur í Nesjum er norður af Höfn í Hornafirði.Vísir/Loftmyndir.isEkki í alfaraleið Líkt og fyrr segir fannst líkið við Sauðdrápsgil sem er fyrir miðju Laxárdals við hlið Fálkagils. Ekki er um alfaraleið að ræða en gönguslóði í Laxárdal liggur rétt við Sauðdrápsgil. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um líkfundinn á lögreglustöðina á Höfn í Hornafirði klukkan 16:11 í fyrradag. Lögreglumenn á Höfn fóru þegar á vettvang. Landhelgisgæslan lagði til þyrlu til að flytja rannsóknarlögreglumann frá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi, lögreglumenn úr kennslanefnd ríkislögreglustjóra, rannsóknarlögreglumann frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og réttarlækni á staðinn.Ungur maður með axlasítt hár Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni, um það bil 186 sentimetrar á hæð, með ljóst axlasítt hár klætt í svarta strigaskó með hvítri stjörnu á hlið, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu með áletrun að framan „QUICKSILVER“. Lögreglan segir að ætla megi að maðurinn hafi látist fyrir einhverjum mánuðum síðan. Hún óskaði eftir ábendingum um málið ef einhverjar væru en Sveinn Kristján segir ekki margar hafa borist lögreglu. Er biðlað til allra þeirra sem gætu veitt upplýsingar að hringja inn í síma 842 4250.
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12