Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. ágúst 2015 07:00 Hakkararnir sögðu að notendur síðunnar, sem skráðu sig sérstaklega inn á hana með það fyrir augum að halda framhjá, ættu ekkert betra skilið en að gögn um þá yrðu opinberuð. Um eitt hundrað íslensk netföng eru meðal þess sem finna má í gögnum sem hakkarar birtu úr gagnagrunni vefsíðunnar Ashley Madison, sem þjónustar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi. Gögnin voru sett á netið í gær, mánuði eftir að tölvuþrjótar sem kalla sig The Impact Team hótuðu að gera þau opinber. Alls komust hakkararnir yfir nöfn og upplýsingar um 37 milljón notenda síðunnar. Gögnin gengu um netið í gær en þess má geta að gagnasafnið er gríðarlega stórt og þarf öfluga tölvu og tölvukunnáttu til þess að komast í gögnin.Voru ósáttir við þjónustunaVefsíðan Ashley Madison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu framhjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir. Hakkararnir sem brutust inn í gagnagrunn Ashely Madison voru ósáttir við loforð sem aðstandendur síðunnar gáfu viðskiptavinum sínum um að gögnum um þá yrði eytt úr gagnagrunninum gegn gjaldi. Hin svokallaða „Full Delete“ þjónusta kostaði 19 dali, eða um 2500 krónur og áttu þá öll gögn um viðskiptavininn að vera fjarlægð úr gagnagrunninum. Fyrir mánuði síðan bentu hakkararnir á að aðstandendur síðunnar hefðu þénað tæpar 230 milljónir króna á viðskiptavinum sem vildu láta eyða upplýsingum um sig. „Þetta er algjör lygi,“ segir í yfirlýsingu frá hökkurunum og bæta þeir við: „Notendur borga nánast alltaf með kreditkorti; þannig að nafn þeirra og heimilsfang er aldrei fjarlægt, sem eru auðvitað mikilvægustu upplýsingarnar.“„Eiga ekkert betra skilið“ Hakkararnir sögðu að notendur síðunnar, sem skráðu sig sérstaklega inn á hana með það fyrir augum að halda framhjá, ættu ekkert betra skilið en að gögn um þá yrðu opinberuð. Þeir sögðu ennfremur að aðstandendur síðunnar ættu ekkert betra skilið því þeir væru að ljúga að viðskiptavinum. Fyrirtækið Avid Life Media stendur að baki Ashley Madison og sendi stjórn fyrirtækisins frá sér yfirlýsingu í gær. Í henni var áhersla lögð á að birting gagnanna væri glæpsamleg og að fyrirtækið myndi vinna með yfirvöldum til að hafa hendur í hári þrjótanna.Íslensk netföng Vísir hefur gögnin undir höndunum og er óhætt að segja að þarna séu gífurlega miklar upplýsingar og er líklegt að þær muni berast almenningi næstu dagana. Þegar notendur skráðu sig á síðuna gátu þeir gefið upp heimilsföng, nafn sitt og fleiri upplýsingar. Aðstandendur síðunnar gengu þó aldrei úr skugga um að þær upplýsingar væru réttar. En í gögnunum sem láku má einnig finna GPS-hnit, þannig að hægt er að staðsetja nákvæmlega hvar notendur skráðu sig inn á síðunna. Þær upplýsingar þykja sérstaklega viðkvæmar. Einnig má finna hluta úr kreditkortanúmeri allra notenda og auðvelt er að komast að lykilorði þeirra. Þannig gætu reyndir hakkarar notað gögnin til að komast inn í önnur viðkvæm gögn notenda síðunnar, til að mynda inn á bankareikninga. Tengdar fréttir Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Um eitt hundrað íslensk netföng eru meðal þess sem finna má í gögnum sem hakkarar birtu úr gagnagrunni vefsíðunnar Ashley Madison, sem þjónustar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi. Gögnin voru sett á netið í gær, mánuði eftir að tölvuþrjótar sem kalla sig The Impact Team hótuðu að gera þau opinber. Alls komust hakkararnir yfir nöfn og upplýsingar um 37 milljón notenda síðunnar. Gögnin gengu um netið í gær en þess má geta að gagnasafnið er gríðarlega stórt og þarf öfluga tölvu og tölvukunnáttu til þess að komast í gögnin.Voru ósáttir við þjónustunaVefsíðan Ashley Madison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu framhjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir. Hakkararnir sem brutust inn í gagnagrunn Ashely Madison voru ósáttir við loforð sem aðstandendur síðunnar gáfu viðskiptavinum sínum um að gögnum um þá yrði eytt úr gagnagrunninum gegn gjaldi. Hin svokallaða „Full Delete“ þjónusta kostaði 19 dali, eða um 2500 krónur og áttu þá öll gögn um viðskiptavininn að vera fjarlægð úr gagnagrunninum. Fyrir mánuði síðan bentu hakkararnir á að aðstandendur síðunnar hefðu þénað tæpar 230 milljónir króna á viðskiptavinum sem vildu láta eyða upplýsingum um sig. „Þetta er algjör lygi,“ segir í yfirlýsingu frá hökkurunum og bæta þeir við: „Notendur borga nánast alltaf með kreditkorti; þannig að nafn þeirra og heimilsfang er aldrei fjarlægt, sem eru auðvitað mikilvægustu upplýsingarnar.“„Eiga ekkert betra skilið“ Hakkararnir sögðu að notendur síðunnar, sem skráðu sig sérstaklega inn á hana með það fyrir augum að halda framhjá, ættu ekkert betra skilið en að gögn um þá yrðu opinberuð. Þeir sögðu ennfremur að aðstandendur síðunnar ættu ekkert betra skilið því þeir væru að ljúga að viðskiptavinum. Fyrirtækið Avid Life Media stendur að baki Ashley Madison og sendi stjórn fyrirtækisins frá sér yfirlýsingu í gær. Í henni var áhersla lögð á að birting gagnanna væri glæpsamleg og að fyrirtækið myndi vinna með yfirvöldum til að hafa hendur í hári þrjótanna.Íslensk netföng Vísir hefur gögnin undir höndunum og er óhætt að segja að þarna séu gífurlega miklar upplýsingar og er líklegt að þær muni berast almenningi næstu dagana. Þegar notendur skráðu sig á síðuna gátu þeir gefið upp heimilsföng, nafn sitt og fleiri upplýsingar. Aðstandendur síðunnar gengu þó aldrei úr skugga um að þær upplýsingar væru réttar. En í gögnunum sem láku má einnig finna GPS-hnit, þannig að hægt er að staðsetja nákvæmlega hvar notendur skráðu sig inn á síðunna. Þær upplýsingar þykja sérstaklega viðkvæmar. Einnig má finna hluta úr kreditkortanúmeri allra notenda og auðvelt er að komast að lykilorði þeirra. Þannig gætu reyndir hakkarar notað gögnin til að komast inn í önnur viðkvæm gögn notenda síðunnar, til að mynda inn á bankareikninga.
Tengdar fréttir Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24