Hefur skotist upp á stjörnuhimininn í Hollandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. ágúst 2015 09:30 Tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall hefur áhuga á frekara samstarfi við hollenska tónlistarmanninn Sam Knoop en þeir syngja eitt vinsælasta lag Hollands um þessar mundir. Vísir/Stefán Tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who?, hefur skotist upp á stjörnuhimininn í Hollandi undanfarna daga því hann syngur í vinsælu lagi þar í landi um þessar mundir. Með Badda syngur hollenski tónlistarmaðurinn Sam Knoop en lagið ber nafnið Niets Lijkt Te Gebeuren. „Ég kynntist manni sem heitir Andy, sem er umboðsmaður Sams, og hann bað mig um að syngja lagið fyrir sig og ég söng það og sendi honum það út,“ segir Baddi um upphafið. Lagið er upphaflega eftir skosku rokkhljómsveitina Del Amitri. Kynni hans og Hollendinganna má rekja til þess þegar Baddi leysti trúbador í miðbæ Reykjavíkur af um stundarsakir og tók eitt lag, sem heillaði Hollendingana upp úr skónum. „Bróðir umboðsmannsins kom til mín og spurði mig: Ertu söngvarinn í Jeff Who? og sagðist vera mikill aðdáandi og vildi kynna mig fyrir bróður sínum, Andy. Þegar ég kynntist Andy þá spurði hann hvort ég gæti samið lög fyrir skjólstæðing sinn sem er Sam Koop,“ útskýrir Baddi. Hollendingarnir vildu einnig fá myndband af Badda syngja og spila lagið sem Sam notaði svo á tónleikum.Hér sjáum við skjáskot úr myndbandinu. Baddi sést hér í hollensku sjónvarpi.„Við tókum dúett, því hann varpaði myndbandinu af mér spila og syngja lagið á skjá þannig að við spiluðum saman á tónleikunum,“ segir Baddi léttur í lundu. Upp úr þessum dúett þeirra félaga spratt hugmynd Hollendinganna um að gera tónlistarmyndband þar sem Sam Koop og Baddi syngja lagið saman. Myndbandið varð strax ákaflega vinsælt. „Myndbandið var komið með um 65 þúsund „views“ á fimm dögum og er víst núna í mikilli spilun í hollensku útvarpi. Lagið er líklega að fara í svokallaða A-spilun í hollenska ríkisútvarpinu,“ segir Baddi, en hann er einmitt á leið í viðtal við hollenska ríkisútvarpið í dag. Fyrir utan útvarpsspilunina er myndbandið við lagið mest umbeðna myndbandið á sjónvarpsstöð sem heitir Oranje TV í Hollandi. „Þetta er einhvers konar MTV-stöð Hollands.“ Lagið er einnig komið út á Spotify. Spurður út í hvort Jeff Who? sé einnig á leið til Hollands segir Baddi að svo sé ekki. „Ekki nema Jeff Who? fari í massíva spilun í Hollandi, þá veit maður aldrei,“ segir hann og hlær. Baddi segist stefna á frekara samstarf með Sam og gerir ráð fyrir að semja fleiri lög fyrir hollenska tónlistarmanninn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður en það væri fínt að semja fyrir hann, sérstaklega ef hann er að verða svona stór,“ bætir hann við. Baddi hefur nú þegar látið Hollendinginn hafa lag sem hann og píanóleikarinn Valdimar Kristjónsson sömdu og er væntanlegt til útgáfu í Hollandi. Tónlist Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who?, hefur skotist upp á stjörnuhimininn í Hollandi undanfarna daga því hann syngur í vinsælu lagi þar í landi um þessar mundir. Með Badda syngur hollenski tónlistarmaðurinn Sam Knoop en lagið ber nafnið Niets Lijkt Te Gebeuren. „Ég kynntist manni sem heitir Andy, sem er umboðsmaður Sams, og hann bað mig um að syngja lagið fyrir sig og ég söng það og sendi honum það út,“ segir Baddi um upphafið. Lagið er upphaflega eftir skosku rokkhljómsveitina Del Amitri. Kynni hans og Hollendinganna má rekja til þess þegar Baddi leysti trúbador í miðbæ Reykjavíkur af um stundarsakir og tók eitt lag, sem heillaði Hollendingana upp úr skónum. „Bróðir umboðsmannsins kom til mín og spurði mig: Ertu söngvarinn í Jeff Who? og sagðist vera mikill aðdáandi og vildi kynna mig fyrir bróður sínum, Andy. Þegar ég kynntist Andy þá spurði hann hvort ég gæti samið lög fyrir skjólstæðing sinn sem er Sam Koop,“ útskýrir Baddi. Hollendingarnir vildu einnig fá myndband af Badda syngja og spila lagið sem Sam notaði svo á tónleikum.Hér sjáum við skjáskot úr myndbandinu. Baddi sést hér í hollensku sjónvarpi.„Við tókum dúett, því hann varpaði myndbandinu af mér spila og syngja lagið á skjá þannig að við spiluðum saman á tónleikunum,“ segir Baddi léttur í lundu. Upp úr þessum dúett þeirra félaga spratt hugmynd Hollendinganna um að gera tónlistarmyndband þar sem Sam Koop og Baddi syngja lagið saman. Myndbandið varð strax ákaflega vinsælt. „Myndbandið var komið með um 65 þúsund „views“ á fimm dögum og er víst núna í mikilli spilun í hollensku útvarpi. Lagið er líklega að fara í svokallaða A-spilun í hollenska ríkisútvarpinu,“ segir Baddi, en hann er einmitt á leið í viðtal við hollenska ríkisútvarpið í dag. Fyrir utan útvarpsspilunina er myndbandið við lagið mest umbeðna myndbandið á sjónvarpsstöð sem heitir Oranje TV í Hollandi. „Þetta er einhvers konar MTV-stöð Hollands.“ Lagið er einnig komið út á Spotify. Spurður út í hvort Jeff Who? sé einnig á leið til Hollands segir Baddi að svo sé ekki. „Ekki nema Jeff Who? fari í massíva spilun í Hollandi, þá veit maður aldrei,“ segir hann og hlær. Baddi segist stefna á frekara samstarf með Sam og gerir ráð fyrir að semja fleiri lög fyrir hollenska tónlistarmanninn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður en það væri fínt að semja fyrir hann, sérstaklega ef hann er að verða svona stór,“ bætir hann við. Baddi hefur nú þegar látið Hollendinginn hafa lag sem hann og píanóleikarinn Valdimar Kristjónsson sömdu og er væntanlegt til útgáfu í Hollandi.
Tónlist Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira