Eiga eldri borgarar sér engan málssvara í stjórnkerfinu? Guðbjörn Jónsson skrifar 31. ágúst 2015 14:13 Ég hef ekki tölu yfir þann fjölda ára sem ég hef hlustað á ráðherra félags- og velferðarmála tilkynna í fjölmiðlum, með alvöruþunga í röddinni, að í gangi sé vinna í ráðuneyti þeirra við að endurskipuleggja greiðslukerfi ellilífeyris og örorkubóta. Hver ráðherrann á fætur öðrum hefur lokið starfstíma sínum í þessu ráðuneyti án þess að vart verði við nokkra kerfisbreytingu. En nú er ekki lengur talað um heildar kerfisbreytingu, heldur einungis leiðréttingu á skerðingu lífeyris, í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Það er reyndar ekki minnst á, að á þessum árum var lífeyrir skertur með ólögmætum hætti eins og hér verður rakið. Byrjum fyrst á því sem löglega var gert. í IX. kafla, 14. gr. laga nr. 173/2008, er gerð breyting á 16. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007. Þegar lögin nr. 100/2007 voru sett, var í þeim ákvæði um einskonar frítekjumark annarra tekna á ári, væri 90.000 krónur. Færu aðrar tekjur yfir það mark, reiknaðist 50% þess sem umfram 90.000 var, til tekna viðkomandi lífeyrisþega og þar með til skerðingar tekjutryggingar hans eins og reglur sögðu þá til um. Breyting var gerð á þessu ákvæði haustið 2008, með IX kafla, 14. gr. laga nr. 173/2008. Þar var sagt að ákvæðið um að reiknað til tekna 50% af tekjum umfram 90.000, það ákvæði væri fellt út. Í staðinn var sett ákvæði um að ALLT sem væri umfram 90.000 krónur, skildi reiknað að FULLU TIL TEKNA, og þar með til skerðingar lífeyris. Þetta varð mörgum verulegt högg, sem svo varð enn verra þegar í ljós kom að Tryggingastofnun gat ekki reiknað rétt meinta endurgreiðslu ofgreidds lífeyris.Alþingi brýtur eigin lög Í IX. kafla, 15. gr. laga nr. 173/2008, fer Alþingi útfyrir heimildir sínar til að skerða enn frekar lífeyrisgreiðslur til eldri borgara og öryrkja. Hin almenna regla stjórnarskrár okkar, um gildistöku laga sem samþykkt eru á Alþingi, er að ef ekki sé ákvæði í lögunum um gildistöku síðar, taki lögin gildi þegar Forseti Íslands og viðkomandi ráðherra hafi undirritað lögin og þau birst í Stjórnartíðindum. Í textum laga er einnig tekið fram ef einhverjar heimildir eru til frávika frá lagatextanum. Að jafnaði eru slík frávik tiltekin í undir lok lagatextans eða í síðustu lagagrein hverra laga. Slíkt ákvæði er að finna í lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þar eru fráviksheimildir tilgreindar í síðustu grein lagatextans, 70. gr. laganna, en þar segir svo: „Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um nánari framkvæmd laga þessara. Þá er ráðherra heimilt að birta sem reglugerð almannatryggingareglur Evrópusambandsins með aðlögun vegna EES-samningsins og almannatryggingareglur stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.“ Aðrar heimildir til frávika frá SETTUM lögum eru ekki í lagatextanum. ENGAR heimildir eru í lögunum fyrir viðbótarákvæðum, utan lagatexta, eins og t. d. undir heitinu ÁKVÆÐUM TIL BRÁÐABYRGÐA. Bálkur undir þessu nafni er aftan við sjálfan lagatextann en þessa bálks er hvergi getið í sjálfum lagatextanum. Þar af leiðandi er þessi bálkur utan laganna og án þess að hafa nokkurt lagagildi. Í texta 15. gr. laga nr. 173/2008, segir að – „Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða við lögin“. Er þar átt við lögin nr. 100/2007, þar sem ENGAR HEIMILDIR eru innan lagatextans, fyrir textabálki undir nafninu „ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA“. Í 15. gr. laga nr. 173/2008 segir svo um breytingar á þessum utan laga, ákvæðum til bráðbirgða: „a. 10. tölul. ákvæðisins falli brott. b. Við bætist nýr töluliður sem orðist svo: Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 69. gr. laganna (nr. 100/2007 innskot mitt) skulu bætur almannatrygginga, sem og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., hækka um 9,6% á árinu 2009.“ Það á að vera ljóst, öllum sem hafa lögfræðipróf og þá væntanlega einnig skilning á gildi lagatexta, að þær breytingar sem þarna var verið að gera, gátu ekki náð til breytinga á lagatextanum sjálfum, vegna þess að ákvæðum 70. gr. laga nr. 100/2007 var ekki breytt. Þar með gátu þessi ákvæði 15. gr. laga nr. 173/2008 ekki falið í sér heimild til að ógilda löglegt ákvæði 22. gr. 63. gr. og 69. gr. laga nr. 100/2007. En hvað segir í 69. gr. laga nr. 100/2007. Þar stendur eftirfarandi, óbreytt frá fyrstu samþykkt laganna: „69. gr. Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Eins og þarna kemur skýrt fram hefur ákvæði 69. gr. laga nr. 100/2007 aldrei verið breytt MEÐ LÖGMÆTUM HÆTTI. Vísitöluhækkanir lífeyrisgreiðslna frá 1. janúar 2009, hafa því með ólögmætum hætti verið skertar og eru í raun nú þegar greiðsluskyldar og með dráttarvöxtum frá gjalddaga hvers mánaðar þar frá. Það er í raun forkastanleg ósvífni af lögfræðingum velferðarráðuneytis að telja núverandi velferðarráðherra trú um að búið sé að leiðrétta hina ólögmætu skerðingu lífeyrisgreiðslna. Hér hefur með skilmerkilegum hætti verið rakið til fullnustu hvernig framkvæmdin sem farið var í, gat ALDREI orðið lögleg og að allur bálkur hinna svokölluðu ÁKVÆÐA TIL BRÁÐABIRGÐA, er og verður utan laga AÐ ÖLLU LEYTI. Og hver var svo skerðingin. Í framangreindum lögum nr. 173/2008 er þess getið, þó með ólögmætum hætti sé, að vísitölubreyting vegna ársins 2009 skildi verða 9,6%. Neysluvísitala ársins 2008 var hins vegar 12,4%, þannig að á árinu 2009 varð skerðing verðbóta á lífeyri 2,8%. Í 8. gr. laga nr. 120/2009, sem er um breytingu á textabálknum undir nafninu ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA, aftan við lögin nr. 100/2007. Í þessari 8. gr. segir í 2. mgr.: „Þrátt fyrir ákvæði 69. gr. laganna (nr. 100/2007) skulu bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., ekki breytast á árinu 2010.“ Eins og að framan er rakið hefur þetta ákvæði EKKI LAGAGILDI. Á árinu 2009 hækkaði vísitala neysluverðs um 12,0%, sem þýðir að skerðing á verðhækkun lífeyris á árinu 2010 varð því 12,0%. Með lögum nr. 164/2010, er í XV. kafla, 27. gr. gerð breyting á áðurgreindu ákvæði í textabálki aftan við lög nr. 100/2007. Var þar gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2010 var breytt í 2011, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2011. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2010 varð hins vegar 5,4%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2011, 5,4%. Í 1. gr. laga nr. 178/2011, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2011 var breytt í 2012, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2012. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2011 varð hins vegar 4,0%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2012, 4,0%. Í 1. gr. laga nr. 134/2012, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2012 var breytt í 2013, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2013. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2012 varð hins vegar 5,2%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2013, 5,2%. Í 2. gr. laga nr. 86/2013, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2013 var breytt í 2014, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2014. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2013 varð hins vegar 3,9%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2014, 3,9%. Í IX. kafla, 13. gr. laga nr. 125/2014, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2014 var breytt í 2015, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2015. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2014 varð hins vegar 2,0%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2015, 2,0%. Þegar þessar skerðingar eru tíndar saman, árin 2009, 2,8%, 2010, 12%, 2011, 5,4%, 2012, 4,0%, 2013, 5,2%, 2014, 3,9% og 2015, 2,0%, verður þetta samtals skerðing uppá 35,3%. Rétt er að geta þess að uppreiknuð hækkun á grundvelli neysluvísitölu í gegnum öll árin, til hækkunar á árinu 2015, mundi vera 41%. Því miður hefur það sýnt sig, á þeim 10 árum sem ég hef þurft að fást við Tryggingastofnun og lögfræðilega stjórnendur núverandi velferðarráðuneytis, að virðing þessara aðila fyrir lögum og réttlæti er langt fyrir neðan velsæmismörk. Ég hef líka á þessu tímabili vakið ítrekað athygli á því að starfslög og reglur Tryggingastofnunar og úrskurðarnefndar almannatrygginga, ganga að verulegu leyti gegn ákvæðum stjórnarskrár en að þessu sinni verður það ekki rakið nánar hér. Ég skora á núverandi stjórnvöld að skila á þessu og næsta ári öllum þeim ólögmætu skerðingum sem með ólögmætum hætti hafa verið hafðar af rétt útreiknuðum lífeyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ég hef ekki tölu yfir þann fjölda ára sem ég hef hlustað á ráðherra félags- og velferðarmála tilkynna í fjölmiðlum, með alvöruþunga í röddinni, að í gangi sé vinna í ráðuneyti þeirra við að endurskipuleggja greiðslukerfi ellilífeyris og örorkubóta. Hver ráðherrann á fætur öðrum hefur lokið starfstíma sínum í þessu ráðuneyti án þess að vart verði við nokkra kerfisbreytingu. En nú er ekki lengur talað um heildar kerfisbreytingu, heldur einungis leiðréttingu á skerðingu lífeyris, í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Það er reyndar ekki minnst á, að á þessum árum var lífeyrir skertur með ólögmætum hætti eins og hér verður rakið. Byrjum fyrst á því sem löglega var gert. í IX. kafla, 14. gr. laga nr. 173/2008, er gerð breyting á 16. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007. Þegar lögin nr. 100/2007 voru sett, var í þeim ákvæði um einskonar frítekjumark annarra tekna á ári, væri 90.000 krónur. Færu aðrar tekjur yfir það mark, reiknaðist 50% þess sem umfram 90.000 var, til tekna viðkomandi lífeyrisþega og þar með til skerðingar tekjutryggingar hans eins og reglur sögðu þá til um. Breyting var gerð á þessu ákvæði haustið 2008, með IX kafla, 14. gr. laga nr. 173/2008. Þar var sagt að ákvæðið um að reiknað til tekna 50% af tekjum umfram 90.000, það ákvæði væri fellt út. Í staðinn var sett ákvæði um að ALLT sem væri umfram 90.000 krónur, skildi reiknað að FULLU TIL TEKNA, og þar með til skerðingar lífeyris. Þetta varð mörgum verulegt högg, sem svo varð enn verra þegar í ljós kom að Tryggingastofnun gat ekki reiknað rétt meinta endurgreiðslu ofgreidds lífeyris.Alþingi brýtur eigin lög Í IX. kafla, 15. gr. laga nr. 173/2008, fer Alþingi útfyrir heimildir sínar til að skerða enn frekar lífeyrisgreiðslur til eldri borgara og öryrkja. Hin almenna regla stjórnarskrár okkar, um gildistöku laga sem samþykkt eru á Alþingi, er að ef ekki sé ákvæði í lögunum um gildistöku síðar, taki lögin gildi þegar Forseti Íslands og viðkomandi ráðherra hafi undirritað lögin og þau birst í Stjórnartíðindum. Í textum laga er einnig tekið fram ef einhverjar heimildir eru til frávika frá lagatextanum. Að jafnaði eru slík frávik tiltekin í undir lok lagatextans eða í síðustu lagagrein hverra laga. Slíkt ákvæði er að finna í lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þar eru fráviksheimildir tilgreindar í síðustu grein lagatextans, 70. gr. laganna, en þar segir svo: „Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um nánari framkvæmd laga þessara. Þá er ráðherra heimilt að birta sem reglugerð almannatryggingareglur Evrópusambandsins með aðlögun vegna EES-samningsins og almannatryggingareglur stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.“ Aðrar heimildir til frávika frá SETTUM lögum eru ekki í lagatextanum. ENGAR heimildir eru í lögunum fyrir viðbótarákvæðum, utan lagatexta, eins og t. d. undir heitinu ÁKVÆÐUM TIL BRÁÐABYRGÐA. Bálkur undir þessu nafni er aftan við sjálfan lagatextann en þessa bálks er hvergi getið í sjálfum lagatextanum. Þar af leiðandi er þessi bálkur utan laganna og án þess að hafa nokkurt lagagildi. Í texta 15. gr. laga nr. 173/2008, segir að – „Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða við lögin“. Er þar átt við lögin nr. 100/2007, þar sem ENGAR HEIMILDIR eru innan lagatextans, fyrir textabálki undir nafninu „ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA“. Í 15. gr. laga nr. 173/2008 segir svo um breytingar á þessum utan laga, ákvæðum til bráðbirgða: „a. 10. tölul. ákvæðisins falli brott. b. Við bætist nýr töluliður sem orðist svo: Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 69. gr. laganna (nr. 100/2007 innskot mitt) skulu bætur almannatrygginga, sem og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., hækka um 9,6% á árinu 2009.“ Það á að vera ljóst, öllum sem hafa lögfræðipróf og þá væntanlega einnig skilning á gildi lagatexta, að þær breytingar sem þarna var verið að gera, gátu ekki náð til breytinga á lagatextanum sjálfum, vegna þess að ákvæðum 70. gr. laga nr. 100/2007 var ekki breytt. Þar með gátu þessi ákvæði 15. gr. laga nr. 173/2008 ekki falið í sér heimild til að ógilda löglegt ákvæði 22. gr. 63. gr. og 69. gr. laga nr. 100/2007. En hvað segir í 69. gr. laga nr. 100/2007. Þar stendur eftirfarandi, óbreytt frá fyrstu samþykkt laganna: „69. gr. Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Eins og þarna kemur skýrt fram hefur ákvæði 69. gr. laga nr. 100/2007 aldrei verið breytt MEÐ LÖGMÆTUM HÆTTI. Vísitöluhækkanir lífeyrisgreiðslna frá 1. janúar 2009, hafa því með ólögmætum hætti verið skertar og eru í raun nú þegar greiðsluskyldar og með dráttarvöxtum frá gjalddaga hvers mánaðar þar frá. Það er í raun forkastanleg ósvífni af lögfræðingum velferðarráðuneytis að telja núverandi velferðarráðherra trú um að búið sé að leiðrétta hina ólögmætu skerðingu lífeyrisgreiðslna. Hér hefur með skilmerkilegum hætti verið rakið til fullnustu hvernig framkvæmdin sem farið var í, gat ALDREI orðið lögleg og að allur bálkur hinna svokölluðu ÁKVÆÐA TIL BRÁÐABIRGÐA, er og verður utan laga AÐ ÖLLU LEYTI. Og hver var svo skerðingin. Í framangreindum lögum nr. 173/2008 er þess getið, þó með ólögmætum hætti sé, að vísitölubreyting vegna ársins 2009 skildi verða 9,6%. Neysluvísitala ársins 2008 var hins vegar 12,4%, þannig að á árinu 2009 varð skerðing verðbóta á lífeyri 2,8%. Í 8. gr. laga nr. 120/2009, sem er um breytingu á textabálknum undir nafninu ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA, aftan við lögin nr. 100/2007. Í þessari 8. gr. segir í 2. mgr.: „Þrátt fyrir ákvæði 69. gr. laganna (nr. 100/2007) skulu bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., ekki breytast á árinu 2010.“ Eins og að framan er rakið hefur þetta ákvæði EKKI LAGAGILDI. Á árinu 2009 hækkaði vísitala neysluverðs um 12,0%, sem þýðir að skerðing á verðhækkun lífeyris á árinu 2010 varð því 12,0%. Með lögum nr. 164/2010, er í XV. kafla, 27. gr. gerð breyting á áðurgreindu ákvæði í textabálki aftan við lög nr. 100/2007. Var þar gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2010 var breytt í 2011, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2011. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2010 varð hins vegar 5,4%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2011, 5,4%. Í 1. gr. laga nr. 178/2011, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2011 var breytt í 2012, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2012. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2011 varð hins vegar 4,0%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2012, 4,0%. Í 1. gr. laga nr. 134/2012, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2012 var breytt í 2013, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2013. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2012 varð hins vegar 5,2%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2013, 5,2%. Í 2. gr. laga nr. 86/2013, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2013 var breytt í 2014, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2014. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2013 varð hins vegar 3,9%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2014, 3,9%. Í IX. kafla, 13. gr. laga nr. 125/2014, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2014 var breytt í 2015, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2015. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2014 varð hins vegar 2,0%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2015, 2,0%. Þegar þessar skerðingar eru tíndar saman, árin 2009, 2,8%, 2010, 12%, 2011, 5,4%, 2012, 4,0%, 2013, 5,2%, 2014, 3,9% og 2015, 2,0%, verður þetta samtals skerðing uppá 35,3%. Rétt er að geta þess að uppreiknuð hækkun á grundvelli neysluvísitölu í gegnum öll árin, til hækkunar á árinu 2015, mundi vera 41%. Því miður hefur það sýnt sig, á þeim 10 árum sem ég hef þurft að fást við Tryggingastofnun og lögfræðilega stjórnendur núverandi velferðarráðuneytis, að virðing þessara aðila fyrir lögum og réttlæti er langt fyrir neðan velsæmismörk. Ég hef líka á þessu tímabili vakið ítrekað athygli á því að starfslög og reglur Tryggingastofnunar og úrskurðarnefndar almannatrygginga, ganga að verulegu leyti gegn ákvæðum stjórnarskrár en að þessu sinni verður það ekki rakið nánar hér. Ég skora á núverandi stjórnvöld að skila á þessu og næsta ári öllum þeim ólögmætu skerðingum sem með ólögmætum hætti hafa verið hafðar af rétt útreiknuðum lífeyri.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun