Lífið

Hryllings­mynda­leik­stjórinn Wes Craven látinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Craven lést á heimili sínu á sunnudag.
Craven lést á heimili sínu á sunnudag. Vísir/AFP
Hryllingsmyndaleikstjórinn Wes Craven, sem gerði meðal annars myndirnar Nightmare on Elm Street, er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu á sunnudag af völdum krabbameins í heila.

Wesley Earl Craven skrifaði handritið og leikstýrði A Nightmare on Elm Street árið 1984, með hinu góðkunna illmenni Freddi Kruger í aðalhlutverki, en hann var einnig maðurinn á bak við Scream-kvikmyndaseríuna. 

Fyrsta hryllingsmyndin sem Craven leikstýrði var myndin Last House on the Left en hún kom út árið 1972.

Samkvæmt Hollywood Reporter hafði Craven gert samninga um að þátttöku í nokkrum verkefnum. Þar á meðal þættina The People Under the Stairs fyrir Syfy Networks, Disciples fyrir UCP, We Are All Completely Fine fyrir Syfy og UCP og Sleepers með Federation Entertainment.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.