Eitt stærsta aurflóð sem fólk man eftir Sveinn Arnarsson skrifar 31. ágúst 2015 07:00 Sigmundur Davíð virti fyrir sér skemmdirnar á Siglufirði í gær. „Greinilegt að menn hafa unnið þrekvirki hérna,“ sagði forsætisráðherrann. Vísir/Völundur Jónsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vill láta skoða hvort ríkissjóður eigi að koma að innviðauppbyggingu í Siglufirði eftir flóðið í bænum síðastliðinn föstudag. Aurflóðið er með þeim stærri í manna minnum. Straumþungi Hvanneyrarár, sem kemur niður úr Hvanneyrarskál norðarlega í bænum, varð svo mikill að að áin rauf í sundur tvo vegi á leið sinni niður bæinn, Fossveg og Hólaveg, flæddi yfir bakka sína í suðurátt meðfram sjúkrahúsinu í bænum og þar niður á eyrina svokölluðu. Geysistórt stöðuvatn myndaðist á stórum hluta eyrarinnar með tilfallandi eðju sem smeygði sér inn í á fjórða tug íbúðarhúsa. Mörg íbúðarhús í bænum eru mikið skemmd og dæmi um að innanstokksmunir á jarðhæð húsa séu allir ónýtir. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga, segir starfsmann á þeirra vegum verða í Fjallabyggð á morgun til að svara spurningum heimamanna. Hún segir forsendu þess að geta fengið innbú bætt hjá sjóðnum vera þá að eigandi sé með brunatryggt innbú. „Ef einstaklingur er með brunatryggt innbú getur hann fengið það bætt hjá okkur, annars ekki,“ segir Hulda Ragnheiður. Bæjarstarfsmenn vinna nú hörðum höndum að því að tæma fráveitukerfi bæjarins af grjóti og leir sem safnast hefur saman í kerfinu. Í aurflóðinu fylltist allt fráveitukerfið sem gerði það að verkum að vatn leitaði inn í hús.Að auki lokaðist vegurinn milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði. Þrjár skriður féllu niður á veginn austan Strákaganga og aðrar fjórar féllu í Almenningum vestan ganganna. Vegagerðin vinnur að því að hreinsa veginn og telur líklegt að hann opnist ekki fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Sigmundur Davíð átti fund í gær með oddvitum allra flokka í bæjarstjórn Fjallabyggðar. Eftir fundinn fór hann í könnunarleiðangur um bæinn og virti fyrir sér afleiðingar hamfaranna síðastliðinn föstudag. „Það er auðvitað allt öðruvísi að upplifa svona hluti í eigin persónu heldur en að heyra bara lýsingar eða sjá myndir og það er mjög margt sem er mjög sláandi hérna. Þá sérstaklega að sjá skemmdirnar hjá íbúum bæjarins á heimilum fólks. Menn eru reyndar búnir að vinna ótrúlegt þrekvirki nú tveimur dögum eftir flóðin. Í fyrsta lagi við að bregðast við ástandinu á meðan það varði og standa saman við að leysa úr þeim vanda og svo til að mynda nú þegar búið að þrífa meira og minna allar götur því menn hafa tekið þetta mjög föstum tökum og staðið saman. Það skiptir ótrúlega miklu máli. En svo mun það taka tíma að vinna úr framhaldinu,“ sagði Sigmundur eftir skoðunarferð sína. Veðurathugunarstöðin á Sauðanesi í Almenningum sýndi að morgni föstudagsins úrkomu upp á 114,7 mm, sem er gríðarlega mikil úrkoma. Sólarhringnum áður hafði fallið 41 mm svo mikið vatn var til staðar í fjöllum fyrir ofan Siglufjörð þegar Hvanneyraráin breiddi úr sér. Sigmundur segir marga sitja eftir með bæði eignatjón og tilfinningatjón. „Við þurfum í sameiningu, heimamenn og stjórnvöld, að vinna saman að því að leysa úr málum. Eitthvað fellur utan viðlagatrygginga og það þarf að meta það hvort ekki sé hægt að finna lausn á því að bæta það og svo í framhaldinu að skoða hvort ekki þurfi að huga að innviðauppbyggingu.“ Stjórnvöld þurfi að skoða meðal annars hvort ofanflóðasjóður hafi hlutverki að gegna í þessum aðstæðum.Mikil vinna fram undanGunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir mikla vinnu eftir við að þrífa. „Bæjarstarfsmenn eru nú á fullu að hreinsa lagnakerfið og við munum verða í því næstu daga. Á sama tíma erum við í beinu sambandi við þann viðbragðshóp sem forsætisráðherra kallaði saman. Við munum síðan í framhaldinu fara að ræða það hvernig ríkið komi að málum við að bæta fráveitukerfi bæjarins.“ Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vill láta skoða hvort ríkissjóður eigi að koma að innviðauppbyggingu í Siglufirði eftir flóðið í bænum síðastliðinn föstudag. Aurflóðið er með þeim stærri í manna minnum. Straumþungi Hvanneyrarár, sem kemur niður úr Hvanneyrarskál norðarlega í bænum, varð svo mikill að að áin rauf í sundur tvo vegi á leið sinni niður bæinn, Fossveg og Hólaveg, flæddi yfir bakka sína í suðurátt meðfram sjúkrahúsinu í bænum og þar niður á eyrina svokölluðu. Geysistórt stöðuvatn myndaðist á stórum hluta eyrarinnar með tilfallandi eðju sem smeygði sér inn í á fjórða tug íbúðarhúsa. Mörg íbúðarhús í bænum eru mikið skemmd og dæmi um að innanstokksmunir á jarðhæð húsa séu allir ónýtir. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga, segir starfsmann á þeirra vegum verða í Fjallabyggð á morgun til að svara spurningum heimamanna. Hún segir forsendu þess að geta fengið innbú bætt hjá sjóðnum vera þá að eigandi sé með brunatryggt innbú. „Ef einstaklingur er með brunatryggt innbú getur hann fengið það bætt hjá okkur, annars ekki,“ segir Hulda Ragnheiður. Bæjarstarfsmenn vinna nú hörðum höndum að því að tæma fráveitukerfi bæjarins af grjóti og leir sem safnast hefur saman í kerfinu. Í aurflóðinu fylltist allt fráveitukerfið sem gerði það að verkum að vatn leitaði inn í hús.Að auki lokaðist vegurinn milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði. Þrjár skriður féllu niður á veginn austan Strákaganga og aðrar fjórar féllu í Almenningum vestan ganganna. Vegagerðin vinnur að því að hreinsa veginn og telur líklegt að hann opnist ekki fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Sigmundur Davíð átti fund í gær með oddvitum allra flokka í bæjarstjórn Fjallabyggðar. Eftir fundinn fór hann í könnunarleiðangur um bæinn og virti fyrir sér afleiðingar hamfaranna síðastliðinn föstudag. „Það er auðvitað allt öðruvísi að upplifa svona hluti í eigin persónu heldur en að heyra bara lýsingar eða sjá myndir og það er mjög margt sem er mjög sláandi hérna. Þá sérstaklega að sjá skemmdirnar hjá íbúum bæjarins á heimilum fólks. Menn eru reyndar búnir að vinna ótrúlegt þrekvirki nú tveimur dögum eftir flóðin. Í fyrsta lagi við að bregðast við ástandinu á meðan það varði og standa saman við að leysa úr þeim vanda og svo til að mynda nú þegar búið að þrífa meira og minna allar götur því menn hafa tekið þetta mjög föstum tökum og staðið saman. Það skiptir ótrúlega miklu máli. En svo mun það taka tíma að vinna úr framhaldinu,“ sagði Sigmundur eftir skoðunarferð sína. Veðurathugunarstöðin á Sauðanesi í Almenningum sýndi að morgni föstudagsins úrkomu upp á 114,7 mm, sem er gríðarlega mikil úrkoma. Sólarhringnum áður hafði fallið 41 mm svo mikið vatn var til staðar í fjöllum fyrir ofan Siglufjörð þegar Hvanneyraráin breiddi úr sér. Sigmundur segir marga sitja eftir með bæði eignatjón og tilfinningatjón. „Við þurfum í sameiningu, heimamenn og stjórnvöld, að vinna saman að því að leysa úr málum. Eitthvað fellur utan viðlagatrygginga og það þarf að meta það hvort ekki sé hægt að finna lausn á því að bæta það og svo í framhaldinu að skoða hvort ekki þurfi að huga að innviðauppbyggingu.“ Stjórnvöld þurfi að skoða meðal annars hvort ofanflóðasjóður hafi hlutverki að gegna í þessum aðstæðum.Mikil vinna fram undanGunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir mikla vinnu eftir við að þrífa. „Bæjarstarfsmenn eru nú á fullu að hreinsa lagnakerfið og við munum verða í því næstu daga. Á sama tíma erum við í beinu sambandi við þann viðbragðshóp sem forsætisráðherra kallaði saman. Við munum síðan í framhaldinu fara að ræða það hvernig ríkið komi að málum við að bæta fráveitukerfi bæjarins.“
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira