Stærsta fjós landsins á lengd við fótboltavöll Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2015 21:45 Stærsta fjós Íslands rís nú á Mýrum við Hornafjörð. Fjósbyggingin verður álíka löng og fótboltavöllur að löggiltri keppnisstærð og kýrnar munu mjólka samtals yfir fimmþúsund lítra á dag. Þeir sem aka hringveginn vestan Hornafjarðar þessa dagana reka eflaust margir upp stór augu að sjá ferlíkið rétt við þjóðveginn. Smíðin hófst í apríl í vor og þarna starfa nú um þrjátíu manns við framkvæmdirnar. Límtrésbyggingin, sem kemur frá Flúðum, verður hálfur hektari að stærð, eða 4.700 fermetrar að grunnfleti, 106 metra löng og 39 metra breið, og lofthæðin þrettán metrar.Fjósið verður 106 metra langt og lofthæðin 13 metrar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Inni verður rými fyrir 300 kýr, þar af 240 mjólkandi. Gert er ráð fyrir fjórum mjaltaþjónum, sem hver annar um sextíu kúm. Byggingarstjórinn, Hornfirðingurinn Birkir Birgisson, kveðst í samtali við Stöð 2 telja víst að þetta verði stærsta fjós landsins. Spurður hvernig fólki lítist á að fá svona risabyggingu í sveitina svarar Birkir: „Bara vel, held ég.“ Aðstæður gerast vart betri á landinu til kúabúskapar; á jörðinni Flatey á Mýrum er flæmi af rennisléttum túnum en forðum var þarna graskögglaverksmiðja, sem fyrirtækið Lífsval breytti í kúabú. Eftir að það félag fór í þrot eftir hrun keypti útgerðarfélagið Skinney-Þinganes eignina af Landsbankanum. Í stað þess að leggja árar í bát var stefnt á að tvöfalda mjólkurframleiðsluna frá því sem nú er, fara úr einni milljón lítra og stefna á tvær milljónir lítra á ári. Að sögn Birkis er stefnt að því að nýja fjósið verði tilbúið fyrir jól. Tengdar fréttir 150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag. 15. janúar 2010 18:45 Útgerðarfélag í kúabúskap Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar. 25. október 2013 13:17 Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20. október 2011 06:00 Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
Stærsta fjós Íslands rís nú á Mýrum við Hornafjörð. Fjósbyggingin verður álíka löng og fótboltavöllur að löggiltri keppnisstærð og kýrnar munu mjólka samtals yfir fimmþúsund lítra á dag. Þeir sem aka hringveginn vestan Hornafjarðar þessa dagana reka eflaust margir upp stór augu að sjá ferlíkið rétt við þjóðveginn. Smíðin hófst í apríl í vor og þarna starfa nú um þrjátíu manns við framkvæmdirnar. Límtrésbyggingin, sem kemur frá Flúðum, verður hálfur hektari að stærð, eða 4.700 fermetrar að grunnfleti, 106 metra löng og 39 metra breið, og lofthæðin þrettán metrar.Fjósið verður 106 metra langt og lofthæðin 13 metrar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Inni verður rými fyrir 300 kýr, þar af 240 mjólkandi. Gert er ráð fyrir fjórum mjaltaþjónum, sem hver annar um sextíu kúm. Byggingarstjórinn, Hornfirðingurinn Birkir Birgisson, kveðst í samtali við Stöð 2 telja víst að þetta verði stærsta fjós landsins. Spurður hvernig fólki lítist á að fá svona risabyggingu í sveitina svarar Birkir: „Bara vel, held ég.“ Aðstæður gerast vart betri á landinu til kúabúskapar; á jörðinni Flatey á Mýrum er flæmi af rennisléttum túnum en forðum var þarna graskögglaverksmiðja, sem fyrirtækið Lífsval breytti í kúabú. Eftir að það félag fór í þrot eftir hrun keypti útgerðarfélagið Skinney-Þinganes eignina af Landsbankanum. Í stað þess að leggja árar í bát var stefnt á að tvöfalda mjólkurframleiðsluna frá því sem nú er, fara úr einni milljón lítra og stefna á tvær milljónir lítra á ári. Að sögn Birkis er stefnt að því að nýja fjósið verði tilbúið fyrir jól.
Tengdar fréttir 150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag. 15. janúar 2010 18:45 Útgerðarfélag í kúabúskap Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar. 25. október 2013 13:17 Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20. október 2011 06:00 Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag. 15. janúar 2010 18:45
Útgerðarfélag í kúabúskap Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar. 25. október 2013 13:17
Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20. október 2011 06:00