Þúsund bílar í fyrsta skipti hjá KIA Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2015 08:45 Inga Rún Long Bjarnadóttir tekur við Kia bíl númer 1.000 frá Sveini Kristjánssyni, sölufulltrúa hjá Öskju. Þúaundasti nýskráði Kia bíllinn á árinu var afhentur hjá Öskju á föstudag. Það var Inga Rún Long Bjarnadóttir sem fékk bíl númer 1000 sem er af gerðinni Kia Rio en það er söluhæsta gerðin hjá Kia á Íslandi og um leið hjá Bílaumboðinu Öskju. ,,Þetta eru stór og ánægjuleg tímamót fyrir Kia og Öskju því þetta er í fyrsta skipti sem við náum að skrá þúsund Kia bíla á einu ári. Og það er gaman að ná að afhenda 1000. Kia bíl ársins 2015 í lok ágúst og enn eru fjórir mánuðir eftir af árinu. Við erum ákaflega ánægð með þennan góða árangur," segir Þorgeir Pálsson sölustjóri Kia hjá Öskju. Sala á Kia hefur gengið mjög vel á Íslandi undanfarin ár og nú ár er Kia annað mest selda merkið á landinu á eftir Toyota. Kia er með tæplega 9,5% markaðshlutdeild, þá hæstu hjá Kia í Evrópu. ,,Það spilar margt inn í þennan góða árangur. Kia bílarnir þykja fallega hannaðir með lipra og góða aksturseiginleika auk þess að vera mjög sparneytnir og umhverfismildir. Þá er 7 ára ábyrgðin mjög sterk en enginn bílaframleiðandi í heiminum í dag býður svo langa ábyrgð á bílum sínum. Loks er endursala þeirra frábær sem skiptir miklu máli," segir Þorgeir. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent
Þúaundasti nýskráði Kia bíllinn á árinu var afhentur hjá Öskju á föstudag. Það var Inga Rún Long Bjarnadóttir sem fékk bíl númer 1000 sem er af gerðinni Kia Rio en það er söluhæsta gerðin hjá Kia á Íslandi og um leið hjá Bílaumboðinu Öskju. ,,Þetta eru stór og ánægjuleg tímamót fyrir Kia og Öskju því þetta er í fyrsta skipti sem við náum að skrá þúsund Kia bíla á einu ári. Og það er gaman að ná að afhenda 1000. Kia bíl ársins 2015 í lok ágúst og enn eru fjórir mánuðir eftir af árinu. Við erum ákaflega ánægð með þennan góða árangur," segir Þorgeir Pálsson sölustjóri Kia hjá Öskju. Sala á Kia hefur gengið mjög vel á Íslandi undanfarin ár og nú ár er Kia annað mest selda merkið á landinu á eftir Toyota. Kia er með tæplega 9,5% markaðshlutdeild, þá hæstu hjá Kia í Evrópu. ,,Það spilar margt inn í þennan góða árangur. Kia bílarnir þykja fallega hannaðir með lipra og góða aksturseiginleika auk þess að vera mjög sparneytnir og umhverfismildir. Þá er 7 ára ábyrgðin mjög sterk en enginn bílaframleiðandi í heiminum í dag býður svo langa ábyrgð á bílum sínum. Loks er endursala þeirra frábær sem skiptir miklu máli," segir Þorgeir.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent