Erlent

Danir stöðva lestir til og frá Þýskalandi

Samúel Karl Óalson skrifar
Vísir/EPA
Lögreglan í Danmörku hefur stöðvað allar lestir til og frá Þýskalandi sem og lokað vegum þar á milli. Það var gert vegna hundruð flóttamanna sem tæla að reyna að komast til Svíþjóðar. Flóttamenn óttast að skrá sig í Danmörku, sem taka við færri flóttamönnum en Svíþjóð, og eiga jafnvel ættingja þar.

Rúmlega 800 flóttamenn komu til Danmerkur í byrjun vikunnar. Fjölmargir þeirra hurfu en líklegt þykir að margir þeirra ætli sér að fara til Svíþjóðar.

Lögreglan stöðvaði þrjár lestir á milli Danmerkur og Þýskalands, sem í voru samtals 500 flóttamenn, í dag. Flestir neituðu að yfirgefa lestirnar en um 30 manns hlupu á brott. Þau voru þó sótt af lögregluþjónum og færð í flóttamannabúðir.

Flóttamennirnir eru hræddir við að enda í flóttamannabúðum í Danmörku og að á endanum verði þeim neitað um hæli.

Um 300 flóttamenn lögðu af stað gangandi frá landamærum Danmerkur og Þýskalands. Þeim hafði verið komið fyrir í skóla í bænum Padborg, en þau vilja fara til Svíþjóðar. Flóttamennirnir ætla sér að ganga til Kaupmannahafnar og taka þaðan lest til Malmö. Lögreglan hefur ekki reynt að stöðva fólkið en fylgir þeim eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×