Viðskipti erlent

Netflix í útrás

Sæunn Gísladóttir skrifar
Netflix stefnir á að bjóða þjónustu sína í öllum löndum Asíu innan árs.
Netflix stefnir á að bjóða þjónustu sína í öllum löndum Asíu innan árs. Vísir/EPA
Netflix er komið til Japan og er það fyrsta landið í Asíu þar sem Netflix býður þjónustuna sína. Streymiþjónustan stefnir á Suður Kóreu, Singapúr, Hong Kong og Taívan snemma á næsta ári. Innan árs vill fyrirtækið bjóða streymiþjónustuna sína í öllum löndum Asíu.

Fyrirtækið gæti átt í erfiðleikum í Kína þar sem mjög strangar reglur um ritskoðun. Ríkisstjórnin myndi líklega þurfa að samþykkja allt efnið áður en það yrði sýnt í Kína, ef Netflix fengi að koma inn í landið. Facebook og Google hafa til að mynda ekki fengið að starfa í Kína.

Verð á hlut í Netflix hefur tvöfaldast á þessu ári, hins vegar hafa hlutabréfin fallið í verði á undanförnum vikum, sérstaklega í síðustu viku þegar Apple tilkynnti að fyrirtækið væri að íhuga að bjóða upp á streymiþjónustu. Í síðustu viku tilkynnti Netflix einnig að þeir myndu ekki endurnýja samning um sýningarrétt á sumum af vinsælustu kvikmyndunum síðustu ára. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×