Erlent

Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð

Atli Ísleifsson skrifar
Uppreisnarmenn hafa náð stórum landsvæðum í Sýrlandi á sitt vald undanfarna mánuði.
Uppreisnarmenn hafa náð stórum landsvæðum í Sýrlandi á sitt vald undanfarna mánuði. Vísir/AFP
Uppreisnarmenn í Sýrlandi með tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa náð tökum á Abu al-Duhur, mikilvægri flugherstöð í Idlib-héraði, eftir um tveggja ára umsátur.

Í frétt BBC segir að uppreisnarmennirnir séu taldir vera hluti af bandalagi íslamskra uppreisnarmanna, þar á meðal al-Nusra fylkingunni.

Uppreisnarmenn hafa náð fjölda borga í héraðinu á sitt vald á undanförnum mánuðum, þar á meðal Idlib og Jisr al-Shughour.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×