Staðráðin í að redda nýju tjaldi fyrir Októberfest Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2015 10:38 Tjaldið liggur nú niðri en SHÍ ætlar sér að finna annað tjald svo halda megi Októberfest í ár. vísir/vilhelm Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp á þriðjudagskvöld tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. Tjaldið var á grasfleti skammt frá Norræna húsinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem það verður fyrir barðinu á óveðri. Það gerðist seinast í fyrra en nú brotnaði miðjusúla tjaldsins í tvennt og það liggur niðri. Ungmennafélag Íslands á tjaldið. „Við vorum með þrjá stúdentaráðsfulltrúa á vakt í nótt að gæta að tjaldinu. Það var verið að reyna að halda hælunum niðri og leggja bílum fyrir vindinn til að dreifa álaginu en það gekk ekki nógu vel. Svo sáu þeir sem voru þarna á staðnum fram á að tjaldið færi bara af stað þannig að það var hringt á björgunarsveitina um þrjúleytið og það kom hellingur af fólki til að hjálpa þeim,“ segir Tryggvi Másson, hagsmuna-og lánasjóðsfulltrúi SHÍ. Það fór þá ekki betur en svo að tjaldið fauk á bíl björgunarsveitarinnar sem kom á vettvang og skemmdist bíllinn töluvert. Slysavarnarfélagið Landsbjörg deilir myndum af bílnum á Facebook-síðu sinni en á þeim sést að framrúða bílsins brotnaði. Landsbjörg veltir því svo upp á hver haldi Októberfest í september. Upphaflega var hátíðin reyndar haldin í október en ákveðið var að færa hana fram í september, meðal annars vegna þess að óveður í október settu ítrekað strik í reikninginn. Það virðist þó ekki hlaupið að því yfir höfuð að halda svona hátíð að hausti til í Reykjavík. Stúdentaráð lætur það þó ekki á sig fá. „Við ætlum okkur að halda Októberfest um helgina, það er engin spurning með það. Nú erum við bara á fullu í því að græja nýtt tjald svo hátíðin geti hafist á morgun,“ segir Tryggvi að lokum.Bíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík mikið skemmdur eftir að Októberfesttjald HÍ fauk á hann. Vekur upp ýmsar spurningar, eins og t.d: Hver heldur Októberfest í september?Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, 9 September 2015 Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp á þriðjudagskvöld tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. Tjaldið var á grasfleti skammt frá Norræna húsinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem það verður fyrir barðinu á óveðri. Það gerðist seinast í fyrra en nú brotnaði miðjusúla tjaldsins í tvennt og það liggur niðri. Ungmennafélag Íslands á tjaldið. „Við vorum með þrjá stúdentaráðsfulltrúa á vakt í nótt að gæta að tjaldinu. Það var verið að reyna að halda hælunum niðri og leggja bílum fyrir vindinn til að dreifa álaginu en það gekk ekki nógu vel. Svo sáu þeir sem voru þarna á staðnum fram á að tjaldið færi bara af stað þannig að það var hringt á björgunarsveitina um þrjúleytið og það kom hellingur af fólki til að hjálpa þeim,“ segir Tryggvi Másson, hagsmuna-og lánasjóðsfulltrúi SHÍ. Það fór þá ekki betur en svo að tjaldið fauk á bíl björgunarsveitarinnar sem kom á vettvang og skemmdist bíllinn töluvert. Slysavarnarfélagið Landsbjörg deilir myndum af bílnum á Facebook-síðu sinni en á þeim sést að framrúða bílsins brotnaði. Landsbjörg veltir því svo upp á hver haldi Októberfest í september. Upphaflega var hátíðin reyndar haldin í október en ákveðið var að færa hana fram í september, meðal annars vegna þess að óveður í október settu ítrekað strik í reikninginn. Það virðist þó ekki hlaupið að því yfir höfuð að halda svona hátíð að hausti til í Reykjavík. Stúdentaráð lætur það þó ekki á sig fá. „Við ætlum okkur að halda Októberfest um helgina, það er engin spurning með það. Nú erum við bara á fullu í því að græja nýtt tjald svo hátíðin geti hafist á morgun,“ segir Tryggvi að lokum.Bíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík mikið skemmdur eftir að Októberfesttjald HÍ fauk á hann. Vekur upp ýmsar spurningar, eins og t.d: Hver heldur Októberfest í september?Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, 9 September 2015
Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05