Caroline de Maigret fyrir Lancôme Ritstjórn skrifar 9. september 2015 11:00 Franska fyrirsætan og tískuíkonið Caroline de Maigret hefur hannað förðunarlínu fyrir Lancôme og er hún komin í verslanir hér heima, en beðið hefur verið eftir línunni með eftirvæntingu. Caroline er þekkt fyrir sinn áreynslulausa, franska stíl og ber línan greinilega þess merki. Litapallettan hentar öllum, hlýjir brúnir og fjólubláir tónar í augnskuggum í bland við nude og ekta Parísar rauða varaliti. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem förðunarmeistari Lancôme, Lisa Eldridge, farðar Caroline með nýju línunni.Bók Caroline, How To Be Parisian, sem hún skrifaði ásamt þeim Anne Berest, Audrey Diwan og Sophie Mas hefur slegið í gegn frá því að hún kom út árið 2013. Í þeirri bók má finna einföld og skemmtileg ráð hvernig þú getir fundið þína innri frönsku konu, en þær eru jú þekktar fyrir að vera einstaklega smekklegar. Caroline starfar einnig sem fyrirsæta og gekk meðal annars pallana fyrir Chanel í vetur.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Fegurð Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Kendall klæddist sama kjól og Paris Hilton í 21 árs afmælinu Glamour Fyrir hvern förðum við okkur? Glamour Nicole Kidman glæsileg í Armani flauelskjól Glamour Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Glamour Í fyrsta sinn verður transkona andlit L'Oreal Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour Íslensk fyrirsæta í auglýsingaherferð Miu Miu Glamour
Franska fyrirsætan og tískuíkonið Caroline de Maigret hefur hannað förðunarlínu fyrir Lancôme og er hún komin í verslanir hér heima, en beðið hefur verið eftir línunni með eftirvæntingu. Caroline er þekkt fyrir sinn áreynslulausa, franska stíl og ber línan greinilega þess merki. Litapallettan hentar öllum, hlýjir brúnir og fjólubláir tónar í augnskuggum í bland við nude og ekta Parísar rauða varaliti. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem förðunarmeistari Lancôme, Lisa Eldridge, farðar Caroline með nýju línunni.Bók Caroline, How To Be Parisian, sem hún skrifaði ásamt þeim Anne Berest, Audrey Diwan og Sophie Mas hefur slegið í gegn frá því að hún kom út árið 2013. Í þeirri bók má finna einföld og skemmtileg ráð hvernig þú getir fundið þína innri frönsku konu, en þær eru jú þekktar fyrir að vera einstaklega smekklegar. Caroline starfar einnig sem fyrirsæta og gekk meðal annars pallana fyrir Chanel í vetur.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Fegurð Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Kendall klæddist sama kjól og Paris Hilton í 21 árs afmælinu Glamour Fyrir hvern förðum við okkur? Glamour Nicole Kidman glæsileg í Armani flauelskjól Glamour Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Glamour Í fyrsta sinn verður transkona andlit L'Oreal Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour Íslensk fyrirsæta í auglýsingaherferð Miu Miu Glamour