Stefnuræða Juncker: 120 þúsund flóttamönnum deilt milli aðildarríkja Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2015 09:53 Jean-Claude Juncker gagnrýndi fjölda aðildarríkja í ræðu sinni fyrir að gera ekki nóg þegar kemur að móttöku flóttafólks. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sambandið muni ráðast í skjótar, staðfastar og umfangsmiklar aðgerðir til að bregðast við flóttamannavanda álfunnar. Juncker flutti árlega stefnuræðu sína í Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun og voru málefni flóttamanna mest áberandi. Sagði hann að önnur mikilvæg mál á borð við efnahagsmálin og ástandið í Úkraínu verði að vissu leyti útundan þegar staðan sé svona. Samkvæmt tillögum framkvæmdastjórnarinnar stendur til að skipta 120 þúsund flóttamönnum til viðbótar milli aðildarríkja sambandsins og verði kvótarnir bindandi.Farage með frammíköllTugþúsundir flóttamanna, að stórum hluta Sýrlendingar, hafa lagt leið sína til aðildarríkja ESB á síðustu vikum, og hafa stjórnvöld í Ungverjalandi meðal annars verið vöruð við að búast megi við um 40 þúsund flóttamönnum til viðbótar til landsins fyrir lok vikunnar.Í frétt BBC kemur fram að breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage hafi verið með frammíköll þegar Juncker flutti ræðu sína, en Juncker þá svarað því til að athugasemdir hans væru einskis virði.Ráðherrar innflytjendamála funda á mánudagStjórnvöld í Þýskalandi hafa lýst yfir stuðningi við að sérstöku kvótakerfi varðandi móttöku flóttamanna verði komið á, en nokkur aðildarríki sambandsins eru því andsnúin. Á mánudaginn munu ráðherrar innflytjendamála sambandins funda og ákveða hvernig til standi að skipta þeim flóttamönnum sem nú hafast við í Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi milli aðildarríkjanna. Fyrri tillaga, sem lögð var fram í júní, var felld. Stjórnvöld í Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Póllandi og Bretlandi hafa lýst yfir mótmælum með að þessi leið verði farin. „Ég vona virkilega að allir verði með í þetta skiptið. Við erum að ræða um manneskjur – ekki tölur. Nú styttist í veturinn. Viljum við virkilega sjá fólk sofandi á lestarstöðum og í köldum tjöldum,“ spurði Juncker. Í ræðu sinni lagði Juncker einnig áherslu á að til standi að herða gæslu á ytri landamærum sambandsins og efla leit að ólöglegum flóttamönnum.Milljónir Evrópubúa hafa áður lagst á flóttaJuncker lagði áherslu á að milljónir Evrópubúa hafi áður lagst á flótta, þar á meðal vegna ofsókna nasista fyrir og í og seinna stríði og vegna aðgerða Sovétmanna í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. Juncker hélt áfram og hrósaði Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon sérstaklega fyrir þátttöku sína í að taka á móti milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum ríkjum. Hann gagnrýndi hins vegar sum aðildarríki ESB sem hafa vísað á Brussel og hvert á annað og segja þau gera of lítið eða rangt. „Að kenna öðrum um gerir hins vegar lítið fyrir flóttafólkið, það er einungis sönnun þess að menn geta ekki tekist á við ástandið.“ Þingmenn ýmist klöppuðu eða mótmæltu þessum orðum Juncker. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sambandið muni ráðast í skjótar, staðfastar og umfangsmiklar aðgerðir til að bregðast við flóttamannavanda álfunnar. Juncker flutti árlega stefnuræðu sína í Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun og voru málefni flóttamanna mest áberandi. Sagði hann að önnur mikilvæg mál á borð við efnahagsmálin og ástandið í Úkraínu verði að vissu leyti útundan þegar staðan sé svona. Samkvæmt tillögum framkvæmdastjórnarinnar stendur til að skipta 120 þúsund flóttamönnum til viðbótar milli aðildarríkja sambandsins og verði kvótarnir bindandi.Farage með frammíköllTugþúsundir flóttamanna, að stórum hluta Sýrlendingar, hafa lagt leið sína til aðildarríkja ESB á síðustu vikum, og hafa stjórnvöld í Ungverjalandi meðal annars verið vöruð við að búast megi við um 40 þúsund flóttamönnum til viðbótar til landsins fyrir lok vikunnar.Í frétt BBC kemur fram að breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage hafi verið með frammíköll þegar Juncker flutti ræðu sína, en Juncker þá svarað því til að athugasemdir hans væru einskis virði.Ráðherrar innflytjendamála funda á mánudagStjórnvöld í Þýskalandi hafa lýst yfir stuðningi við að sérstöku kvótakerfi varðandi móttöku flóttamanna verði komið á, en nokkur aðildarríki sambandsins eru því andsnúin. Á mánudaginn munu ráðherrar innflytjendamála sambandins funda og ákveða hvernig til standi að skipta þeim flóttamönnum sem nú hafast við í Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi milli aðildarríkjanna. Fyrri tillaga, sem lögð var fram í júní, var felld. Stjórnvöld í Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Póllandi og Bretlandi hafa lýst yfir mótmælum með að þessi leið verði farin. „Ég vona virkilega að allir verði með í þetta skiptið. Við erum að ræða um manneskjur – ekki tölur. Nú styttist í veturinn. Viljum við virkilega sjá fólk sofandi á lestarstöðum og í köldum tjöldum,“ spurði Juncker. Í ræðu sinni lagði Juncker einnig áherslu á að til standi að herða gæslu á ytri landamærum sambandsins og efla leit að ólöglegum flóttamönnum.Milljónir Evrópubúa hafa áður lagst á flóttaJuncker lagði áherslu á að milljónir Evrópubúa hafi áður lagst á flótta, þar á meðal vegna ofsókna nasista fyrir og í og seinna stríði og vegna aðgerða Sovétmanna í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. Juncker hélt áfram og hrósaði Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon sérstaklega fyrir þátttöku sína í að taka á móti milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum ríkjum. Hann gagnrýndi hins vegar sum aðildarríki ESB sem hafa vísað á Brussel og hvert á annað og segja þau gera of lítið eða rangt. „Að kenna öðrum um gerir hins vegar lítið fyrir flóttafólkið, það er einungis sönnun þess að menn geta ekki tekist á við ástandið.“ Þingmenn ýmist klöppuðu eða mótmæltu þessum orðum Juncker.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira